Olíufurstarnir að Hlíðarenda!!!!

Það er ekki slegið slöku við á Hlíðarenda - þetta er að verða svona Man City okkar íslendinga!!! - Ef að þú átt takkaskó vertu þá viðbúinn að fá tilboð frá þeim á Hlíðarenda - he he - Börkur að verða furstinn af Hlíðarenda, olían lekur í allar áttir!!!  Ég verð nú bara að segja fyrir minn smekk að ég hélt að menn þarna væru búnir að eyða nóg í leikmenn fyrir þetta tímabil og væru en að koma góðu jafnvægi á liðið til þess að því gengi betur að takast á við stranga deildaekeppnina, og bikarinn, en það virðist ekki vera nú skal bætt í!!!! - ætli þetta sé virkilega satt?

Ef svo er þá held ég að Valsmenn verði að fara að hætta að hlaupa í felur þegar talað er um að þeir séu með lang dýrasta liðið í deildinni!


mbl.is Arnar og Bjarki skrifa undir í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Áfram heldur Fosterinn að skjóta á Valsmenn. Þú kannski skilur núna hvað ég átti við um daginn? Þú ert greinilega mjög bitur út í Val en átt erfitt með að viðurkenna það.

Lúlli (IP-tala skráð) 17.7.2009 kl. 10:58

2 identicon

Biturleiki segir þú, ég skil þetta þannig að Fosterinn sé að gera grín að ykkur sem er skiljanlegt þegar þið semjið við þessa löngu útbrunnu snillinga

Hafsteinn Gunnarsson (IP-tala skráð) 17.7.2009 kl. 11:21

3 identicon

Fosterinn er pínu bitur því að fjármagnið skortir í eyjum enn annars er nokkuð mikið til í þessu hjá honum.

Við Valsmenn erum búnir að vera að hegða okkur svipað og Real og City þetta tímabilið og með ekkert til að sýna fyrir það.

Dóri Stóri (IP-tala skráð) 17.7.2009 kl. 11:45

4 identicon

Fosterinn er maður sem segir hlutina eins og þeir eru og er ekkert að skafa af því.. Fosterinn á þing sem fyrst.. setjum X við Foster..

Birkir (IP-tala skráð) 17.7.2009 kl. 16:30

5 Smámynd: Gísli Foster Hjartarson

Nei ég er síður en svo bitur út í ykkur Valsmenn -  kæru félagar án ykkar væri ekki sama bragð af boltanum. Engin ástæða til þess að vera bitur - við höfum ekki þetta fjármagn þá kyngir maður því en ég skil ekki þessa áráttu að vera að kaupa þá bræður - en hvað veit ég? Ég sat við þessa kjötkatla að semja við leikmenn fyrir hönd míns félags í 5 ár og þykist vita nokkurn veginn hvað gengur á í þeim umræðum öllum og það veit ég að við Eyjamenn, rétt eins og nokkur önnur lið, getum ekki lagt fram sama magn af seðlabúntum og margir aðrir.

Gísli Foster Hjartarson, 17.7.2009 kl. 16:57

6 identicon

Ég segi þetta vegna þess að þú skýtur bara á Valsmenn, hvar eru skotin á hin liðin? Er þetta útaf Atla frá því fyrir nokkrum árum? Eyjamenn voru nú ekki barnanna bestir rétt fyrir aldamótin og eyddu öllum peningnum sínum. Við  Valsmenn gerum þetta hins vegar skynsamlega og eigum nægan pening eftir.

Lúlli (IP-tala skráð) 17.7.2009 kl. 17:28

7 Smámynd: Gísli Foster Hjartarson

Nei nei Lúlli minn ekkert pirraður útaf þessu með Atla - sá eini sem varð sár þá var Börkur, en við misstígum okkur öll á lífsleiðinni svo einfallt er það. Ég veit ekki betur en tengsl Eyjamanna og Valsmanna í gegnum tíðina hafi verið af hinu góða.

Ég veit ekki betur en að ég skjóti á önnur lið þegar ég hef tækifæri til, sjá t.d. nýlegt blogg um þjálfaraskipti ÍA,KR-ingar, Keflvíkingar, Fimleikafélagið og fleiri hafa fengið skot - maður notar þessi tækifæri þegar sá gallinn er á manni. - Vona að enginn verði yfir sig sár. Númer 1, 2 og 3 þykir mér vænt um íþróttalíf landsins, að mestu leyti og eins og þú veist þa væri ekkert gaman af þessu ef að við myndum ekki skjóta á hvorn annan við tækifæri og mikið tel ég að íþróttlíf landasins væri daprara ef ekki væri fyrir sterk lið á landsbyggðinni til að berjast gegn þeim stóru og sterku í borginni og nágrannasveitum - sakna þess t.d. að norðanmenn eigi ekki lið í efstu deild.  - en ég er ekkert sárari út í Valsmenn en einhverja aðra, síður en svo - menn liggja bara misjafnlega vel við höggi!!!!!

Gísli Foster Hjartarson, 17.7.2009 kl. 18:41

8 Smámynd: Óðinn Þórisson

Tengjsl eyjamanna og valsmanna fara vel saman - er sjálfur mikill valsmaður og pabbi frá eyjum og þar með öll hans ætt

Óðinn Þórisson, 18.7.2009 kl. 11:02

9 Smámynd: Gísli Sigurðsson

Svona í framhjáhlaupi fyrst þú ert að tala um landsbyggðarliðin. Eitt þykir mér kjánalegt hjá KSÍ, en það er framkvæmd Bikarkeppninnar. Þar er byrjað á svæðaskiptri keppni, sem gerir það að verkum að lið úr neðri deildum svo sem Völsungur og fleiri slík lið eiga litla sem enga möguleika á að komast í pott með stóru liðunum eins og stundum hefur gerst. Ég held að það ætti að hætta slíkri ,,undankeppni" og draga þetta bara úr einum potti. Sjálfsagt er þetta gert til að spara peninga fyrir litlu klúbbana en þetta dregur bara úr sjarmanum við bikarinn. Þið hafið kannski tekið eftir því að það voru bara KA og Þór af Norðurlandi sem komust í 32 liða úrslit.

Gísli Sigurðsson, 18.7.2009 kl. 11:19

10 identicon

Rétt er það Gísli að eyjamenn og valsmenn hafa ansi oft átt góða samleið og margir góðir leikmenn úr eyjum valið að spila með Val þegar komið er upp á land.

Nú síðast voru að berast fréttir af því að strákurinn hans Sigmars Þrastar sé nýji markvörðurinn í handbolta á Hlíðarenda.

http://mbl.is/mm/sport/handbolti/2009/07/17/sonur_sigmars_thrastar_fyllir_skard_hja_val/

Dóri Stóri (IP-tala skráð) 18.7.2009 kl. 11:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband