21.2.2011 | 10:38
Kominn á skjálftavaktina
Gott og vel karlinn ætlar ekki að bjóða sig fram eftir 4 ár, en ansi er ég hræddur um að það geti orðið of seint miðað við hraðann sem er á málum í hans heimshluta þessa dagana. Menn gætu verið búnir að sparka honum út í hafsauga eftir einhverja mánuði.
Þessar hræringar í Afríku og miðausturlöndum eru eitthvað sem er "spennandi" að fylgjast með þessa dagana. Að sjá allt þetta fólk sem gengur jafnvel í veg fyrir byssukjaftana í þeirri von að það sjálft eða fjölskylda og vinir eignist betra líf er ótrúlegt. Fólk er til í að fórna lífi sínu fyrir betra líf fyrir fólkið í kringum sig. .....hér börðu menn potta og pönnur og köstuðu eggjum, en fóru svo bara heim. Við höfum ekki þessi element i okkur að gera þetta á þennan hátt, enda sennilega ekki þörf á því hér þrátt fyrir að ekki séu allir sáttir, en hver vit hvað framtíðin ber í skauti sér?
![]() |
Forseti Súdans mun ekki sækjast eftir endurkjöri |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.2.2011 | 21:38
Lárus er með þetta
Lárus hittir naglann á höfuðið svo um munar þarna þegar hann kemur þessu á framfæri:
Jafnframt segir Lárus mikilvægt að þjóðin fái greinargóða kynningu á samningunum, en hann hefur áður gagnrýnt skort á henni. Hann telur að sú kynning eigi ekki að vera frá stjórnmálamönnun en fremur samninganefndinni sjálfri. Það myndi hjálpa mikið til og þjóðin þá geta tekið upplýsta ákvörðun.
Þessu hafa margir kallað eftir og nú er kannski kominn tími á að almenningur geti áttað sig á því hvað það er sem menn eiga við með því að vilja ganga að þessu samkomulagi. Hvað er það sem sumir hræðast en aðrir ekki.
![]() |
Skýrir kostir í stöðunni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
20.2.2011 | 18:16
Glott
![]() |
Man.Utd gegn Arsenal í bikarnum? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.2.2011 | 17:54
3612 bíður átekta
Nú situr maður bara og bíður. Ætla menn að láta kjósa aftur til Stjórnlagaþings? Vilja allir sem buðu sig fram síðast vera áfram í pottinum? Verður kannski ekki boðið upp á það? Hver verður framkvæmdin? Þetta eru allt bara vangaveltur og ekkert annað eins og er og því engin ástæða til þess að vera að fara á taugum í þessu eins og er.
......maður situr bara og bíður, rólegur að vanda.
![]() |
Tvöfaldar kosningar hugsanlegar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.2.2011 | 10:28
Nú svitna margir
![]() |
Forsetinn kominn að niðurstöðu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
19.2.2011 | 19:41
Lykilatriði vantar í fréttina.
Ég skil vel að Lee gefi út þá yfirlýsingu að hann sé sáttur hvernig þetta fór fyrir Alþingi fyrir það fær hann borgaði og ég sjálfur er ekki frá því að ég sé sammála honum. Hann vill jú fá útborgað, en ég er á launaskrá annarsstaðar!
Það sem menn klipptu út úr viðtalinu og birtu ekki var hins vegar það að í lok viðtalsins lýsti Lee Bucheit því yfir að hann hefði í hyggju að taka þátt í Mottu-mars keppninni en hann er annálaður skeggapi og hefur þegar tekið stefnuna á sigur.
![]() |
Ánægður með að Icesave-lög voru samþykkt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.2.2011 | 18:23
Ding Dong enginn heima
Þetta er náttúrulega eins dapurt og það getur gerst. Skjóta á fólki í jarðaför, þrátt fyrir að um mótmælanda og mómæli sé að ræða. Er ansi hræddur um að yfirvöld séu ekki alveg að gera sér grein fyrir að það verður hægara sagt en gert að berja niður þessi mótmæli með ofbeldi og hervaldi. Fólk er búið að fá nóg og vill breytingar og eins og það sé ekki nóg þá er fólki í þessum norður-Afríku löndunum núna tilbúið að ganga lengra en það hefur gert áður.
Núna er atgangurinn mestur í Norður-Afríku, (og kannski austurlöndum nær, en þetta á eftir að breiðast út suður eftir Afríku það er ég viss um. Það verður hasar á þessum slóðum, meiri en verið hefur, næstu 4-5 árin.
![]() |
Skotið á útfarargesti |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.2.2011 | 17:24
Tap en samt....
![]() |
Birmingham og Stoke áfram |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.2.2011 | 14:33
Karlinn hristir þetta af sér
Tryggvi Guð eins og gárungarnir kalla hann hér á skerinu í suðri hristir þetta nú væntanlega af sér og verður kominn á flug áður en hann sjálfur veit af. Auðvitað er slæmt að verða fyrir svona hnjaski en menn með þessa reynslu eins og Tryggva halda alveg haus. Karlinn verður að vera klár í 10 mörk í sumar
Synd að tapa þessu i gær eins og ég sagði en lifið heldur áfram og nú er framundan að sjá mávarna af suðurströndinni reyna að brjóta keramikkarlana frá Stoke - áfram Birghton
![]() |
Tryggvi vonast til að spila með gips |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
18.2.2011 | 23:34
Maðurinn sem við........
![]() |
Pape með tvö gegn Eyjamönnum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
18.2.2011 | 22:05
Á þorrablótin með þetta!!!!
![]() |
Hrossasæði á matseðlinum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
18.2.2011 | 21:40
Stórleikurinn á morgun
![]() |
Drogba byrjar en Torres og Luiz ekki með |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
18.2.2011 | 16:44
Sanngjörn launahækkun
Það verð ég að segja að þetta er sanngjörn launahækkun - alveg spot on eins og maður segir!!!!! Nú bíður maður bara eftir því að aðrir fái launahækkanir í sömu hlutföllum. Held að fiskvinnslufólk, kennarar, prentarar, bakarar, ræstitæknar og aðrir hljóti bara að setja fram kröfur um eitthvað í svipuðum anda og þetta og fá það í gegn. Athugið að þarna erum við bara að tala um álag. Launahækkanir hljóta svo að koma ofan á þetta. Það held ég að maður svitni við gerð verðskrár fyrir prentsmiðjuna þegar þessar launa og álagshækkanir skella á......kemur sér að það verða fleiri í sama gír.
Hljóta að vera ánægðir með þessa niðurstöðu bræðslukarlarnir hérna niður frá þar sem smáaura hækkanir þeirra áttu að setja þjóðarbúið á hliðina. ......maður veltir fyrir sér hvort þetta fólk kunni ekki að skammast sín?
Hér hlýtur brátt að verða alvöru bylting.
![]() |
Dómarar fá 101.000 kr. launahækkun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)