10.3.2011 | 08:08
Hvað verður með Gunnar?
Þetta verður forvitnilegt fyrir okkur stuðningsmenn ÍBV. Mikið myndi ég skilja Gunnar Heiðar vel að vilja spila í því landi þar sem honum hefur gengið best. Tala nú ekki um hjá þeim þjálfara sem að reyndist honum gríðarlega vel. Kíkti einmitt til Halmstad að sjá Gunnar spila þegar hann var þar. Auðvitað er þetta launalega engin spurning svíarnir langt fyrir ofan okkur í því, engin spurning um það. Það verður gaman að sjá hvernig þetta fer.
Ýmsar spurningar vakna þó í þessu sambandi. Hvernig samdi Gunnar við ÍBV? Á ÍBV kröfu um kaupverð eða var samið um ákveðið gat sem Gunnar gat nýtt sér til þess að reyna fyrir sér erlendis fram að móti? ...svo er hitt hvað fáum við ef Gunnar fer?
![]() |
Norrköping spennt fyrir Gunnari |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
9.3.2011 | 19:58
Til hamingju.....
![]() |
Silfurverðlaun hjá Íslandi á Algarve |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.3.2011 | 19:50
Ekki hringt í mig
![]() |
63% styðja Icesave |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
9.3.2011 | 10:42
Rofar til!!!
Ætli það sé að rofa til í rannsóknum á þessum málum - kannski eitthvað gruggugt sem er að fara að líta dagsins ljós? Það er margoft búið að segja fólki að anda rólega því þetta taki allt sinn tíma, því auðvitað er ekki hægt að handa fólk bara útaf hugarórum einum saman. - vonandi sterk rök að baki þarna.
Ég lýg því ekki að ég sá svipinn á fólki þegar það sá fyrirsögnina á þessari grein mbl.is - fólk er búið að bíða tíðinda af þessum málum með öndina í hálsinum, visst í þeirri sök sinni að eitthvað gruggugt hafi átt sér stað.
![]() |
Kaupþingsmenn handteknir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
9.3.2011 | 08:16
3 með 32 stig
Sérstakt í þessum sigri Suns og Rockets að það gera 3 leikmenn 32 stig. Kyle Lowry hjá Rockets gerði 32 stig rétt eins og Vince Carter og Hakim Warrick hjá Suns. Hakim kom inn í byrjunarliðið fyrir Channing Frye sem fór úr axlarlið í síðasta leik og verður eitthvað frá. Karlinn tók þetta með trompi því 32 stig er það hæsta sem hann hefur nokkurn tíma sett niður í leik. - Vonandi heldur hann þessu áfram.
Marcim Gortat kom inn af bekknum með tvöfalda tvennu og það í 13 skipti í vetur sem hann gerir það eftir að hafa komið inn af bekknum.
Channing Frye er frá en hann hefur sett niður fleiri 3ja stiga körfur en nokkur frá því að tímabilið 2009-2010 byrjaði 304 kvikindi.
Bucks á morgun heima og svo Oralndo heima, yrði gott að vinna þessa 2 leiki.
![]() |
Enn eitt tapið hjá Miami |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.3.2011 | 08:06
Sorglegt
![]() |
Landsdómur vísar kæru frá |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
9.3.2011 | 07:46
365 sér um sína
![]() |
Dýrkeypt HM-áskrift í mars |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
8.3.2011 | 22:51
Grátlegt
Get ekki orða bundist og sagt að það var grátlegt að horfa á þetta í sjónvarpinu. Ber fulla virðingu fyrir þessum verðlaunum og þau eiga svo sannarlega rétt á sér svo ekki sé meira sagt. En að horfa upp á einhvern lítinn sal ekki nærri því fullan af fólki við afhendingu merkustu tónlistarverðlauna sem hægt er að krækja í innanlands er grátlegt svo ekki sé sterkara að orði kveðið.
En hjartanlega til hamingju allir er hrepptu verðlaun. Sérstaklega gaman að sjá Þóri Baldursson hreppa þarna verðlaun. Átti stutt en skemmtilegt spjall við þennan mæta mann á Þjóðhátíðinni í fyrra þegar ég var að vinna þar við að þjóna böndunum undir sviðinu og það var heiður að fá að eiga stutt en skemmtilegt spjall við tónlistarmann sem búinn er að fara um víðan völl í tónlistinni - vel til fundið að heiðra þennan mann.
![]() |
Go plata ársins |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.3.2011 | 10:00
Já hann veit það en......
Finnst þetta frábært:
Við ætlum ekki að semja við Gaddafi. Hann veit hvar flugvöllurinn er í Tripoli og það eina sem hann þarf að gera er að hypja sig og stöðva blóðbaðið," sagði Mustafa Gheriani, sem sér um samskipti við fjölmiðla í höfuðstöðvum uppreisnarmanna í Benghazi.
Er líka alveg viss um að Gaddafi veit hvar flugvöllurinn er en vandamálið er sennilega hvar hann gæti svo lent aftur eftir að á loft er farið!!!!
![]() |
Gaddafi veit hvar flugvöllurinn er |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
8.3.2011 | 09:14
Hlakka til ......

![]() |
„Gríðarlega gaman að vinna með þessum strákum“ |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Pepsi-deildin | Breytt s.d. kl. 09:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
7.3.2011 | 21:18
Góður punktur
Þetta hér þykir mér góður punktur:
Gylfi sagði að einnig þyrfti að banna sveitarfélögum að taka erlend lán þar sem tekjur þeirra væru í krónum.
Þetta á ekki einu sinni að vera spurning.
Svo er náttúrulega kominn tími til að velta hlutunum upp af alvöru hvort ekki eigi að huga að upptöku annars gjaldmiðils, hætta þessum eilífu vangaveltum um hvort eða bara taka þennan slag og ljúka honum.
![]() |
Krónan kallar á breytilega húsnæðisvexti |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.3.2011 | 17:16
Glæsilegur sigur
Það er ég smeykur um að þetta verði að teljast glæsilegur sigur gegn þessu ágæta danska liði. Liðið er að brjóta hvern hlekkinn af sér á fætur öðrum í baráttunni gegn stóru liðunum og er það vel. Lengi hafa þessir hlekkir verið okkur mikil byrði og liðið hefur ekki náð að losa sig úr þeim, ja þar til nú. Þetta er það sem hefur vantað. Þó svo að þetta sé æfingamót þá telja þessir sigrar sálfræðilega og geta hjálpað liðinu við að stilla sig af í leikjum gegn stórum þjóðum síðar.
Glæsilegt stelpur - Til hamingju með þetta
![]() |
Ísland í úrslit á Algarve mótinu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
7.3.2011 | 08:30
Tap en merkilegur leikur
Tap í framlengdum leik, 3 framlengdi leikurinn af síðustu 4 hjá Suns aðeins tapið gegn Boston Celtics þurfti ekki að framlengja. Tvær fyrri framlengingarnar unnust á dramtískan hátt en nú fór ekki svo. Kevin Durrant með einn sinn slakasta leik í vetur - kannski var það ástæðan fyrir því að við áttum möguleika? - skal ekki segja.
En tveir hlutir standa upp úr þarna í þessum leik að mínu mati. Steve Nash fór upp fyrir Isiah Thomas á stoðsendingalistanum - yfir þá sem flestar stoðsendingar hafa gefið í NBA frá upphafi. Nash er kominn í 9066 stoðsendingar. Fyrir ofan hann á listanum eru í þessari röð frá fyrsta sæti og niður: Johns Stockton, Jason Kidd, Mark Jackson, Magic Johnson og Oscar Robertson. Nash er núna 820 stoðsendingum á eftir Oscar og þarf að spila næsta tímabil til að ná honum en með góðu tímabili gæti hann líka farið fram úr Erwin Magic Johnson.
Hitt atriðið er að gamla brýnið Grant Hill sem í síðustu viku átti sinn besta leik í vetur naði því að skora ekki stig í leiknum og það þrátt fyrir að hafa spilað 40 mínútur og 56 sek - er viss um að hann tekur undir með mér að þetta sé ótrúlegt afrek hjá honum - haha.
![]() |
Sextán stiga sigur Lakers í San Antonio |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)