Eflaust góðir leikarar en....

...eru þetta stórstjörnur í kvikmyndaheiminum?  Ég þekki varla Þessi nöfn. Ekki það ða ég sé einhver spekúlant í kvikmyndafræðum en þegar maðu rþekkir varla nöfnin þá kallast menn varla stórstjörnur? Er Ashely Young leikmaður Aston Villa stórstjarna? já eð aMark Noble hjá West Ham? Nei en ágætir spilarar samt.

Ekki en stórstjörnur segi ég, en það er vonandi að þessi mynd geri þessum leikurum gott undir höfði.


mbl.is Stjörnur í mynd Sigurjóns
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Natalie Portman lék t.d. aðalhlutverk í öllum nýju starwarsmyndunum. Toby Maguire leikur t.d. Spiderman í öllum spiderman myndunum sem má svo sannarlega kalla Blockbuster-myndir þessa áratugar. Jake Gyllenhall lék m.a. annað aðalhlutverkið í óskarsverðlauna myndinni Brokeback mountain. Þetta eru allt A-lista leikarar, það er alveg á hreinu.

Halldór Berg Harðarson (IP-tala skráð) 5.11.2009 kl. 20:07

2 Smámynd: Gísli Foster Hjartarson

Jújú kannast við Spiderman myndirnar, ekki séð hinar, aldrei nennt að setjast yfir þær - en skoðaði trailerinn aftur eftir að þú segir þetta með Spiderman já og það kveikir ljóstýru!!!!

Vona bara að þessi mynd gangi vel.

Gísli Foster Hjartarson, 5.11.2009 kl. 20:29

3 identicon

Kvikmyndirnar sem Tobey Maguire hefur leikið í hafa halað inn $1,361,605,280 á heimsvísu

Kvikmyndirnar sem Jake Gyllenhaal hefur leikið í hafa halað inn $446,697,535
á heimsvísu

Kvikmyndirnar sem Tobey Maguire hefur leikið í hafa halað inn $1,401,535,034
á heimsvísu

Ansi háar upphæðir.

Vignir (IP-tala skráð) 5.11.2009 kl. 21:07

4 Smámynd: Gísli Foster Hjartarson

En gætu þau ekki hafa verið í smáhlutverkum - he he - og aðrir þeytt rjómann og höfðað til fólks - he he - segi svona - nei nei þetta eru greinilega krakkar sem geta staðið undir nafni.

Gísli Foster Hjartarson, 5.11.2009 kl. 21:54

5 Smámynd: Jón

Natalie Portman: Varð stórfræg fyrir leik sinn í einni bestu mynd síns tíma Léon. Lék síðan í Star Wars nýju og hefur þar að auki leikið í mörgum öðrum frekar stórum myndum, t.d. V for vendetta, Closer. Get ekki sagt að hún sé stærsta kvk-stjarnan en nafn hennar er mjög þekkt og líklega meðal þekktustu kven leikara.

Tobey Maguire:  Hann er frægastur fyrir sinn í Spiderman myndunum að sjálfsögðu en síðan lék hann í Seabiscuit (lék knapann), hann lék aðalhlutverkið á móti Michael Douglas í Wonderboys og var hann mjög góður í þeirri mynd, eins og Natalie þá hefur hann ekki utan þessara mynda leikið í fleiri STÓRmyndum en hins vegar þá er hann eitt þekktasta nafnið í bransanum í dag sem er eflaust góðu gengi Spiderman myndanna að þakka.

Jake Gyllenhaal: ég myndi segja að Jake sé stærsta stjarnan í þessum hópi þar sem hann er gríðarlega vinsæll og þekktur. Hann hefur leikið í nokkrum góðum myndum áður en hann varð þekktur en hann braust út eftir leik sinn í Donnie Darko sem er ein vinsælasta cult mynd allra tíma bæði hjá kvikmyndaáhugamönnum svo og gagnrýnendum líka.  Hann lék í nokkrum frekar vinsælum myndum svo þar til hann lék í stórmyndina The Day After Tomorrow sem var kannski ekki besta mynd sögunnar en það var lagt gríðarlega mikið í hana og hana mætti flokka sem stórmynd. Svo lék hann í Jarhead í aðalhlutverki og þar að auki Zodiac, tvær frekar stórar og vinsælar myndir en sú stærsta er auðvitað Brokeback Mountain sem varð gríðarlega vinsæl og hlaut hann Óskarstilnefningu fyrir leik sinn í þeirri mynd sem er ástæðan fyrir því að Heath Ledger skaust uppá stjörnuhimininn og seinna fékk hlutverkið í Dark Knight. Það hefði líklega ekki gerst hefði hann ekki verið í Brokeback og ég held að það gerist ekki mikið stærra heldur en fjölmiðlafárið í kringum dauða hans.

En já ég veit ekkert hversu mikið þú horfir á bíómyndir svo ég veit ekki hvort að þú haldir þetta vegna þess að þú einfaldlega fylgist ekki svo vel með þessum heimi eða hvort þú hafir bara bent þinni athygli eitthvert annað, en amk. þetta er mín skoðun sem er auðvitað byggð á mínum persónuleika en svo reyndar mikið byggð á umfjöllun og dóma á þessum myndum þeirra líka. 

kv, Jón

Jón, 5.11.2009 kl. 23:55

6 Smámynd: Gísli Foster Hjartarson

Góð samantekt Jón - takk fyrir hana. Get nú ekki sagt að ég liggi yfir bíómyndum þó ég taki mig nú stundum til og góni á nokkrar þá er það oft handahófskennt, og í minni fjölskyldu er ég þekktastur fyrir að velja oftast nær leiðinlegar myndir - þó svo að mér leiðist þær kannski ekki!! Þú telur þarna upp helling af myndum og margar þeirra þekki ég en hef ekki horft á og veit ekki hvort að ég gef mér tíma í það - hef þessa upptalningu í huga um helgina þegar ég leita að einhverju til að sjá. - takk aftur

Gísli Foster Hjartarson, 6.11.2009 kl. 09:23

7 identicon

Portman varð stjarna í Leon. Ógleymanleg mynd. Stimplaði sig svo inn með Star-Wars.

Gyllenthal festi sig í sessi sem Alfa í Brokeback Mountain. 

Og Tobey McGuire, köngulóarmaðurinn sjálfur, sló í gegn í Cider house rules þar sem hann lék á móti Michael Caine. Kannast einhver við Caine? Eða Charlize Theron

Jón Logi (IP-tala skráð) 7.11.2009 kl. 09:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband