Ótrúlegt, hreint út sagt

...alveg finnst mér með ólíkindum að menn geti komið saman svona stjórn undir nafni Lífeyrissjóðanna og engin er þar Arnar Sigurmundsson!!!

Ég verð nú að segja að ég er ekki hrifin af þessu brölti á Lífeyrissjóðunum þó svo að þarna sé saman komið hið ágætasta fólk í þessari stjórn, sem hefur komið nálægt ýmsu í samfélaginu, ein helsta von Íhaldsins er þarna t.d.. Vil að Lífeyrissjóðirnir séu ekkert að skipta sér að atvinnulífinu með peningunum sem að maður treystir þeim fyrir.


mbl.is Ágúst Einarsson stjórnarformaður Framtakssjóðs Íslands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Bragi Sigurðsson

Já ég er alveg sammála um að þetta er all ískyggilegt. Ég ætla að vista þessa frétt og horfa aftur á hana eftir nokkur ár þegar búið er að klúðra peningunum okkar í einhvers konar hjálparstarf.

Og engum dettur í hug að spyrja okkur álits sem eigum þessa peninga.

Jón Bragi Sigurðsson, 13.12.2009 kl. 18:57

2 identicon

Það var þá lagið hjá þeim,,,Ágúst Einarsson,,,kvótaeigandi og braskari gerður að framkvæmdastjóra.Nýja Íslandsbyggingin  byrjar kjánalega.

Númi (IP-tala skráð) 13.12.2009 kl. 20:31

3 identicon

Nei Nei og Guðfinna Bjarnadóttir og Þorkell Eimskipsgaur,,,ja hér.

Númi (IP-tala skráð) 13.12.2009 kl. 20:33

4 identicon

Mig grunar að engin þessara nefndarmanna séu ekki í neinum af þessum sjóðum sem eru þarna komnir undir einn hatt,þarna fá þaug að leika sér með annara manna fé.Allt vanhæft fólk að mínu mati,hvar er fagmennskan og hvernig verða raunávöxtun þessara sjóða sem þarna koma að.

Númi (IP-tala skráð) 13.12.2009 kl. 21:26

5 identicon

Mér finnst með ólíkindum að einhverjir karlpungar úti í bæ geti ákveðið að ráðskast með annara manna fé ÁN ÞESS AÐ NOKKUR  af eigendum fjárins hafi leyft þeim það - HVAÐ ÞÁ beðið þá!!

Þetta er bara eitt ránið í viðbót gott fólk og greinilega að það á að leyfa því að gerast í íslensku þjóðfélagi um hábjartan dag.

Margrét (IP-tala skráð) 14.12.2009 kl. 02:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.