27.11.2009 | 09:50
Það væri gleðiefni
Mikið myndi é ggleðjast yfir því ef boltinn dytti inn á RÚV. Finnst reyndar kominn tími á að RÚV bæti við sig RÚV 2 sem notuð er undir svona hitt og þetta eins og t.d. beinar útsendingar frá sérstökum viðburðum eins og HM í einhverjum greinum, ólympíuleikum, setningu Listahátíðar í Reykjavík, Eldhúsdagsumræðum og slíkum viðburðum. Verður forvitnilegt að sjá hvort af þessu verður, yrði þá líka forvitnilegt að sjá hvort sama hagsmunagæslan ætti sér stað við val á leikjum til að senda út beint og hefur klárlega verið á Stöð2 sport þar sem að ákveðnum liðum hefur klárlega verið gert hærra undir höfði en öðrum.
Íslenski fótboltinn á RÚV? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Pepsi-deildin | Facebook
Athugasemdir
Tja er það gleðiefni?
Mer líst vel á þetta ef þeir verða komnir með RÚV 2 eins og á að koma fyrir HM
En ef það gerist ekki þá er ég pínu hræddur um að þetta endi eins og handboltinn. Nema kannski ekki eins slæmt!
Hemmi (IP-tala skráð) 27.11.2009 kl. 11:50
Ég tel þetta vera mjög góðar fréttir,vonandi fær maður að sjá þá kanski leiki með einhverjum fleiri liðum enn bara FH og KR.;)
Úlfur Karlsson (IP-tala skráð) 27.11.2009 kl. 13:34
Úlfur þú sem Frammari hefur séðr tölfræðini yfir sýnda leiki Fram versus t.d. KR,FH og Valur? Það hallar alveg svakalega á Fram minnir að samtals síðustu 2ár nái ekki einu sinni öðru árinu hjá t.d. KR og FH
Gísli Foster Hjartarson, 27.11.2009 kl. 20:11
Eru þetta ekki meira eða minna allt FH ingar og kringar á stöð tvö,Rúnar Kristinsson(Kringur)Tómas ingi(að vísu eyjamaður)Höddi magg(FH ingur)Gummi ben(Kr ingur)Maggi Gylfa(KR ingur,hefur að vísu víða komið við man ekki hvar hann var síðast.)Það greinilega skipitir öllu máli ,hvort um sé að ræða Jón eða Séra jón.Hvenær hefur frammari unnið sem íþróttar fréttamaður síðan Ómar Ranarsson hætti t.d???????
Úlfur (IP-tala skráð) 27.11.2009 kl. 23:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.