Lifi Baldur

Það er ótrúlegt hvað bankarnir eiga að komast upp með í þessu öllu. Ótrúlegast af öllu er nú að sjá allar þessar heimtingar á afskriftum á skuldum sem verið er að fara fram og ekki minnkar furðan þegar bankarnir láta svo sama fólkið og fóru með þessi fyrirtæki fram á bjargbrúnina, og fram af, halda áfram að reka fyrirtækin. Það er mér með öllu óskiljanlegt. Svo bera menn því við að það sé svo mikil þekking sem búi í þessu fólki!!! Hvernig nýtti þetta fólk sér þessa þekkingu? Í hverju er þess þekking fólgin? Er einhver kúnst að reka fyrirtæki í þrot með eilífum lánum og æðibunugangi? Er einhver kúnst að þykjast vera ósigranlegur?  Verð að segja að ég er ánægður með Baldur Björnsson Við skulum gera okkur grein fyrir því að þessi vinnubrögð eru bankarnir að nota ansi víða. En það munu ekki allir njóta velvildar.
mbl.is Múrbúðin kærir mál Húsasmiðjunnar til ESA
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.