Áfram gakk 1, 2.......

Það er gjörsamlega allt að verða geggjað í kringum málshöfðanir og lögsóknir á blessuðum klakanum. Nú er bara að vona að það komi eitthvað vitrænt úr þessu og öll mál verði til lykta leitt á sanngjarnan og heiðarlegan máta.

Skil ekki þetta tal um að menn séu að fara offari í hinu þessu. Hingað til hefur þjóðin haldið því fram að andskotann ekkert sé að gerast, þá þögðu útrásarvíkingar þunnu hljóði. Nú þegar einhverjar nýjar kistur eru opnaðar þá væla útrásarvíkingar eins og stungnir grísir á meðan þjóðin andar léttar.

En allir eru nú samt saklausir uns sekt er sönnuð. Þeir sem saklausir eru eiga ekki að hika við að svara  fyrir sín mál.


mbl.is Umtalsvert tjón fyrir Glitni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tómas Waagfjörð

Þetta er rangt hjá þér, menn eru sekir um leið og þeir fremja lögbrot.

En svo er annað mál hvort að þeir dæmist sekir eða ekki, og dómarar eru líka með verðmiða á sér eins og allt annað fólk.

Hver myndi neita milljarð eða tíu í peningum eða gulli fyrir að skrifa eitt orð.

Tómas Waagfjörð, 12.5.2010 kl. 23:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband