Öll landsbyggðin hlýtur að taka undir!!!

Held að það ríki nú sterk samstaða á landsbyggðinni um það að sérstakt sé að þar skuli skorið niður  af mikilli hörku. Bruðlið, ruglið og vitleysan hefur að mestu einkennt starfsemi hins opinbera í Reykjavík og nánasta nágrenni og þar er klárlega mesta svigrúmið til að skera niður. 

Sumir þessir hlutir eiga nú eftir að fara í gegnum ákveðna umræðu á Alþingi og ég mun klappa þeim þingmanni á bakið sem leggur til að útgjöld til pólitískra flokka verði skorið niður t.d. - fáránlega háar tölur í gangi þar. Ef að ekkert verður hróflað við því þá segir það okkur það að menn týma ekki af gefa sneið að sinni köku heldur vilja hana alla sjálfir - Öll útgjöld sem merkt eru sem sérverkefni við komandi ráðherra/ráðuneytis á t.d. að skera niður í svona árferði svo menn séu ekki að bruðla einhverjum peningum í sína dyggustu stuðningsmenni undir því yfirskyni að þarna sé nú aldeilis eitthvað stórmerkilegt á ferðinni sem svo sannarlega þurfi að styrkja - þetta verður bara að víkja Verður forvitnilegt að sjá hvernig þetta endar - treysti því að fjölmiðlar verði duglegir og muni birta þessa bitlinga styrki okkur hinum til handagagns.


mbl.is Sjálfstæðismenn í Eyjum taka undir með VG á Norðurlandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já jakkafatakörlunum í reykjavík vantar vinnu. Það er sorglegt að sjá þá labba með tómar hendur út úr Boss í Kringlunni því þeir áttu ekki fyrir 100.000 kr jakkafötunum í glugganaum. Það verður að bjarga þessum greyjum, með því að hirða störf af landsbyggðinni, sem dæmi skattakompaníið. Ríkistjórnin vill fara sameina lögregluumdæmin. Auðvitað dettur allt systemið inn til rvk. Núna blæðir reykjavík mest þá draga þeir til sín allt sem þeir geta til að halda lífi. Og hvað á það að þýða að fara eyða hundruðum milljóna í að þýða pappíra fyrir ESB þegar 60% þjóðarinnar er á móti. Ég legg til að þingheimur verði settur á skítalaun. Og teknir af þeim bílarnir. Svo þegar þeir gera eitthvað í átt að betri stöðu íslands þá fá þeir smá bónus, en engar milljónir þó. Við erum bara að tala um krónur. Ég vil að þeir fari að vinna eins og frystihúsakonur. Þær eru á lámarkslaunum og ef þær vinna vel og hratt þá fá þær bónus. Þá fyrst færi eitthvað að gerast. Verst að þessir bjánar setja sjálfir lög um launin sín.

Birkir Ingason (IP-tala skráð) 8.10.2009 kl. 09:48

2 Smámynd: Anna

20 ara sukkkkk Sjalfstaedisflokksins. Og David Oddsonar.

Anna , 8.10.2009 kl. 10:22

3 identicon

Ég vildi bara óska þess að þetta lið hefði nú barist með kjafti og klóm fyrir landsbyggðina sl 20 ár.Á þeim tíma fækkaði t.d. okkur eyjamönnum um 1000 og það í stjórnartíð Sjálfstæðis og Framsóknarflokks.Þið vitið í góðærinu þegar að menn þeirra og konur græddu á daginn og grilluðu á kvöldin.Við misstum ansi margt frá okkur á þeim tíma til höfuðborgarsvæðisins . Herjólfur fór í rekstur skipafélaga úr höndum heimamanna og svona mætti lengi telja.Við þurfum að losna við hvern einasta pólitíkus sem er á þingi í dag og hefur verið sl 20 ár.Það þarf að skipa hér æðstaráð fólks með flekklausa fortíð og engin pólitísk tengsl fyrr né síðar. Það virðist stefna þá í að til útlanda verðum við að leita eftir fólki til að rétta hér við landið sem sannkallaðir apamenn hafa ráðið ríkjum. Ég held að það sé hægt að líkja hér ástandinu við land Mugabe villimanns.

Ragna Birgisdóttir (IP-tala skráð) 8.10.2009 kl. 10:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband