Elsku besti Sigmundur Davíð!

Er hinn ástkæri Sigmundur Davíð að missa sig? Ekki hefur hann mikla trú á blessuðu fólkinu sem vinnur í grunnatvinnuvegunum og ef ekki væri fyrir það fólk þá veit ég ekki hver staðan í þjóðfélaginu væri í dag. - Þetta var ekki liðið sem missti sig í bullinu og þetta lið á skilið meiri virðingu en þú gefur í skyn kæri vinur.

.......„Skattar eru þess eðlis að þeir ýta frekar undir landflótta sem er mikið vandamál nú þegar. Þeir leggjast á þá sem hafa meðaltekjur og rúmlega það, fólk sem hefur möguleika á að fá vinnu hvar sem er, ekki síst á Norðurlöndunum. Þetta er fólkið sem er nauðsynlegt til að búa til verðmæti og mynda skattstofnana. Því er verið að eyðileggja skattstofnana,“ segir Sigmundur.

Var það ekki þannig Sigmundur minn að lálaunafólkið kom fótunum undir samfélagið  og fólkið með rúmlega meðaltekjurnar missti sig og sigldi okkur með aðstoð hátekjufólksins og sofandahætti stjórnvalda þangað sem við erum í dag.

Ef að fólkið er ekki til í að taka þátt í að byggja upp landið sitt þá má það bara fara - svo einfallt er það - hélt að menn eins og þú vissuð það að það er engin ómissandi. Held því miður að þessar skattbreytingar séu óumflýjanlegar og það skondna er að lálaunafólkið kvartar minnst - hefurðu spáð í það.


mbl.is Ýtir undir landflótta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Meira ruglið í þér. Ég er einn af þessum harðsvíruðum millitekjumönnum sem í hugsunarleysi keypti 5herbergja blokkar íbúð undir fjölskyldu mína og greiddi næstum helming út í PENINGUM. Fékk mér 7 ára (nú 10 ára) gamlan bíl, var ekki búin að fá mér flatskjá þegar allt hrundi. Nú ert farið og ég sennilega á förum líka.....

Snorri (IP-tala skráð) 18.11.2009 kl. 23:46

2 identicon

Ætli Sigmundur sé á förum?

stefan benediktsson (IP-tala skráð) 19.11.2009 kl. 00:45

3 Smámynd: Gísli Foster Hjartarson

Snorri auðvitað má ég ekki alhæfa svona um að meðaltekjufólkið hafi allt verið um borð í freygátunni - þykir svo sannarlega leitt að heyra hvernig fyrir þér og mörgum öðrum er komið -

Fasteignaverðið sem bankarnir og fasteignasalar komu upp var heldur ekki í lagi, og það var ekkert eðlilegt við þá verðmyndun og hækkanir, ég geri ráð fyrir að þú hafir verið dreginn þar inn á teppi og "plataður" eins og þú segir í hugsunarleysi. Hugsaðu þér með allt þetta framboð af íbúðum í gangi samt hækkaði verðið bara endalaust, yfirleitt er það að þegar allt fyllist af íbúðum þá stendur verðið í stað eða lækkar, hefði ég haldið. - vona að hagur þinn vænkist

Stefán ég veit ekki hvað Sigmundur er að pæla.

Gísli Foster Hjartarson, 19.11.2009 kl. 06:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband