En hvað ef.....

... SVN ætlar að hafa um reksturinn í gegnum fyrirtæki sem gerir út frá Eyjum? Jafnvel landar í Eyjum, áhafnir frá Eyjum? Þá gilda varla reglur um forkaupsrétt. VIlja mmenn kannski banna fólki að koma til bæjarfélagsins og gera út eða kaupa fyrirtæki? SVN búin að gefa það út að hún ætli að gera út frá Eyjum. Er þetta upphlaup með að vilja kaupa kvótann þá ekki bara til einskins - kvótinn ekkert að fara úr bænum, eins og er!!!!

Ganagi Elliða og þeim vel í að verja kvótann eigi hann að fara úr bænum.


mbl.is Útgerðir í Eyjum vilja kaupa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekkert grín !!!

Veit ekki alveg hvað ég á að segja um þessa færslu hjá Essien. Veit að þetta er gott fyrir Madrid en hefði haldið að þetta væri slæmt fyrir Chelsea! Auðvitað hefur Essien verið nokkuð frá og ekki alveg á tánum síðustu misseri en ég hef haldið að menn hefðu not fyrir hann hjá Chelsea, ja ekki síður en hjá Real Madríd. ...ég er eiginlega hálfhissa á þessu, en hvað veit ég?
mbl.is Chelsea lánar Essien til Real Madrid
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Högg í andlitið, ja eða ekki

Þetta er högg fyrir útgerð í Eyjum. En er samt ánægður með að menn ætli að gera þetta út frá Eyjum. Hversu lengi það verður kemur svo væntanlega í ljós. Þarna kemur fram að menn ætli að fækka skipum SVN um eitt, en ekki kemur fram hvaða skipi verður lagt/selt. Maður vonar að Bergey og Vestmannaey verði bæði gerð út áfram frá Eyjum, þó svo að eigandinn verði annar en verið hefur. Maður hefur svo sem litið á það í nokkurn tíma að eignarhaldið væri í raun Landsbankans/bankastofnana en ekki B-H. Nú er það komið í ljós og sennilega er nú skárra að eignarhaldið sé í höndum SVN en Landsbankans. Menn halda þá kannski flestir vinnunni og verða áfram búsettir í Eyjum.

Heyrði af því ávinning í gærkvöldi að skjálfti og pirringur hefði farið um menn af því að heimamönnum hefði ekki verið boðið að taka þennan pakka yfir. Veit ekki hvað er til í því, er nefnilega ekki í bænum, og veit ekkert um hvort menn hefðu haft bolmagn í það. En að sjálfsögðu eiga menn að spyrja spurninga um hvernig var að þessum málum staðið. Menn eiga líka heimtingu á að fá hreinskilin svör. Bankinn sem yfirtekur og selur er jú í eigu þjóðarinnar og þeir er þar vinna á launum hjá okkur, öllum.

Vona bara að þessi skip verði sem lengst gerð út frá Eyjum og að reksturinn verði farsæll hjá nýjum eigendum.


mbl.is Ætla að fækka um eitt skip
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þessu ber að fagna

Ef að þessi fyrirtæki eru kominn í stöðu til að geta greitt hraðar niður skuldir sínar er það hið besta mál. Til lítils að vera með þessi fyrirtæki í rekstri og safna bara skuldum - ekki gæfulegur rekstur það. Óhjákvæmlega fylgja oft einhverjar skuldir þessum fyrirtækjum en þegar þetta er orðið eins og virðist hafa veriðþónokkuð um á Íslandi að menn sjá ekki handa sinna skil fyrir skuldum þá er ekki von á góðu. Fagna því ef menn er að ná þessum skuldum niður.
mbl.is Útgerðarfyrirtæki greiða niður lán
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hrunbraskið kíkir í kaffi

Já þá gerðist það sem margir hafa lengi óttast - þ.e.a.s. að Bergur Huginn hverfi úr höndum MK. Margir hafa talað um þetta í langan tíma. Það er ljótt ef menn hafa misst þetta gamalgróna fyrirtæki úr höndunum, já og úr bænum fyrir eitthvert bankabrask. - sorglegt. ....voru skuldir þeirra hjóna ekki sagðar um hvað var það 60 milljarðar á sínum tíma?

Ekki hefur verið hægt að afskrifa þarna meira og meira. Menn ekki getað tekið leikinn á þetta sem þeir tóku t.d. á prentsmiðjuna Odda? Kannski tenglsin við bankastjórnir ekki næg?

