Verða RÚV einir eftir?

Það skyldi þó ekki vera svo að eftir einhverja mánuði verði RÚV einir á markaði. Við vitum af breytingunum í kringum Skjá 1. Staða 365 hefur reyndr lengi verið tæp eftir því sem menn segja, og ekki rennir þessi saga styrkari stoðum undir trú manns á fyrirtækinu. Ætli það myndi redda stöðvunum að draga RÚV útaf auglýsingamarkaðinum? Ég er ekki svo viss um það. Kannski að þeir sem fengu Moggann á spottprís geti tekið 365 inn í pakkann á kostakjörum? - Hver veit

Er nánast viss um að svona smá þjóð getur ekki borið allar þessar stöðvar


mbl.is Hátt skuldahlutfall hjá 365
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur St Ragnarsson

Við höfum getað það hingað til en okkur Íslendingum búsettum á klakanum fer víst fækkandi...

Guðmundur St Ragnarsson, 4.12.2009 kl. 23:27

2 Smámynd: Gísli Sigurðsson

Það er nú ekki beint hægt að segja að við höfum getað það hingað til eins og skuldasöfnun 365 er og öll sú hryggðarsaga og allar milljónirnar sem eru afskrifaðar af taprekstri RÚV ár eftir ár, að maður tali nú ekki um Skjáinn.

Gísli Sigurðsson, 5.12.2009 kl. 12:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.