Málning gegn sýru!!!

Það er nokkuð saklaust að skvetta þessari málningu á húsin og á ekki að valda fólki neinu nema nettum pirringi, þó það sé í raun óþarfi að vera að þessu skvettuveseni  - ætli þrifin á húsunum séu svo ekki borguð af tryggingarfélögunum - okkur sjálfum ekki bara húseiganda!!!!

En það að nota sýru er hreinn og klár viðbjóður og ég vona að það náist í skottið á því liði er gengur svona langt, það lið á að loka inni og það eins lengi og nokkur kostur er. - Fólk hlýtur að vera orðið alveg ef að það gengur svona langt!


mbl.is Fékk sýru í andlitið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

gísli, hversu saklaust er að ráðast með skemmdarverkum á heimili fólks?

Á þessum heimilum búa einnig börn sem engan þátt eiga í störfum eða ákvarðanatöku foreldrana.

valdimar (IP-tala skráð) 3.10.2009 kl. 09:24

2 Smámynd: Jón Á Grétarsson

Sammála þér Gísli.  Þegar þetta fer að valda fólki líkamlegu tjóni þá er þetta komið yfir strikið. 

Svona sýruárásir eru sérlega hættulegar. Ef þetta hefði farið í td augun á henni eða fjölskyldumeðlimum?

Jón Á Grétarsson, 3.10.2009 kl. 09:59

3 identicon

Þessar málningarárásir á heimili "útrásarvíkinganna" finnst mér vera ok.  En ég er ekki að skilja þessa árás á heimili Rannveigar þarsem hún er forstjóri álvers.  Og sem best sem ég veit hefur hún ekkert tengst þeim málum á einn né annann hátt.  Skrítið mjög að þessir vitleysingjar skuli ekki kynna sér málin áður en látið er til skarar skríða.

Jón Ingi (IP-tala skráð) 3.10.2009 kl. 10:20

4 Smámynd: Sigurjón Sveinsson

Að segja að málingarárás á hús sé í lagi er í raun að segja að það sé í lagið að ráðast gegn fólki sem þú ert ósáttur við. Ástæðan er í raun bara huglægt mat hvers og eins. Ef nágranni minn á tjúnnaðan diesel jeppa sem reykir mikið, og ég er svona Saving Iceland hálfviti sem telur mengunina vera óásættanlega, er þá í lagi hjá mér að fara að skvetta á hús hans málningu  af því að ég er ósáttur?

Að sjálfsögðu er eðlismunur að skvetta málningu á hús og svo koma fyrir skvettu af sýru í andlit. En hvoru tveggja er gersamlega ótækt og óafsakanlegt gegn fólki sem ekkert hefur gert annað en að vera forstjóri fyrirtækis sem lítill hópur VG Saving Iceland hálfvita, og erlendra vina þeirra, eru ósáttir við. 

Sigurjón Sveinsson, 3.10.2009 kl. 11:28

5 identicon

Í hvert skipti sem skemmdarverk eru lofuð

þá ýtir það undir frekari "afrek" þessara hugleysingja sem læðast um í skjóli nætur skvettandi málingu og sýru  og kveikjandi í bílum

Grímur (IP-tala skráð) 3.10.2009 kl. 11:36

6 Smámynd: Gísli Foster Hjartarson

Sagði aldrei að það væri í lagi að skvetta málningu heldur að það væri nokkuð saklaust - Auðvitað búa þarna líka börn en ég er ekki viss um langvarandi skaða sem að það veldur.

Jón Ingi er reyndar alveg sammála þér hef aldrei skilið þessar árásir á heimili Rannveigar Rist og fjölskyldu - finnst það mjög spes hún er bara að reka sitt fyrirtæki sem að yfirvöld eru búin að samþykkja starfsleyfi fyrir.

Sigurjón getum við kallað fólk VG Saving Iceland hálfvita af því að við erum ekki sammála því? - Ég bara spyr.  Ég er ekki sammála svona vinnubrögðum síður en svo og mér finnst þetta fólk sem stendur að Saving Iceland hópnum heldur hafa verið málstað sínum til miska heldur en hitt með þessari framkomu sinni. - hvort sem það var þarna að verki eða ekki.

Gísli Foster Hjartarson, 3.10.2009 kl. 11:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband