Sjómannadagshelgin í Eyjum 2012 - líf og fjör

Sjómannadagurinn í Eyjum 2012 er tileinkaður minningu Sigmunds Jóhannssonar teiknara og velunnara sjómanna.

 

Föstudagur 1 júní

Kl 08:00. Opna sjóaramótið í golfi. Alli á Guðmundi VE sér um mótið. Veglegir vinningar. Skráning í síma 481-2363  golf@eyjar.is  skráning og fyrirspurnir til Harðar Orra.
-  
hog@isfelag.is

Kl 14:00  Knattspyrnumót áhafna á Þórsvellinum. Skráning í síma 869-8687

Kl. 16:00. Opnun ljósmyndasýningar Kristins Benediktssonar í Einarsstofu í Safnahúsi.

Kl. 17:00. Opnun ljósmyndasýningar Ómars Eðvaldssonar á Kaffi Varmó.

Kl 17:30 Hásteinsvöllur, minningarmót um Steingrím Jóhannesson. Gamlir jálkar og stirðir úr ÍBV og Fylki heiðra minningu kappans. Glens í hálfleik.

Kl 22:00 Addi Johnsen ásamt félögum í Akóges.

Kl 22:30 Stórtónleikar í Höllinni. Tyrkja Gudda stígur á stokk.

 

Laugardagur 2 júní.

Kl. 11:00 Fiskasafnið. Karl Gauti Hjaltason með fyrirlestur um stjörnufræði og hvenig sæfarendur til forna notuðu stjörnurnar til að vísa veginn. Lúðrasveitin leikur nokkur lög.

Kl. 13:00 Sjómannafjör á Básaskersbryggju.

Sr. Kristján Björnsson blessar daginn.

Kappróður, koddaslagur, sjóhlaup, kararóður, netabæting. Björgunarbátur á floti. Rólan verður á sínum stað.

Björgunarfélag Vestmannaeyja sýnir tæki og tól og klifurvegginn.

Hoppukastalar.

Ribsafari sýnir nýja bátinn og býður upp á ódýrar ferðir.

Leikfélagið verður á staðnum. Popp og flos hjá Fimleikafélaginu.

Kl. 15:00. Á bryggju Sagnheima í byggðasafni. Guggi Matt segir sjóarasögur og Arnfinnur Friðriksson þenur nikkuna.

Kl.16:00 Foreign Monkeys með tónleika á litla sviði þjóðhátíðarnefndar sem verður á Vigtartorginu. Kynna væntanlegan disk

Kl 17:00 tónleikar í safnaðarheimili Landakirkju. Jónas Þórir frá Jaðri kemur með 20 manna kór, Kammerkór Bústaðakirkju og sungin verða lög eftir- og í útsetningu Guðna frá Landlyst. Einnig verður í bænum Kammerkór unglinga úr Bústaðakirkju, undir stjórn Svövu Kristínar Ingólfsdóttur.

Hátíðarsamkoma í Höllinni.

Kl 19:30 Höllin opnar. Lúðrasveit Vestmannaeyja leikur við innganginn.

Kl 20:00 Hátíðarkvöldverður að hætti Einsa Kalda. Matseðill á bakhlið.

Jónas Þórir frá Jaðri leikur undir borðhaldi.

Óvænt uppákoma!!!

Kór Bústaðakirkju opnar dagskrána ásamt Jóhanni Friðgeir tenór og Grétu Hergilsdóttur sópran. Stjórnandi Jónas Þórir.

Arndís Ósk syngur nokkur lög eftir Adele. Undirleikur: Fannar Stefnisson

Hljómsveit Leikfélags Vestmannaeyja tekur á því.

Obbó sí hópurinn tekur lagið og grínast með liðið. Stjórnandi: Biggi á Vestmannaey.

Addi Johnsen tekur gamla Jón og Ellireyjarkvæði

Veislustjóri er Gísli Einarsson landabruggari.

Brimnes tekur við um miðnótt og spilar eitthvað fram eftir degi.

 

Sunnudagur 3 júní.

Kl. 10:00 fánar dregnir að húni.

Kl. 13:00 Sjómannamessa í Landakirkju. Sr. Kristján Björnsson predikar og þjónar fyrir altari. Ritningarlestur. Kór Bústaðakirkju syngur með kór  Landakirkju.

Eftir messu. Minningarathöfn við minnisvarða hrapaðra og drukknaðra.

Lúðrassveitin leikur.

Kristbjörg Sigurjónsdóttir leggur blómsveig frá Sjómannadagsráði og bæjarbúum við minnisvarðann.

Ræðumaður: Snorri Óskarsson.

KL. 14:15. Þyrla LHG mætir til Eyja og tekur björgunaræfingu með Björgunarfélaginu í höfninni.

Kl. 14:30 og 16:30. Sagnheimar á Byggðasafni. Valdar upptökur úr safni Árna símritara af Sjómannadagsskemmtun árið 1956.

