...og Gísli Hjartarson

0105673869.jpgÉg mun verða í framboði þarna líka, enda búinn að skila öllum gögnum inn vadkvæðalaust, ja enma að pósturinn ahfi týnt gögnum sem að ég póstlagði um daginn.

Ég mun nota þetta blogg mitt hér til að fjalla um mín hugðarefni og vonast eftir líflegri umræðu, endilega að fá sem flest sjónarmið. Þó ég sé í framboði þá verð ég nú að hlusta eftir því sem fólk hefur fram að færa - annað væri hræsni - og eflaust mun ég læra eitthvað og eflast á því.

svo er ég með síðu á Andlitsbókinni líka hér er linkur á hana

og........

Það að hafa tækifæri til þess að bjóða sig fram til þátttöku við að móta nýja stjórnarskrá lýðveldisins er mikil áskorun. Ég ákvað að bjóða mig fram til þess verkefnis, og vonast til að ná kjöri. Nái ég kjöri mun ég mæta til leiks af opnum hug og vinna af heilindum og einset mér um leið að standa undir því trausti sem mér væri sýnt. Ég vil leggja mitt af mörkum til þess að stjórnarskráin verði stjórnarskrá fólksins, stjórnarskrá þar sem einstaklingsfrelsi og mannréttindi séu tryggð. Sett séu skýrari mörk á vald og ábyrgð stjórnvalda.. Ég vil jafnframt að hún feli í sér virkara og beinna lýðræði og tryggi að m.a. eignarhald auðlinda liggi hjá þjóðinni.


mbl.is Margir vilja á stjórnlagaþing
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristinn Karl Brynjarsson

Líst vel á þetta vinur.  En í guðana bænum (Vestmanneyjabænum) skiptu um mynd af þér á Facebooksíðu framboðsins. :-)

Kristinn Karl Brynjarsson, 15.10.2010 kl. 15:49

2 identicon

Rosalega líst mér vel á það - þú átt minn stuðning þar!

Ól iJói (IP-tala skráð) 15.10.2010 kl. 16:08

3 Smámynd: Gísli Foster Hjartarson

Takk piltar - Já Kalli var bara ekki búinn að fá þessa mynd sem hér er með í hús en hún er að detta inn þarna líka. Hin myndin er alltof mikið ekki ég.

Gísli Foster Hjartarson, 15.10.2010 kl. 16:40

4 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Þú ferð á minn 25 nafnalista.

Kveðja að norðan.

Arinbjörn Kúld, 15.10.2010 kl. 16:45

5 Smámynd: Gísli Foster Hjartarson

Takk fyrir það Arinbjörn - bestu kveðjur norður til þín og fjölsk., skyldmenna minna sem og annarra.

Gísli Foster Hjartarson, 15.10.2010 kl. 19:35

6 identicon

Þetta er gott hjá þér Gísli!

Ólöf Margrét (IP-tala skráð) 16.10.2010 kl. 00:09

7 Smámynd: Gísli Foster Hjartarson

Takk fyrir það Ólöf Margrét

Gísli Foster Hjartarson, 16.10.2010 kl. 11:14

8 identicon

Til hamingju, ég er stoltur af því að vera vinur þinn:)

Láki (IP-tala skráð) 16.10.2010 kl. 21:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.