Fyllilega sanngjarnt

Fyri hálfleikur framan af frekar svona jafnræði með liðunum, ekkert sérstakt síðan sóttu Eyjamenn í sig veðrið og voru sterkari út hálfleikinn - allt sem kom í teig Eyjamanna kláraði Albert Sævarsson í markinu, sem átti óaðfinnanleganleik í öllu sem hann gerði í dag, nema kannski tveimur útspörkum,  varði vel þegar á þurfti að halda. Fyrstu 10 mínúturnar í seinni voru flottar, sóknir á báða bóga, og bæði lið gátu tekið forustuna. Svo náðu Eyjamenn aðeins betri tökum á leiknum. Fylkismenn missa mann útaf - sanngjarnt eða ekki, sá það bara ekki. Eyjamenn bættu aðeins í og náðu betri tökum og skoruðu verðskuldað, markið skoraði Þórarinn Ingi sem átti góðan leik í dag. Eyjamenn gáfu síðan aðeins tækifæri á sér á síðustu mínútunum en ekki nóg til að Fylkismenn næðu að jafna og Eyjamenn gátu svo bætt við í blálokin en gerðu ekki.

Sigurinn fyllilega sanngjarn. Fylkismenn komu mér svo sem ekkert sérstaklega á óvart nema með tuðinu í sér sem var á köflum fullmikið og það er væntanelga ástæðan fyrir því að þeir fengu stundum spjöld fyrir brot sem að Eyjamenn fengu jafnvel ekki spjald fyrir. Ótrúlegt en satt að þetta er annar leikurinn í röð þar sem að mér finnst dómarinn taka strangar á aðkomuliðinu en ÍBV ég man bar ekki eftir að slíkt hafi gerst frá því í kringum 1997-2000 svei mér þá - oft hafa dómararnir verið komnir með spjöldin á loft á mína menn bara um leið og þeir reima á sig takkaskóna!!!

Athyglisvert líka að Fylkismenn eru ekki búnir að vinna núna í 5 deildarleikjum í röð eftir 2 sigra í upphafi móts. Til að vera leiðinlegur þá verð ég að segja að á köflum í dag var ekkert að frétta hjá þeim, en það vonandi lagast fyrir þeirra hönd.

3 stig toppsætið í bili og áfram ÍBV alltaf alls staðar


mbl.is Eyjamenn komnir á toppinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Smári Jökull Jónsson

Spurning hvort það hafi áhrif á dómarana að ÍBV hefur átt góðu gengi að fagna undanfarið, fylgir því kannski ákveðin virðing... sem á samt auðvitað ekki að vera, því allir eiga jú að njóta sömu virðingar óháð getu og árangri

Smári Jökull Jónsson, 13.6.2010 kl. 18:54

2 identicon

þetta er náttlega bara snilld mínir menn á toppinn, man ekki hvenær þeir voru það síðast var það ekki kringum aldamótin. áfram ÍBV og vonandi heldur þetta fjör áfram.

þórarinn (IP-tala skráð) 13.6.2010 kl. 19:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband