Einmitt, byrjar þetta

Alveg er ég búinn að bíða eftir þessari umræðu sem nú á að setja af stað um allan þann aðbúnað og annað sem að KSÍ er búið að koma á koppinn í kringum íslenska boltann, held nú að menn eigi að fara sér hægt í að þröngva sumu af þessari "vitleysu" inn á liðin. Menn þurfa næði til að anda og átta sig á hlutunum - er búin að taka þátt í þessari umræðu í mörg ár og það eru alltaf sumir hlutir sem koma mér á óvart og seint virðist sumt af því ætla að lagast, en annað í þessu er mjög gott og lárlega fótboltanum til framdráttar. Menn fóru að mínu mati offari hér í þessu á sínum tíma - til að þoknast UEFA og félög og bæjarfélög voru látin blæða, meðan milljónirnar koma í styrki til KSÍ í gegnum UEFA og FIFA vegna vinsælda fótboltans í heiminum. Það eru þarna hlutir sem að manni finnst oft ekki alveg eiga við og þetta leyfiskerfi er engin heilög kýr í þessu. Afhverju er t.d. ekkileyfiskerfið í Englandi og annað hvort á Spáni eða Ítalíu? - Þar er það þannig að þetta kerfi þurfa menn að uppfylla ef að þeir keppa í Evrópurmótunum, og þar erum við að tala um atvinnumannadeildir.  Vona að menn setjist niður með réttu hugarfari og gari nú ekki að búa til einhver vandræði útaf þessu - það væri synd því það er jú leikur 22 manna með bolta sem er aðalmálið hitt umfangið kemur svo síðar.  Þetta er meira mál en ég kem fyrir í einu bloggi og menn geta kynnt sér leyfiskerfið og hvað það fjallar um á heimasíðu KSÍ eftir þann lestur geta menn mótað sínar skoðanir, ég hef mínar.

Liðin eru ekki í vallarvanda, eftir því sem að ég best veit, heldur umhverfisvanda, keppnisvöllurinn er í lagi en nú byrja menn að setja út á umhverfið og umgjörðina.


mbl.is Nýliðarnir í vallarvanda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég

Tim (IP-tala skráð) 16.9.2009 kl. 09:19

2 identicon

Þótt það sé eflaust göfug hugsun að baki þá þykir mér það ákaflega óheppilegt að ætla bæjar- og íþróttafélögum að uppfylla skilyrði um aðbúnað áhorfenda og fjölmiðla fyrir það eitt að komast loksins í efstu deild. Það er ekki á vísan að róa með árangur, með fullri virðingu og aðdáun á árangri þessara félaga.

Ég viðurkenni hér með að ég hef ekki lesið reglurnar í heild og er þess vegna kannski bara að bulla um þetta. Það má hins vegar ekki láta "lítil" félög líða fyrir það að hafa ekki þá aðstöðu tiltæka á fyrsta ári sem "stærri" félög hafa byggt upp á mörgum árum.

TJ (IP-tala skráð) 16.9.2009 kl. 10:17

3 identicon

Mikið innilega er ég sammála þér Gísli, og þessu er nú ekki beint bætandi á bæjarfélögin eins og sakir standa

Gunnar Emil Árnason (IP-tala skráð) 16.9.2009 kl. 10:41

4 identicon

Þessar reglur eru settar til þess að gæta öryggis leikmanna og áhorfenda sem mæta til þess að horfa á leiki. Og mér finnst það bara mjög skyljanlegt að það sé gerð krafa um að uppfylla settar reglur. Ekki nema að Haukar og Selfyssingar vilji leika alla sína leiki án áhorfenda.

pétur (IP-tala skráð) 17.9.2009 kl. 00:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.