Sorglegt að sjá þetta fara svona en það er ekki eins og maður hafi ekki margoft sagt að að þessu hlyti að koma hvort heldur það yrði Bergur-Huginn eða eitthvað annað batterí í Eyjum sem hyrfi á braut. en menn hafa verið kokhraustir og sagt að slíkt væri ólíklegt.

Hef ekki sökkt mér ofan í þetta í dag, er í bústað, en margt sem mig langar að segja, og segi kannski síðar.


mbl.is „Ekki óskaniðurstaða mín“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Alveg er ég viss um.....

....að Bayern fór ekki að borga 40 milljónir punda fyrir Martinez, er viss um að þeir borga fyrir hann í Evrum!!!!! En það er svo sem aukaatriði - það sem verður spennandi að sjá er hvort að þeim tekst að slá á fingur Dortmund og hirða skjöldinn sem þeir hafa unnið tvö síðustu ár. Svakalegur mannksapur hjá Bayern en það hefur bara ekki dugað síðustu ár. Það verður vart liðið að menn klikki eitt árið í viðbót.
mbl.is 38 milljörðum eytt í að endurheimta titilinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sorglegt eintak blessaður

Hann er nú ekki merkilegur pappír blessaður strákurinn, en það skal samt telja honum það til tekna að hann er nú sennilega skárri kostur en Romney fyrir Bandarísku þjóðina. Málið er bara að nái Romney kjöri þá verður Ryan bara ískottinu og fylgjist með.
mbl.is Ryan ákaft hylltur í Tampa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Keikó dreginn á flot!!!

Mér er spurn. Er maðurinn ekki alveg í lagi? Afsal á fullveldi!!! Eru allar þjóðirnar í ESB búnar að afsala sér fullveldi sínu? Eða mun það bara gerast fyrir Íslendinga? Komdu nú út úr torfkofanum vinur.
mbl.is Forsætisráðherrar á Þingvöllum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Svalur og Valur!!!

Menn hljóta að vera að grínast með þessu að segja að menn vilja fá Carroll til að leysa Zlatan af hólmi - eru menn ekki alveg í lagi? Jújú hann getur tekið við af honum sem nafn á leikskýrslu en sem hæfileikaríkur knattspyrnumaður - Nei ég held ekki.

AC Milan liðið reyndar ekki svipur hjá sjón miðað við oft áður og það er ólíklegt að það fari margar hæðir upp á við með því að krækja í Carroll. En það yrði óneitanlega forvitnilegt að sjá hvað kæmi út úr því ef kappinn yrði lánaður þarna suður eftir. Hélt bara að Brendan Rogers hefði verið að tala um að láta hann ekki af hendi strax, en getur vel verið að ég hafi misskilið það.


mbl.is Liverpool og Milan í viðræðum um Andy Carroll
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Flottur hópur

Það er ekkert hægt að velja sterkari hóp að svo stöddu. Þetta er valið, sættum okkur bara við það og vonumst eftir góðum úrslitum, ekki veitir okkur af. Það er skollinn á endurnýjunartími og margir strákar að koma í gegn sem eru margir hverjir miklu, miklu meiri tæknitröll en þeir sem við áttum fyrir og því verður gaman að sjá hvernig tekst að spila úr því. Er alls ekki að segja að það sé nóg að hafa bara tæknilega getu baráttan og viljinn verður líka að vera til staðar og oftast höfum við átt nóg af því en skort hæfileikan til að skapa okkur það sem til þarf til að vinna leiki. - sjáum hvað setur    ......áfram Ísland
mbl.is Eiður Smári ekki með gegn Noregi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Glæsilegt Indriði Áki!!!

Þetta gleður mig að sjá að Indriði Áki skuli setja 2 kvikindi. Gaman að sjá að þessi ungi félagi, sonur stórvinar míns, skuli setja hann og það í tvígang. Ekki oft sem ég fagna sigri Valsmanna í tuðrusparkinu en ég geri það í kvöld.

Til hamingju drengur


mbl.is Keflavík auðveld bráð fyrir Val
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Óvænt uppákoma

Helle er nú aldeilis að koma á óvart. Fyrst röltir hún niður Almannagjá og nú snæðir hún kvöldverð, hvort tveggja með elskulegan forsætisráðherra voran sér við hlið. Þetta kemur manni gjörsamlega í opna skjöldu!!!
mbl.is Situr veislu með Jóhönnu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þekktu hana ekki!!!!

...tóku eftir að hana "vantaði" en spáðu þeir ekkert í þennan nýja farþega? Eða fjöldann sem var í rútunni - er ekki hausatalning?

Þetta er nú samt pínu fyndið þegar niðurstaðan er eins og þarna var.


mbl.is Tók þátt í leitinni að sjálfri sér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband