Slæmar fréttir

Þetta eru ekki góðar fréttir þegar svona blöð sem eru mörg hver ákveðnir hornsteinar í sínu samfélagi leggjast af. Þessi blöð eru stór þáttur af "þjóðarsálinni" í hverju bæjarfélagi en nú eru kreppurklærnar greinilga komnar af fullum þunga út á landsbyggðina. Auðvitað fækkar verkefnum þegar fyrirtækjum fækkar og stærri fyrirtækin sem eru komin víða um land versla allt sitt bara í borginni hjá sinni smiðju og svo framvegis - þetta þekkir maður vel af fenginni reynslu.

Víst hefur líka harðnað í ári hér í Eyjum þrátt fyrir góðærishjal bæjarstjórans við hvert tækifæri - sem ekki allir skilja svo mikið er víst - og það verður forvitnilegt að sjá þróunina hér, sem og víða annrs staðr næstu mánuðina. En það er þó gott að búa við það að geta leitað til bæjarstjórans þar sem allt er grænt ef erfiðara verður að draga fram lífið en nú er orðið. Hef stundum velt þessum orðum bæjarstjórans fyrir mér og hversu mikið ætli hann sé með púlsinn á bæjarlífinu? Ætli hann hafi rætt málin við presta, skólafólk, verkafólk eða er þetta bara einhver tilfinning sem að hann hefur -  Svo skilst manni að tíðn hér sé svo góð og allt í svo miklum blóma en samt veit ég ekki betur en að allar álögur á bæjarbúa séu í hæstu mögulegum hæðum, það leiðréttir mig þá einhver ef þetta er ekki rétt.  .....og svo eru nú fleiri væringar í gangi sem að maður fær ekki skilið en það á ekki heima í þessu bloggi beint.

Vona að menn nái að komi sólinni á loft á ný og að birti til þarna fyrir norðan varðandi þessi mál.


mbl.is Prentsmiðja lokar og vikublað hættir útgáfu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband