......1 stig of lítið

Það var okkur dýrkeypt að vera ekki komnir í gír í upphafi leiks, þó svo að við ættum nokkur áhlaup áður en Keflvíkingar skoruðu þá var eins og við værum ekki alveg vaknaðir - 0-2 fyrir Keflavík og Pumasveitin komin á flug, en alveg eins og á móti FH um daginn þá hættu menn ekki og við skoruðum 2 mörk á nánast sama andartakinu í fyrra markinu skoraði Eiður Aron eftir hornspyrnu var mættur ásamt Andra Ólafs á fjærstönginni og svo slæm var völdun Keflvíkinga í því marki að ég er viss um að þeir hefðu getað tjaldað Þjóðhátíðartjaldi á meðan þeir biðu eftir boltanum en suðurnesjamenn voru en að skoða landskikan fyrir framan þá í teignum væntanlega í þeirri vona að hann væri eign HS veitna!!! - svo var það aukaspyrna hinu megin frá á fjær einnig og Andri Ólafs var þar eins og vitinn í Herjólfsdal gnæfði yfir aðra á svæðinu og skallaði í netið. Verð reyndar að minnast á að seinna mark Keflvíkinganna kom eftir skemmtilegt spil hjá þeim - það var vel gert, en samt algjör óþarfi.

Eftir að hafa jafnað 2-2 voru Eyjamenn miklu betri aðilinn og áttu skilið að vinna - Tonny, sem lék einn sinn besta leik í sumar átti frábært skot undir lok fyrri hálfleiks, ef ég man rétt,  sem að Lasse varði hreint stórkostlega með því að blaka boltanum yfir. Ætla ekkert að tjá mig sérstaklega um Keflvíkurliðið gaman reyndar eins og alltaf að hitta Jón Örvara Arason Leedsara og Kristján Guðmunds og Puma sveitinni ber að þakka fyrir góða skemmtun í stúkunni - lang skemmtilegasti stuðnigsmannahópurinn sem hingað hefur komið í sumar, by far. Bjarni Hólm vinur minn fær líka hrós fyrir að fagna ekki villt og galið þegar Keflvíkingar skoruðu sín mörk, austfirðingurinn var eki að núa sínum gömlu félögum því um nasir að hans nýja lið skoraði.

Fengur okkar í strákunum frá Crewe er mikill og ég veit ekki hvort allir gera sér grein fyrir því að þeir eru aðeins 19 ára og því en gjaldgengir í 2. flokk. Það er þó nokkuð af ungum strákum í ÍBV-liðinu og þar er bara gaman að eiga þá til - þeir eru ekki allir einhverjar stjörnur en með réttu hugarfari og vinnusemi munu þessir peyjar halda merki ÍBV á lofti á komandi árum, rétt eins og þeir lögðu sig fram við í dag. -Jú og gott ef Garner var ekki kominn í fluggírinn upp og niður vinstri vænginn sem aldrei fyrr.

Brottrekstur Viðars Kjartanssonar pirraði ansi marga og Kristinn Jakobsson fékk að heyra það óþvegið - það kom stunga og varnarmaður og Viðar rákust saman, ekki viljandi held ég, Viðar féll en ekkert var dæmt, hann stendur síðan upp en kastar sér svo á hnén og fóranr höndum - þar sem ég sat gat ég ekki greint hvort hann sagði eitthvað eða ekki, en hann var klárlega svekktur og það má vel líta á þetta sem mótmæli við því að fá ekki dæmt - og það má svo sannarlega gefa gult spjald fyrir að mótmæla því að fá ekkert dæmt og það gerði dómarinn í þessu tilfelli, varla spjaldið hann fyrir leikaraskap því hann aðhafðist ekkert fyrr en leikmaðurinn var búinn að kasta sér á hnén og fórna höndum!!!!!  - rétt líka að benda á að dómarinn spjaldið Keflvíking stuttu síðar fyrir að mótmæla því að fá ekki víti!!!! - EN mér fannst við eiga að fá víti í fyrri hálfleik egar knötturinn fór klárlega í hönd Keflvíkings inni í teig en dómarinn sá það greinilega ekki sömu augum og ég og því flautaði hann ekki.

En  við áttum skilin 3 stig svo mikið er víst - 


mbl.is Eyjamenn fengu dýrmætt stig gegn Keflvíkingum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Jóhannsson

Langur lestur maður minn.

Góð og skemmtileg lýsing hjá þér...

Halldór Jóhannsson, 12.7.2009 kl. 22:46

2 identicon

Ég sá þetta brot mjög vel Gilli og var gríðarlega óánægður eins og allir á bekknum að fá ekkert fyrir þetta. Eins og Heimir sagði líka við aðstoðardómarann að menn fleygja sér ekki niður þegar þeir eru að sleppa í gegn, það bara meikar ekki sens. Ég var virkilega óánægður með frammistöðu Kristins Jakobssonar ásamt langflestum þarna, ég sem hélt að hann væri besti dómari Íslands!

Jón Helgi Gíslason (IP-tala skráð) 12.7.2009 kl. 23:03

3 Smámynd: Gísli Foster Hjartarson

ég er ekki hissa þó allir á bekknum séu óánægðir - annað væri nú skrýtið. Hann var við það að sleppa í gegn hefði hann haft það? Dómarinn dæmdi ekki, sá þetta greinilega ekki eins og þú og hann fer með ferðina, ég sá þetta greinilega ekki alveg eins og þú, var lengra í burtu en það breytir því ekki að Viðar var rekinn útaf fyrir að mótmæla dómleysi Kristins - á hann að horfa í gegnum fingur sér, er hann þá ða segja að hann hafi haft rangt fyrir sér?

Málið er að rekið var útaf fyrir mótmæli - annað gult - ég er alveg jafn svekktur og þú, sennilega, en ég hefði reyndar verið búinn að taka hann útaf- fannst hann ekki ná sér á flug og er ekki viss um á þessari stundu að hans rétta staða sé að vera framherji.

Gísli Foster Hjartarson, 12.7.2009 kl. 23:14

4 identicon

Það er ekki rétt hjá þér Gísli að keflvíkingur hafi verið spjaldaður fyrir mótmæli stuttu seinna... allavega hef ég þá misst af því, vegna þess að ég sá þennan númer 28 að mig minnir (sem var nýbúinn að fá gula spjaldið fyrir háskaleik í sókninni stuttu áður) mótmæla því þegar Kristinn dæmdi á hann brot þegar hann vildi fá víti... en var samt sem áður ekki spjaldaður... ef Kristinn (sem mér fannst ARFAslakur í þessum leik) hefði átt að vera samkvæmur sjálfum sér hefði hann átt að gefa honum sitt annað gula spjal þar, og þar með rautt.

Einir Einisson (IP-tala skráð) 13.7.2009 kl. 00:27

5 identicon

Hahaha, ertu að gera þér einhverjar vonir um að þið haldið ykkur uppi? Eruð svoleiðis með langlélegasta liðið, rétt haldið ykkur frá skömm með því að fylla liðið af útlendingum. Best væri að Eyjamenn áttuðu sig á því að það er enginn grundvöllur fyrir rekstri knattspyrnuliðs í efstu deild fyrir þá.

Frammarinn (IP-tala skráð) 13.7.2009 kl. 00:32

6 Smámynd: Gísli Foster Hjartarson

Jú Einir hann fékk spjald, fyrir tuðið í teignum, man að sá sem sat við hliðina á mér sagði nú hann getur spjaldað þá líka og sýnist það líka á skýrslunni hjá mbl. rétt eftir að Viðar var rekinn útaf.

Gísli Foster Hjartarson, 13.7.2009 kl. 07:53

7 identicon

Ef þú skoðar betur stendur þarna að hann hafi fengið gult spjald fyrir brot. Það var þegar hann sparkaði næstum í andlitið á varnarmanni ÍBV. Stuttu síðar mótmælir hann dómi og þú sérð mbl.is fjalla um það að Stefán (Keflvíkingurinn) sé orðinn tæpur á rauða spjaldinu... en hann fær ekkert seinna spjald.

Einir Einisson (IP-tala skráð) 13.7.2009 kl. 10:40

8 Smámynd: Gísli Foster Hjartarson

Einir - held að við séum að tala um sama atvikið - það var flautað á brot og hann tuðaði í dómaranum - fannst hann eiga að fá þetta, man e - dómgæslan hefur verið slök í sumar heillt yfir - þrátt fyrir góða spretti hjá sumum innan um

Gísli Foster Hjartarson, 13.7.2009 kl. 11:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband