Eftirgjöf skulda!!!!!

Hverslags bull er það? Á það þá ekki að ganga jafnt yfir alla? Eða eiga bara þeir sem teyfðu sig eins langt og mögulegt var að fá að njóta eftirgjafar? - eins og Bjöggarnir?

Í mun ungdæmi þá var það þannig að þegar maður var ekki borgunarmaður fyrir sínu þá fóru maður í gjaldþrot og var sagður hafa farið ógætilega með peninga, er það alveg hætt að vera svoleiðis? Auðvitað er staðan slæm en ég trúi því ekki að fólk hafi t.d. trúað því að krónan héldi bara velli endalaust. Hvað var meinið að taka kannski 100% lán fyrir nýjum bíl sem að um leið og þú keyrðir út úr umboðinu hafi rýrnað að verðgildi um kannski 500.000 en lánið ekkert lækkað - hvaða sens er var í þessu?

Held að Árni Páll ætti að fara í það af krafti að sjá til þess að verðtryggingin sé felld úr gildi einn tveir og þrír........ það væri búbót fyrir flesta ef ekki alla.


mbl.is Aukið svigrúm til afskrifta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Vá hvað ég er sammála þér Gilli. Mér finnst ekki sanngjarnt að fólk sem fór algjörlega fram úr sér fái afskrifaðar skuldir á meðan maður var á fullu að spara til að geta keypt  sér heimili og á bara gamlan bíl.

 Verðtryggingin er eitthvað sem er til góðs fyrir flest alla og hana á að afnema frá og með deginum í dag. Allir hagnast á því en það á ekki að verðlauna fólk fyrir að kunna ekki að fara með peninga eða fara óvarlega.

Auðbjörg (IP-tala skráð) 14.7.2009 kl. 14:01

2 Smámynd: hilmar  jónsson

Já það verður væntanlega erfitt að meta hverjir eiga að fá eftirgjöf.

Ega þeir að vera í forgangi sem týndu sér í flottræfils neyslufylleríi ?

hilmar jónsson, 14.7.2009 kl. 14:01

3 Smámynd: Helga

íddu á hvaða plánetu hafið þið verið undanfarin ár?  Ef þið hafið fylgst með fréttum vitið þið að íbúðarverð hefur hækkað um jafnvel hundruði prósenta á höfuðborgarsvæði og er það verk banka og stjórnvalda, síðan vitið þið að fólk var "BLEKKT" til að trúa því af starfsmönnum bankanna að sveiflur krónunnar yrðu aldrei meiri en c.a. 20% og er það þð sem fólk gerði ráð fyrir.  Enginn er að tala um jeppabruðlið hér, en að ætla að fara að henda "hálfu höfuðborgarsvæðinu af ungu fólki á götuna" og kalla það óráðsíufólk, fólk sem keypti sér hér stimplað í bak og fyrir af lánastofnunum undir aga stjórnvalda.....  Sýnir bara  þröngsýni annara.  Ég samgleðst ykkur sem leyfa ykkur að tala svona yfir því að vera ekki í þessum sporum, þið hafið sennilega verið svo heppin að kaupa ykkar eignir fyrir þessar geðveikislegu hækkanir, eða búið úti á landi.  En skiljið þið ekki´að hér er um fjöldkyldufólk að ræða sem var að kaupa sér öryggi.  Þak yfir börnin sín, á forsendum sem allir samþykktu svo kom hrun og  allir sáu þá að lánin voru SVIK gengið hafði verið vitlaust skráð.....  Jafnvel stjórnvöld vissu það og gerðyu ekkert....   Hvað er að því að leiðrétta svoleiðis.

?

Helga , 14.7.2009 kl. 14:10

4 Smámynd: Gísli Foster Hjartarson

Helga mín ég skil vel hvað þú ert að fara og finn til með þessu fólk sem margt hvert eflaust blekkt, og leitið ekki álits annarra en þeir er í þeirra banka störfuðu, en þá komum við að hinu sem mér finnst ekki hafa komið nógu skýrt fram , og þaðan af síður verið tekið á, ef að fólkið í bönkunum lét svona og lét hafa svona eftir sér að allt yrði bara í Gúddý um aldur og ævi, ef að svo má að orði komast, þá er það nánast glæpsamlegt athæfi - ekki satt?  En hvareru 95% af því liði í dag? Jú það er enn að vinna í bönkunum, og er eþgar farið að sækjast eftir eignum fólksins sem að það "plataði upp úr skónum" en það verður ekki tekið á þessu - það geturðu bókað.

Ekki misskilja mig ég hef samúð með þessu fólki - ég bara fæ ekki skilið hvað fékk fólk til að ganga svona langt, er marg búinn að hugsa þetta en gat aldrei hugsað svona langt, konunni minni tókst hér um bil að falla í þessa gryfju en þá ræddum við málin og ég gaf mig ekki á mínum rökum sem því miður reyndust á rökum reist, þetta gat allt farið til andskotans og fór þangað.

Gísli Foster Hjartarson, 14.7.2009 kl. 15:18

5 Smámynd: Arnmundur Kristinn Jónasson

Sæll Gísli!

Stóðuð þið hjónin frammi fyrir því að koma þaki yfir ykkur í fyrsta sinn, eða þyrftuð þið að fá ykkur nýtt húsnæði, t.d. vegna breyttrar fjölkskyldustærðar?

Arnmundur Kristinn Jónasson, 14.7.2009 kl. 15:36

6 Smámynd: Anna

Námkvæmlega. Afnema vertryggingu. Fæ ég skuldir mínar felldar niður??? En fyritæki og mennirnir sem tæmdu allt fé út úr fyrirt. eiga þeir að fá skuldir felldar niður. Krímaskapurinn heldur bara áfram. Ef þú klóra mer þá mun ég klóar þer í staðinn elsku vinnur , hafður ekki áhyggjur af þessu, ég mun redda þer. Svona hefur Ísland verið stjórnað og rekið árum sama. Það er ekki að furða að þjóðin sé farin til andskotans.

Anna , 14.7.2009 kl. 15:39

7 Smámynd: Gísli Foster Hjartarson

Sæll Arnmundur - Við hjónin höfum nú búið í sama húsinu í á 11 ár og ekki haft þörf fyrir að skipta, þó við höfum staðið í eðlilegu viðhaldi og endurbótum. Það kom hjá sumum hér í Eyjum blik í augu og gylliboð um lán, og endurbótalán í erlendum gjaldmiðlum eins og gekk og gerðist - en ég af einhverri ástæðu beit ekki á agnið en endurnýjaði lán í íslenskum krónum í fyrra, furðulegt nokk, tók lán borgaði upp annað og eyddi mismun í framkvæmdir. - Næst þegar ég kaupi mér húskofa þá mun ég minnka við mig.

Ég get vel ímyndað mér hvernig það var að koma út á markaðinn og kaupa sínu fyrstu eign, sérstaklega á því svæði þar sem fasteigna verð var keyrt fram úr hófi, allavega að mínu mati, af bönkum og fasteignasölum, sem sumir hverjir væla nú. Ég var svo heppinn þegar ég keypti fyrst að þá tíðkaðist en skyldusparnaður og það kom sér aldeilis vel ég átti hátt í 1,5 milljón ef að ég man rétt í skyldusparnað við fyrstu kaup. Síðan skipti ég um húsnæði nokkrum árum síðar og er þar enn. 

Gísli Foster Hjartarson, 14.7.2009 kl. 15:54

8 Smámynd: Gísli Foster Hjartarson

Anna Björg - er nokkuð sammála þér þarna, eins og hefur kannski komið fram áður í bloggi hjá mér.

Gísli Foster Hjartarson, 14.7.2009 kl. 15:55

9 Smámynd: hilmar  jónsson

Auðvitað hefur maður samúð með þeim sem lent hafa í vondum málum varðandi íbúðarkaup og því fólki ber að aðstoða.

En því miður held ég að einnig sé til hópur sem fór glannalega að ráði sínu í lántökum til einkaneyslu.

hilmar jónsson, 14.7.2009 kl. 16:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.