Hommar hér og hommar þar

justin.jpgAlveg er ég viss um að það eru hommar alls staðar, líka í Fíladelfíu.

Heyrði frétt á BBC um daginn um samkynhneigð og fótboltan í englandi, þ.e.a.s. karlpeninginn. En þar er nokkuð notað að tala um leikmenn í niðrandi tón sem homma ef þeir þykja ekki þetta eða hitt.

Leikmenn vilja meina að þetta sé algengara en komið hefur fram í dagsljósið. Mig minnir að Justin heitinn Fashanu sé eini atvinnumaðurinn sem komið hefur opinberlega út úr skápnum meðan á ferlinum stendur. Justin hengdi sig ef að ég man rétt við lok ferilssins en hann hafði ekki átt sjö dagana  sæla eftir að hann kom út úr skápnum en hann lék nú t.d. stuttan tíma með mínum mönnum í Brignton, en bærinn er nú nokkuð þekktur fyrir sitt samkynhneigða samfélag .

Í mars á þessu ári var stofnað the Justin Fashanu All-stars lið við sérstaka athöfn í Brighton. Liðið var nefnt í höfuðið á Justin og var sett á laggirnir til að berjast gegn homophobiu í fótbolta og til að keðja samkynhneigðum tækifæri til að opinbera sig þó svo að þeir spili fótbolta sem atvinnumenn. Átakið nýtur stuðnings enska knattspyrnusambandsins.


mbl.is Hommar velkomnir í Fíladelfíu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Róbert Björnsson

Það er virðingarvert að enska knattspyrnusambandið styðji þetta átak - en betur má ef duga skal.  Við sjáum líka að þeir eiga langt í land með að útrýma kynþáttahatri úr evrópska boltanum þrátt fyrir mikla herferð.  Vandamálið er held ég ekki leikmennirnir sjálfir heldur "menningin" í kringum aðdáendurna...fótboltabullurnar svokölluðu sem eftir sjöunda bjórinn sjá sig sem holdgerfing karlmennskunnar og þjóðernis síns. 

Hugarfarsbreytingin verður að fara fram í yngstu flokkunum en það er gríðarlega mikilvægt fyrir t.d. samkynhneigð ungmenni að hafa fyrirmyndir í boltanum eins og Justin Fashanu - svo þau telji sig hafa val um að halda áfram í íþróttum án þess að þurfa að lifa í felum.

Fyrir um tveimur árum kom breski körfuboltamaðurinn John Ameachi úr skápnum en hann lék um árabil í NBA deildinni.  Þetta olli heilmiklu fjaðrafoki í Ameríku og fyrrum Miami Heat stjarnan Tim Hardaway lét hafa eftir sér "I hate gay people".  Fyrir þessi ummæli var honum meinað að vera viðstaddur All Star leikinn það ár - en í upphafi yfirstandandi leiktímabils var greinilega allt fyrirgefið og hann heiðraður í Miami og treyja hans hengd upp í rjáfur.   

Sir Charles Barkley varði hins vegar Ameachi og sagðist þess fullviss að á sínum ferli hefði hann átt fjölmarga samkynhneigða liðsfélaga.

Róbert Björnsson, 29.11.2009 kl. 16:30

2 Smámynd: Róbert Björnsson

Varðandi homma í Fíladelfíu og öðrum hvítasunnusöfnuðum - ó jú...þeir eru all-nokkrir því miður.  Því miður segi ég því það hlýtur að fara mjög illa með sálartetur þeirra og þess eru of mörg dæmi að slíkt hefur endað illa.  Þau eru ófá sjálfsmorðin sem má rekja til sálarmorða í Jésú nafni.  Og ábyrgð trúarsafnaðanna er að sjálfsögðu engin.

Róbert Björnsson, 29.11.2009 kl. 16:37

3 identicon

Æ takk fyrir þetta blogg,ætli örvhentum einsöngvurum sé líka bannað að syngja í fíladelfíu? Það er áætlað að ca.10% alls mannkyns sé örvhent, eins er áætlað að ca. 10% alls mannkyns sé samkynhneigt. Sem betur fer er hætt að þvinga fólk til að skrifa með hægri hendinni sé það örvhent,og þykir ekkert tiltökumál né fréttaefni.Eins og flestir vita orsakar fáfræðin fordóma,þannig að stundum er gott að kynna sér hin ýmsu mál mannskepnunnar til að átta sig á því hvað hún er mismunandi.Svona er nú bara lífið....

Sigga.

samkynhneigð (IP-tala skráð) 29.11.2009 kl. 18:09

4 Smámynd: Gísli Foster Hjartarson

Sæl verið þið Róbert og Sigga

Róbert ég var búinn að gleyma þessu með NBA og orð Sir Charles, ef ég man rétt þá fékk hann misjöfn viðbrögð fyrir orð sín, en það hefur nú ekki skipt hann miklu í gegnum tíðina hvað fólk segir um hann og hans ummæli. Margt gullkornið hrökkið af vörum hans í gegnum tíðina. Róbert þetta með rasismann er ótrúlega sterkt en í Englandi þó svo að það hafi nú lagast.

Sigga gott ef þessi tala 10% var ekki notuið í þæti BBC, mundi hana ekki ogvildi ekki setja eitthvað fram sem liti út eins og eitthvert bull, þá er skárra að segja ekkert.

Gísli Foster Hjartarson, 29.11.2009 kl. 20:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband