KR búið að tryggja sér....

...annað af tveimur sætunum í deildinni í sumar, svo einfallt er það og annað væri í raun skandall. Miðað við það sem lagt er í púkkið í ár í Vestrurbænum sé ég ekkert stöðva þetta. Ja nema að menn taki sig til og klúðri og klúðri leikjum eins og þeir fái borgað fyrir það. Fimleikafélagið verður þarna líka, önnur lið munu svo berjast um bitana sem falla af borði þessara tveggja liða, þ.e.a.s. ef að þeir verða einhverjir! Í raun ættu jú að detta af tvö sæti í Evrópukeppnum. Hvaða lið munu hreppa þau skal ósagt látið á þessari stundu en hitt sýnist mér nokkuð klárt.
mbl.is KR-ingar sömdu við Moldskred
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gísli Sigurðsson

Eina sem ég get séð koma í veg fyrir að KR taki allt í sumar er að menn kunni illa við að sitja á bekknum og einhver óeining skapist í hópnum. Mér sýnist þeir vera með 2 þokkaleg byrjunarlið í sínum röðum og erfiðlega gæti gengið að halda mönnum ánægðum, því auðvitað vilja allir spila hverja einustu mínútu. Ég fer bjartsýnn inn í sumarið, búinn að sjá nokkra leiki með mínum mönnum, Keflavík, og líst bara nokkuð vel á það sem ég hef séð, en hvort það dugar til einhvers í sumar á eftir að koma í ljós.

Gísli Sigurðsson, 2.4.2010 kl. 15:00

2 identicon

KR er stærsta liðið og því ekki skrítið að menn vilji ganga til liðs við félagið. Ég feri með rétt mál þegar ég segi að KR-ingar hafa ekki KEYPT einn leikmann heldur einungis fengið samningslausamenn og leiguliða. fimleikafélagið aftur á móti hefur verið að spreða peningum í samningsbundna menn.

Kristján Guðmundsson (IP-tala skráð) 2.4.2010 kl. 17:31

3 identicon

Er enginn kreppa í Vesturbænum nóg af pening til að kaupa allt sem hreyfist eins og endranær.

Bjarni (IP-tala skráð) 2.4.2010 kl. 20:47

4 Smámynd: Björn Kr. Bragason

KR hefur ekki keypt einn né neinn, allt lánsmenn eða frálsar sölur, hins vegar hefur félagið selt leikmenn fyrir tugi milljóna, og er trúlega búið að lækka launakostnaðinn talsvert líka, enda fóru fjórir af feitustu launatékkunum frá klúbbnum í sumar/haust... eins og ég orðaði í öðru kommenti einhvers staðar; „Ódýrasta tilraun til að „kaupa dolluna“ sem sést hefur lengi “

Björn Kr. Bragason, 3.4.2010 kl. 00:48

5 identicon

Eins og sagt er hér að ofan eru KR að fá 3 leikmenn á frjálsri sölu og 2 á láni, eru ekki að kaupa neina leikmenn. Það eru 8 leikmenn farnir frá síðasta tímabili og 5 fengnir inn, plús það að það voru 2 mjög sterkir leikmenn seldir í fyrra og KR komst í 3 umferð undankeppni Europaleague

Vesturbæjarbúi (IP-tala skráð) 3.4.2010 kl. 01:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.