Hvar var......

...ég þegar á þessu gekk? Jú ég var hérna heima að rembast við að reka prentsmiðjuna - gekk svona la la en á henni hvíla engin lán og íbúar þessa lands þurfa ekki að hafa áhyggjur af því að ég fari fram á að eitthvað verði afskrifað hjá mér - ólíkt mörgum öðrum þar á meðal varaformanns stærsta stjórnmálaflokksins og margra þeirra er gjarna eru kallaðir "innherjakóngar" - gaman væri að heyra í beinni hvað þeim finnst sem heyptu svínunum út. þar á meðal ritstjóra Moggans og Dóri frændi frá Hornafirði og fleiri - þeir leyfðu svínunum skíta í hverju horni en ætla ekki að þrífa upp sjálfir það skulum við hin fá að sjá um. - skömm af þessu.

Þetta myndaband er náttúrulega bara grín - en gleymum því ekki að sumir sem en sitja á þingi mættu í veislur þessa liðs og sungu lofsöngvana.


mbl.is Stuð með Baugi í Mónakó
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: hilmar  jónsson

Já sumir sitja enn á þingi, aðrir sitja sem ritstjórar og reyna eftir mætti að koma sökk á alla aðra en sjálfan sig..

hilmar jónsson, 17.11.2009 kl. 22:19

2 identicon

Einn veislugestanna blés þjóðfundar um síðustu helgi, hún þekkist þó svo að hún hafi skipt um hárgreiðslu eftir hrun.  Þetta lið situr ennþá allt í kringum borðið í boði skattgreiðenda.

Skattlaus (IP-tala skráð) 17.11.2009 kl. 23:07

3 identicon

Ætli Hilmar hér að ofan, eiga einhverjum annarlegum hagsmunum að gæta að sannanir um Baugs viðbjóðsorgíuna kæmust ekki fyrir augu almennings? 

Svona eins og hefði hentað Reyni "upptekinn" Traustasyni ritsjóra svo asskoti vel að blaðapilturinn hefði ekki verið svona séður um árið.

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 17.11.2009 kl. 23:32

4 Smámynd: Fannar frá Rifi

ef mig minnir rétt þá krossfestu fjölmiðlar DO fyrir orð hans um tilraun til mútunar. ef mig minnir rétt þá fór hann með allt sitt sparifé frá KB. ef mig minnir rétt reyndi hann að setja á lög sem hefði heft völd þeirra og þá drottnun sem þeir höfðu á fjölmiðlum á Íslandi.

Miðað við hvað gerðist þá var Davíð hrekin frá völdum og varð veikur maður eftir þá árás. 

Fannar frá Rifi, 17.11.2009 kl. 23:58

5 Smámynd: hilmar  jónsson

Ef mig minnir rétt kom DO með órökstudda ásökun um mútur. Hann var einn til frásagnar, svona líkt og þegar hann fullyrti um að hann hefði aðvarað um eitt og annað í bankakerfinu fyrir hrun, sem enginn kannaðist við. Ekki einu sinni samflokksmenn hans. Veikur ?..Það eru þín orð Fannar frá rifi..

hilmar jónsson, 18.11.2009 kl. 00:08

6 Smámynd: Gísli Foster Hjartarson

Ég held að það sé alveg sama frá hvaða sjónarhóli við horfum á þessi mál það þarf að taka ærlega til í þessu öllu saman - skipta út miklu af þessu liði og fá ferskt blóð, gæti verið kostur fyrir okkur að fá t.d. fólk eins og Fannar frá Rifi og Hilmar að kötlunum - bara algjörlega nýtt fólk.

Við erum lítið land - þokkalega ríkt af auðlindum og erum land þar sem að allir sem einn ættu að geta haft það þokkalega gott, ef ekki aðeins betra en þannig er því miður staðan ekki.

Í flestum löndum sem að við berum okkur saman við er ekki til vandræða að fæða sig og klæða og skjóta sér þaki yfir höfuðið - án þess að svitna um hver mánaðarmót - hérna kostar þetta þrennt svitaköst hjá megninu af þjóðiinni um hver mánaðarmót.

Gísli Foster Hjartarson, 18.11.2009 kl. 08:43

7 Smámynd: Sigurður Sigurðsson

Nei Hilmar, ekki rétt hjá þér.  Það var 1 vitni að þessu tilboði frá Baugi, hann er alþingismaður í dag og heitir Illugi Gunnarsson.  Hann var á þeim tíma aðstoðarmaður Davíðs.

Rétt skal vera rétt Hilmar !!!

Sigurður Sigurðsson, 18.11.2009 kl. 21:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband