Er Jón flón?

Það verður seint sem ég mun skilja þessa ESB afstöðu og pælingar Jóns þar af lútandi. Að lifa með bundið fyrir augun hlýtur að vera erfitt.
mbl.is Verður að falla frá kröfunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vel gert!

Vel gert hjá þessu öfluga félagi. Starfsfólkið þarna pottþétt búið að leggja sitt á vogarskálarnar. Frábært að heyra að menn ætli aðeins og bæta í veski fólks á þessum árstíma.  Svo hefur mér alltaf þótt vænt um það þegar þeir færa félagasamtökum í bænum styrki á milli jóla og nýárs - það er líka rausnarlega gert.

Þetta fær mig nú líka samt til að spá í hvort ekki sé alveg hægt að hækka líka laun t.d. fiskverkafólks á ársgrundvelli um góðan pening. Sjómenn hafa fengið feita kjarabót með lágu gengi aumkunarverðrar krónunnar og háu fiskverði, sem sér nú sennielga fyrir endann á,  en það hefur ekki skilað sér í landsvinnsluna á Íslandi - því miður.


mbl.is Samherji greiðir 370.000 kr. launauppbót
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Allt á réttri leið....

...ja eða er ný loftbóla á leiðinni?
mbl.is Gjaldþrotum fækkar um 31%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Benítez er með þetta!!!

Chelsea að ná stöðugleika bæði fyrir framan sitt mark sem og mark andstæðinganna - Benitez er með 'etta.

Kemur svo sem ekkert á óvart að United og City skuli vera liðin sem virðast ætla að halda haus inn í tímabilið. Það verður erfitt fyrir önnur lið að ég held að trufla þéssi tvö - spurningin kannski frekar hvort þeirra misstígur sig. Mér hefur fundist City liðið eiga erfitt með að stíga upp í leikjum en samt eru þeir en ósigraðir í deildinni. Það er svona eins og þeir geti oft ekki bara klárað leikina án þess að lenda í vandræðum. Það mun kosta þá á endanum. United einhvern veginn hefur þetta killer instinct sem og leikmenn þeirra virðast hafa meiri trú á því að þeir geti klárað verkið heldur en City menn á stundum. Hlakka til þegar þessi lið mætast nú í upphafi desember.


mbl.is United og City að stinga af á toppnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Getur verið að........

...Sölvi Geir sé einfaldlega ekki nógu góður? Menn þurfa ekkert endilega alltaf að grípa til þessa frasa um að vera í náðinni eða ekki. Þetta snýst jú um að ná árangri, og þjálfari velur það lið sem honum þykir sterkast hverju sinni. Ég myndi skilja þessa afstöðu hans mun betur ef að liðinu gengi ömurlega og vörnin væri hriplek - er það tilfellið? Auðvitað leggur hann sig 100% hjá félaginu - skárra væri það nú - er viss um að hinir leikmennirnir gera það líka. .....menn verða bara að leggja sig fram áfram og grípa svo tækifærið ef að það gefst, það er eina vopnið.

 

  P WDLFA WDLFA WDLFA GDPt  
1FC Copenhagen18 12514016 810255 4411511 +2441 
2Nordsjaelland18 9543317 540216 4141211 +1632 
3AaB Aalborg18 10263321 512158 5141813 +1232 
4OB Odense18 8463025 3141514 5321511 +528 
5Randers18 8462328 5131311 3331017 -528 
6AGF Aarhus18 7562924 2531113 5031811 +526 
7Horsens18 5851824 2431017 34287 -623 
8Esbjerg18 4771719 3241211 15358 -219 
9Midtjylland18 4772429 351119 1261320 -519 
10Sonderjyske18 52112438 1181222 4131216 -1417 
11Brondby18 3781927 2341014 144913 -816 
12Silkeborg18 42121638 117516 3151122 -2214

 


mbl.is Sölvi kveður FC Köbenhavn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Chelsea og Torres

Kannski er ég skrýtinn en mér finnst ótrúlegt að þegar maður horfir yfir magnaðan leikmannahóp Chelsea þó virðist öll umræðan endalaust snúast um Torres og engan annan. Finnst það spes. Torres er partur af heildinni og hefur sem slíkur staðið sig misjafnlega, re´tt eins og aðrir leikmenn liðsins. Jújú hann skorar ekki eins og hann gerði þegar best lét hjá Liverpool. En hann hefur nú átt nokkra ágætisleiki með Chelsea án þess að skora og nokkra góða og skorað. Hann hefur skorað mikilvæg mörk, hann hefur líka klúðrað færum. En hann einn mun aldrei bera þetta lið uppi, frekar en önnur. Þetta er jú leikur liðsheildarinnar. ...og ótrúlegt en sat miðað við umræðuna að þá tekur hann oft meira til sín af leikmönnum andstæðinganna en margir aðrir og það ætti að hjálpa hinum!!!  ...en han er ekki sami ásinn og hann var hjá Liverpool og ég er ekkert viss um að hann nái því flugi á ný.
mbl.is Benítez: Vil vinna fólkið á mitt band
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Formaðurinn Jóker?

Það skyldi þó ekki vera að við förum að sjá sjálfstæðisflokkinn með Jóker sem formann? Enginn kóngur bara Jóker sem nýtur ekki stuðnings nema um 35% stuðningsmanna flokksins. Ef svo verður þá er þetta ekki sá Sjálfstæðisflokkur sem að maður kannast hvað best við. Flokkurinn þar sem stuðningsmennirnir eru síflelt að tala um að flokkurinn þarfnist sterks öflugs leiðtoga. kannski er það bara eitthvert innantómt hjal sem að maður á ekki að hlusta á?   ....það sjá allir sem vilja sjá hver það er af flokksmönnum sem nýtur mests trausts.
mbl.is Hanna Birna ekki í formanninn að óbreyttu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gott að eiga góða að.......

Það er nú aldeilis gott að eiga Baldur uppi í erminni þegar svona fór eins og núna fór. Ekki í fyrsta skipti sem að Baldur kemur okkur til hjálpar - velkominn vinur.

Nú geta menn einbeitt sér að því að koma standi á þá viðbragðsáætlun sem menn ætla að viðhafa vegna hálkunnar sem myndast á leiðinni að og frá Landeyjahöfn i tíðarfari eins og um daginn. Skilst að seint hafi verið brugðist við svellinu sem náði frá þjóðvegi og niður á hafnarkant. Trúi því að bæjarstjórinn og co setji hrygg í málið. Spurning um að við eigum bíl til taks niðri við bryggju sem verður alltaf til taks ef sanda, salta, skafa eða ryðja á veginn upp á þjóðveg 1.


mbl.is Baldur siglir til Eyja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Líf og fjör......

...í undirbúningi fyrir kosningarnar á næsta ári. Hversu gæfulegir allir þessir listar verða verður fólk að gera það upp við sjálft sig. Því við sjáum þetta pottþétt ekki eins öll saman.
mbl.is Gefa kost á sér fyrir Dögun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ekki bara fúlt.....

....heldur eiginlega bara ömurlegt. Kannski skrýtið að vera að tuða yfir því að menn tapi úrslitaleik, en með þetta ágæta lið og á heimavelli þá einhvern veginn finnst manni bara ekki að menn eigi að tapa. En ég óska Stólunum til hamingju - gaman að sjá svo dollu fara eitthvað út á land. Þetta er bara til að efla áhugann. ......ég man nú þá tíð, þanns stutta tíma sem ég var við nám á Akureyri (á síðustu öld) að við keyrðum frá Akureyri og á Krókinn til að sjá Stólana taka á móti Keflavík - þá voru þetta 2 af betri liðunum. Það var hrikalega gaman að fara í Síkið (ef ég mannanfið rétt) á þessum tíma - mögnuð stemning líf og fjör - síðan þá hefur maður alltaf haft pínu velvild í garð Tindastóls, þó að Snæfell hafi verið þá og sé enn mitt lið.
mbl.is Ingi Þór: Fúlt að standa sig ekki betur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þvílíkir yfirburðir

Ótrúlegir yfirburðir Hönnu Birnu eru magnaðir. Skiptir engu þó þátttakan hafi kannski ekki verið meiri en raun ber vitni, því þeim sem eitthvað er annt um verkefnið létu sjá sig og studdu þá frambjóðendur sem þeir höfðu mestar mætur á. Rúmlega 100% meiri stðningur við Hönnu Birnu bara í fyrsta sætið heldur en Illugi fær samanlagt í fyrsta og annað sætið. Er ánægður með árangur Péturs - hef gaman af honum. Brynjar nýliði í framvarðasveit í pólitík og kemur sterkur inn, ekki slæmt hjá honum. Persónulega finnst mér líka Illugi skora ótrúlega vel, þó hann komist ekki með tærnar nálægt hælunum á Hönnu Birnu, hefði haldið að hann myndi ná í mesta lagi 3 sætiHefði alveg viljað sjá Birgi Ármans og Guðlaug Þór neðar, en þeir eru báðir langt frá þeim sætum er þeir sóttust eftir.

Sjálfstæðismenn sem mikið hafa gagnrýnt .þátttöku í hinum og þessum kosningum, skoðanakönnunum eða hvað þeir vilja láta þetta heita geta svo spurt sig um kosningaþátttökuna í prófkjörinu. Er þetta góð mæting eða ekki?


mbl.is Lokatölur í Reykjavík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ætti ekki að koma á óvart

Það ætti ekki að koma neinum á óvart að Ásgeir sé í þessum hópi. Ef einhver Íslendingur ætti að fá sæti þarna þá er það hann. Hann var lykilmaður í sínum liðum, nema hjá Bayern Munchen þar var lífið erfitt. Kannski að þeir hefðu orðið Evrópumeistarar hefðu menn spilað honum í úrslitaleiknum gegn Aston Villa!!! -

æArin hjá Standard Liege voru góð en árin hjá Vfb Stuttgart mun betri. Það gerist ekki oft að Íslenskir leikmenn séu lykilmenn - ásar - í þeim liðum sem þeir spila með á erlendri grundu en Ásgeir var það svo sannarlega. Arnór átti líka góðan tíma sem slíkur en Eiður hefur því miður ekki oft náð sér í þá lykilstöðu. Boltinn svo sem líka pínu breyttur í dag meira álag og mun meira um hrókeringar á milli leikja. Þekki bara ekki nógu vel til sögu leikmanna eins og Alberts, Þórólfs Beck, Ríkharðs og fleiri til að vera að rifja það hér upp. Atli Eðvalds átti nú líka spretti í þýska boltanum á sínum tíma, og þá spruttu Atli Goal skórnir frá Puma fram á sjónarsviðið! - hahaha Those were the days. Teitur Þórðar fór líka umvíðan völl og gerði vel en fæstir þessara stráka verðskulda að komast á þann stall sem þarna er fjallað um enda á þessum lista margir heimsklassa leikmenn.

......eigum við eitthvað að fara að rifja upp hérna í þessum pistli hármarksreglurnar um útlendinga og hvað mátti skipta mörgum inná á þessum árum. - nei geymum það til betri tíma ;)


mbl.is Ásgeir einn af 25 bestu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

...þá er bara að landa dollu

Frábær sigur í gærkvöldi og svo er bara að klára þetta í dag. Áfram Snæfell .....alla leið
mbl.is Hafþór: Sýndi sig hve liðsheildin er sterk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband