6.3.2011 | 21:52
Til hamingju mínir menn
Eitt af markmiðum vetrarins komið í höfn. Nú þarf að reyna að landa sigri í Frostaskjólinu, svona upp á sálfræðina ef að það kæmi til þess að liðin myndu mætast í úrslitakeppninni.
Til hamingju þið þarna fyrir vestan
![]() |
Snæfell deildarmeistari karla |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
6.3.2011 | 21:46
Til hamingju.....
![]() |
Valur Reykjavíkurmeistari |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.3.2011 | 15:55
Frábært!!!
Frábært að bændur segjast vera að fá miklu betra verð erlendis en hér innanlands. Gott að þeir eru að gera það gott. Fyrst að menn gera það svona gott með þá er kannski hægt að byrja að huga að því að draga úr styrkjum til bænda á Íslandi?
Svo er náttúrulega fyndið að þeir tala um að útflutningurinn gefi þeim svona mikið en þeir leggjast alfarið á móti innflutningi, ja nema þá gegn háum tollum og ýmsum haftamöguleikum þeim í hag. Það er eitthvað svo týpískt íslenskt - því miður
![]() |
Bændur leggjast gegn ESB aðild |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
6.3.2011 | 15:37
Fyrir ekki svo löngu.....
....hitti ég káta stuðningsmenn United. Þessir stuðnignsmenn voru kokhraustir og töldu góðar líkur á að United gerði það sem Arsenal gerði fyrir nokkrum árum og fór taplaust í gegnum heilt tímabil af deildarleikjum. Margt hefur breyst á skömmum tíma, eins og oft vill verða, og nú eru komin 3 deildartöp hjá United, sem ég man eftir, gegn Wolves, Chelsea og nú Liverpool. Þetta breytir þó ekki þeirri staðreynd að United er með 3ja stiga forskot í deildinni og en líklegast allra liða til að verða meistarar. United menn geta meira að segja en landað 3 dollum þetta tímabilið.
Það gleður mig að Suarez er að standa sig hjá Liverpool. Minn maður í úrvlasdeildinni, en sá Úrúgvæi sem ég hef mestar mætur á þessa dagana er Gus Poyet stjóri Brighton.
Til hamingju Liverpool menn með því að hleypa smá lífi í efri hluta úrvalsdeildarinnar.
![]() |
Kuyt með þrennu í sigri Liverpool |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
6.3.2011 | 11:44
Eru menn ekki að grínast?
Ég held að menn hljóti að vera að grínast með þessa fyrirsögn. United eru efstir í deildinni. United er með í ensku bikarkeppninni. United er en með í Meistaradeildinni. United menn verða efstir þó svo að þeir tapi í deildinni í dag.
Er ekki nær að segja að Liverpool menn komi særðir til leiks í dag? Liðið hefur engan veginn staðið undir væntingum í vetur. Með sigri í dag verða þeir samt 18 stigum á eftir United - við skulum ekki hugsa út í stiga fjöldann ef Liverpool tapar. Liverpool menn eru að berjast við að komast í Evrópukeppni í haust. Með sigri í dag verður Liverpool en 6 stigum frá Meistaradeildarsæti, og Chelsea á inni 2 leiki á þá.
Þannig að þó að það vanti einhverja hjá United í dag, já og sennilegast vantar einhverja hjá Liverpool þá veit ég ekki hvort hægt sé að segja að þeir komi særðir til leiks - það er mín skoðun.
![]() |
Koma særðir til leiks á Anfield |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
6.3.2011 | 00:56
Mikil átök framundan
![]() |
Stríðsátök í Líbíu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
5.3.2011 | 19:06
Frábær sigur
Frábær sigur hjá Brighton gegn Carlisle á heimavelli. Sæti í deildinni fyrir ofan nálgast með hverjum leik. staðan var 3-2 fyrir Brighton þegar 90 mínútur voru komnar á klukkuna en leikurinn endaði 4-3 fyrir mína menn.
Full Npower League One table | ||||
1 | Brighton | 32 | 35 | 65 |
2 | Bournemouth | 34 | 26 | 61 |
3 | Huddersfield | 34 | 16 | 57 |
4 | Peterborough | 33 | 15 | 56 |
5 | Southampton | 32 | 27 | 55 |
6 | MK Dons | 35 | 2 | 55 |
7 | Charlton | 32 | 3 | 48 |
8 | Colchester | 34 | -3 | 48 |
9 | Leyton Orient | 31 | 11 | 47 |
10 | Hartlepool | 34 | -11 | 47 |
11 | Oldham | 34 | -4 | 46 |
12 | Carlisle | 33 | 7 | 45 |
13 | Rochdale | 31 | 5 | 45 |
14 | Brentford | 33 | -6 | 43 |
15 | Exeter | 34 | -10 | 43 |
16 | Sheff Wed | 32 | 1 | 40 |
17 | Notts County | 30 | -1 | 39 |
18 | Tranmere | 33 | -6 | 39 |
19 | Yeovil | 33 | -15 | 37 |
20 | Walsall | 35 | -17 | 35 |
21 | Dag & Red | 31 | -11 | 32 |
22 | Swindon | 34 | -16 | 32 |
23 | Bristol R | 34 | -32 | 30 |
24 | Plymouth | 34 | -16 | 29 |
![]() |
Mark Hermanns reyndist sigurmark |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.3.2011 | 16:21
Markaflóð!
Nú er Hemmi búinn að finna "fjölina" fyrir framan markið á ný. Þá er ekki von á góðu fyrir varnarmenn andstæðinganna þegar Hemmi skellir sér fram á við. Er nú ekki mjög berdreyminn maður en ég er þess fullviss að karlinn skorar ein 3 mörk í viðbót á tímabilinu og mun eiga mikinn þátt í að liðið lyftir sér örlítið upp töfluna til vors.
gaman að því sem þulurinn í í þróttafréttunum á Sky News sagði: Hermann Hreiðarsson still going strong and scoring for Portsmouth!!!!!
![]() |
Langþráð mark hjá Hermanni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
5.3.2011 | 16:15
Nú er ég glaður
![]() |
Seinni ferð Herjólfs fellur niður |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.3.2011 | 08:50
Nú er ég gáttaður
![]() |
Óvæntur sigur Fjölnis |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.3.2011 | 22:48
Hverslags krónu er hann með?
![]() |
Segir krónuna kalla á gjaldeyrishöft |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.3.2011 | 21:46
Hvur andsk.....
Það er bara af tölunum að dæma eins og það hafi verið 5 á móti 2 eða eitthvað álíka í fyrsta leikhluta Stjörnunnar og Snæfells. Það getur verið erfitt að grafa sig upp eftir að hafa verið jarðsunginn í fyrsta leikhluta. Þetta líkar mér bara alls ekki. KR-ingar tapa í gær og menn gátu aukið forskot og þa´taka menn upp á þessu - ja hérna hér.
Ég renndi nú bara yfir leikskýrsluna til að sjá hvort Teitur Örlygs væri byrjaður að spila með Stjörnunni, svo öflugt vitkaði þetta, en það er greinilegt að hann hefur látið sína menn taka lýsi fyrir leik og þá er ekki aðspyrja að því.
Jæja menn verða bara að spýta í lófana og mæta í hné háum sokkum til leiks í næsta leik og tryggja 2 stig. Áfram Snæfell.
![]() |
Stjarnan vann meistara Snæfells |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.3.2011 | 18:35
Margrét Lára á flugi..... Til hamingju stelpur
Sérdeilis flottur sigur á milljarða þjóðinni hjá stelpunum. Margrét Lára klárlega á flugi þessa dagana og leikur við hvern sinn fingur. Vona að það verði svo áfram. Maður má samt ekki gleyma sér í einhverju svona skjalli. Fótboltinn er hópíþrótt og allir leikmenn hafa sýnu hlutverki að gegna og öll eru hlutverkin mikilvæg, og tikka inn á sinn hátt.
Leikur við Dani á mánsudag og það verður merkilegur leikur, þó ekki væri nema fyrir þetta: Katrín Jónsdóttir mun þá væntanlega slá landsleikjamet þjóðarinnar í tuðrusparki, sérdeilis frábær árangur hjá henni, í raun ótrúlegur svo ekki sé meira sagt.
Það virðist sem að liðið sé við það að fara yfir þröskuld sem lengi hefur staðið í vegi fyrir liðinu en það er að vinna lið sem eru "stærri" en okkar lið á pappírunum, í mótum. Það er mikilvægur þröskuldur að ganga yfir. Þetta er svipaður þröskudlur og handboltalandsliðið steig yfir á ólýmpíuleikunum í Peking, nema hvað það snérist það að landa verðlaunum því þeir piltar hafa oft unnið stóru liðin en alltaf átt þennan þröskuld eftir. Við vitum öll hvað gerðist í kjölfarið á því. Það er vonandi að þetta flug á kvennaliðinu haldi áfram.
Glæsilegt stelpur en mótið er ekki búið ......koma svo ....Já og alls ekki má gleyma þætti þjálfarns og aðstandenda liðsins í þessu ferli.
![]() |
Ísland vann Kína 2:1 |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)