Kl. 15:00. Hátíðardagskrá á Stakkagerðistúni.

Lúðrasveit Vestmannaeyja undir stjórn Jarls Sigurgeirssonar.

Hátíðarræða

Snorri Óskarsson heiðrar sjómenn.

Verðlaunaafhending fyrir keppni helgarinnar.

Leikfélagið verður á staðnum og fimleikafélagið Rán.

Hoppukastalar og leiktæki. Popp og flos.

Tilkynningar.

Sæheimar. Opið alla helgina. Frítt inn.

Safnahúsið. Opið alla helgina. Frítt inn.

Kaffi Varmó.

Ljósmyndasýning Ómars Eðvaldssonar alla helgina.

Volcano café

Jógvan og Friðrik Þór alla helgina. Ósofnir..............

Björgunarfélag Vestmannaeyja verður með Sjómannadagsmerkin til sölu á Básaskersbryggju á laugardeginum og á Stakkó á sunnudeginum.

Sjómannadagsblaðið verður selt við Krónuna og Ríkið á föstudag. Einnig á Básaskersbryggju á laugardaginn í Björgunarfélagshúsinu og á Sjómannadaginn á Stakkó.

Eftir helgi verður blaðið selt í Skýlinu og í Kletti.

Sjómannadagsráð sími  869-8687

Borðapantanir í Höllina 698-2572



Aldrei séns!!!

Þð var nú ekki í takt við gang leiksins að Stjörnumenn komust yfir í kvöld. En mistök minna manna kostuðu mark en menn bættu fyrir það með þremur glæsi mörkum. Brynjar með hamar langt utan af velli. Christer hljóp framhjá Stjörnuvörninni eins og þeir væru keilur. Tryggvi með glæsilega aukaspyrnu markamet og við komnir vel yifr. Jeffsy náði svo boltanum undir lokin lék framhjá markmanninum og skoraði. Jeffsy kom inn á fyrir Víði Þorvarðar sem hafði nú bara satt að segja verið nokkuð sprækur. Þá vorum við ekki búnir að skora neitt en spýttum ílófana. Gaman líka ða sjá Gunnar Má koma inn á í lokin - allur að koma til karlinn, átti hörkuskot rétt yfir/framhjá. Svo kom Ragnar Leósson inná sprækur strákur sem ég hef trú á að eigi eftir að reynast okkur drjúgur.

Það hefði nú verið synd að vinna ekki þennan leik. Búnir að vera betri ´aheimavelli bæði gegn Blikum og Fylkismönnum en ekkilandað sigri. Lentum svo undir í dag, afar ósanngjarnt - en það er nú ekki spurt að því í boltanum - en svo bættu menn í og kláruðu þetta með stæl - bara glæsilegt.

Eina jákvæða við leik Stjörnumanna í dag, þeir voru slakir það verður að segjast eins og er - slakasta sem ég hef séð frá þeim á Hásteinsvelli undanfarin ár. var það að þeir tóku Atla Yo frænda út af í hálfleik og því fór hann taplaus af Hásteinsvelli í kvöld - hahahaha en hann hlýtur að hafa verið meiddur því hann var með skárri mönnum Stjörnumönnum í fyrri hálfleik.

á eftir að fá það staðfest, hef eiginnlega engan hitt, en ljótt þykir mér ef satt er að annar ágætir stuðningsmenn Stjörnunnar hafi verið með bjórflösku á veiðistöng með það fyrir augum að ætla Tryggva Guðmunds að bíta á agnið - þetta fengu þeir í andlitið og rúmlega það - kannski veit einhver þarna úti meira um málið.


mbl.is Fjögur mörk og fyrsti sigur ÍBV
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Til hamingju Tryggvi

Glæsilegt mark, frábært met, met sem sennilega verður seint slegið. Ekki leiðinlegt að hafa orðið vitni að þessu fína marki. Nú er að halda haus og bæta aðeins við þetta!!!!! Til hamingju félagi
mbl.is Tryggvi sló markamet Inga Björns
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ensku liðin!!!!!

Væri nú gaman að gefa sér smá tima í að taka saman hversu mörk liðin eru í Englandi nú orðið sem eru í eigu útlendinga. Væri líka örugglega ekki sóun á tíma að taka saman hvaðan allir stjórarnir í 4 efstu deildunum koma - spurning um að fórna Sjómannadagshelginni í svona verkefni!!!!

En þessi rússi er nú búinn að vera með andlitið í Reading í góðan tíma og því kannski kominn tími á að þetta klárist.


mbl.is Reading komið í rússneska eigu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Til hamingju vinkona

Glæsilegt hjá Potsdam, en samt ekkert smá lið sem þarna er á ferðinni. Þá er bara að sjá hvert framhaldið verður.

Hjartanlega til hamingju MLV


mbl.is Margrét Lára þýskur meistari með Potsdam
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bara svona á meðan menn bíða....

....þá er rétt að setja þetta inn með þessum frábæra leikmanni ......og hann er ekki á leiðinni til Brighton!!!


mbl.is Hazard búinn að ákveða sig
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

3 milljónir punda!

Er það ekki nálægt verðinu sem að Whelan vill að Liverpool borgi Wigan ef að þeir ná að plata hann í burtu frá þeim. Minnir að ég hafi heyrt haft eftir honum að það myndi kosta einhversstaðar íkringum þá tölu ef að þeir vildu fá hann. verður gaman að sjá hvað gerist. Ég sem hélt að Liverpool ætlaði að eltast við einhvern hákarl til að taka við liðinu. Hef reyndar mikla trú á Martinez sem stjóra og er þess fullviss að ef að hann fær vinnufrið, ef hann fer til Liverpool þá mun hann ná góðum árangri.
mbl.is Whelan gefur Liverpool frest til fimmtudags
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

En hvað með.......

....öll stóru liðin sem voru að skoða hann? Fregnir hafa verið miklar um hin og þessi stærri lið sem áttu að vera að skoða hann. Ef þetta gengur í gegn verðum við þá ekki að trúa því að það hafi bara verið sögusagnir eins og er. Það kemur kannski eftir eitt ár í viðbót hjá Swansea. Held að það geri Gylfa gott ef þetta gengur í gegn og hann nær samkomulagi við Swansea um launakjör sín. Það er betra að vera stór fiskur í lítilli tjörn heldur en að vera síli í stórri tjörn. Stóri fiskurinn getur bætt á sig til að falla svo kannski síðar betur inn í umhverfið í stóru tjörninni.
mbl.is Swansea semur við Hoffenheim um Gylfa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stórglæsilegt

Aldeilis magnaður árangur en og aftur hjá Crossfit fólkinu okkar. Hreint magnaður hópur af Croddfit fólki sem þjóðin er búin að koma sér upp.

Stelpur frá Íslandi líka í sætum 8, 13, 15 og 17 og svo 5 og 18 í karlaflokki. Ég er sérstaklega ánægður að sjá að Eyjastelpan Hrund Scheving endaði í 13 sæti. Hrund býr núna í Danmörku og hefur verið að ná góðum árangri á danska, og íslenska, vísu. Glæsilegt Hrund til hamingju

hér er myndskeið frá degi 2 af games.crossfit.com síðunni - dagur 3 kemur væntanlega inn í nótt þar sem tímamismunur gerir það að verkum að menn eru að byrja að keppa íhenni Ameríku, ef ég skil þetta rétt.

http://games.crossfit.com/video/crossfit-games-update-regionals-week-5-day-2


mbl.is Annie Mist er Evrópumeistari
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þetta líkar mér

Ánægður með að fólk láti í sér heyra. Finnst þetta í raun skrýtin ákvörðun en hvað er ekki gert í nafni hagræðingar? Þó svo að þetta sé eina bankastofnunin - það kom klárlega ekki fram í Excel skjalinu hjá yfirstjórn bankans. Nú er bara að taka alla peninga út úr Landsbanakanum sínum. Fólk á bara að drífa í því - þá geta þeir pottþétt lokað, enda engin viðskipti í gangi!!  Hvetja aðra banka stofnun til að opna útibú í staðinn!!!!
mbl.is Krefjast þess að bankinn endurskoði áform sín
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er ekki nær......

...að kalla þetta píp?

 

Sá að BBC var með þetta og þar kom margt skondið fram, en þeir eru farnir að nota etta nokkuð mikið í Englandi varðandi hitt og þetta. Lesa jafnvel upp píp (tístið) frá fólki í lok þáttar, eða við upphaf auglýsingahlés


mbl.is Evróvisjón með viðbættu tísti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þetta líka fína blað...

....prentað á Íslandi fyrir unga Íslendinga. renndi nú bara rétt yfir það í morgun þarf að glugga í það þegar ég kem heim aftur - sá þarna áhugaverða hluti, og aðra minna áhugaverða
mbl.is Ungu Evrópu dreift til ungs fólks
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Magnað helvíti!!!

Frábær íþróttamaður þessi elska, nei fyrirgefið ótrúlegur. Slatti af íslendingum að keppa þarna og gaman væri að fá fréttir af fleirum. En Annie er ótrúleg þarna set hérna fyrir neðan myndskeið sem fólk getur skoðað frá í dag. eflaust má finna meira á eþssari síður sem linkurinn er af er bara ekki búinn að skoða.
fékk þennan link frá Hrund Scheving Eyjastelpu sem býr í Danmörku og að keppa þarna, og kemur einmitt fram í myndskeiðinu.

http://games.crossfit.com/video/event-summary-europe-womens-workout-1


mbl.is Annie Mist slær öll met í Köben
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband