25.6.2010 | 22:24
Enginn Suðurlandsskjálfti í kvöld
40 sekúndur liðnar og Eyjamenn komnir í 1-0 með marki Tryggva Guðs. Uppfrá því var þetta eiginlega aldrei í hættu. nema hvað strákarnir af Suðurlandsundirlendinu byrjuðu seinni hálfleikinn nokkuð vel og pressuðu nokkuð en Eyjapeyjar náðu þremur ágætum sóknum fyrstu 15 mínúturnar og úr þeirri 3ju skoraði Tonny gott mark. Þar með var þetta endanlega búið. Tryggvi setti svo eitt í viðbót áður en honum var skipt útaf - seigur karlinn. Bætti þarna fyrir mislukkaða vítið gegn Vesturbæjarstórveldinu. Ég er alltaf jafn hrifinn af Finni finnst hann búinn að vera frábær í sumar og vonandi heldur hann því áfram. James Hurst lék í kvöld sinn síðasta leik með liðinu á tímabilinu - honum ber að þakka framlag hans framlag til liðsins, ótrúlegt að þetta skuli bara vera 18 ára kvikindi - efnilegur piltur. Áhyggjuefni Eyjamanna er að Tonny fékk spark sem virtist valda snúningi á hné og við því mátti hann ekki eftir þau meiðsli sem að hann varð fyrir í vetur en vonandi hristir hann það af sér. Hann fór reyndar á sjúkrabörum af velli. Liðið lék bara heilt yfir mjög vel og það er gaman að sjá að allir sem einn leggja sig 100% fram, það er enginn að svindla í því verkefni. - Nú er bara að halda haus.
Selfoss liðið olli mér vonbrigðum voru nokkuð slakari en en ég bjóst við. Ég velti því fyrir mér á köflum hvort að þeir bæru bara svona mikla virðingu fyrir liðinu sem lengstum hefur kannski verið svona eins og fjarlæg fyrirmynd fyrir sparkunnendur á Selfossi. Á nú samt erfitt með að trúa því að virðingin sé svo mikil. En þeir þurfa svo sannarlega að bíta í skjaldarrenndur ef ekki á illa að fara hjá þeim í sumar. Ef minni mitt er rétt áttu þeir ekki skot að marki ÍBV fyrr en á 30 mínútu er Ingó Tóta skaut að markinu (það er þó 12 mínútum fyrr en Fylkir um daginn) Það vantaði einhvern neista í liðið.
Ég vil þakka þeim fjölmörgu stuðningsmönnum Selfoss sem lögðu leið sína á völlinn - gaman að fá gott fólk í heimsókn. Stuðningsmennirnir stóðu sig miklu betur en liðið. Skemmtilegur hópur.
Nú sofnar maður góður á eftir, fer ferskur í vinnu og í ræktina í fyrramálið - svo eru það Úrúgvæar kl. 1400, opið hús á 21. Svo væntanlega sjónvarpssófinn með Matt Garner og kannski Yngva Bor á sunnudaginn yfir England - Þýskaland. Tvennt var það í viðbót sem gladdi mig í kvöld. Fyrir leik kom Maggi Tryggva sundþjálfarinn mikli í spjall en hann hafði skellt sér helgarferð til Eyja á leikinn og að heimsækja sitt fólk og svo kom Gunni Sig, gamli markmaðurinn okkar og nú næstum aðalmarkvörður Fimleikafélagsins, og settist hjá mér í seinni hálfleik, það var gott og skemmtilegt spjall - en svo rauk hann í Jónsmessugolfmótið rétt áður en leik lauk!!!!
Tvö frá Tryggva og ÍBV á toppnum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Pepsi-deildin | Breytt s.d. kl. 22:27 | Facebook
Athugasemdir
Til hamingju með þína menn. Það lið sem hefur Tryggva innan sinna raða er alltaf líklegt til afreka. Hann virðist vera fæddur ,,winner". En hvernig var það, var Óli Þórðar að öskra á menn þarna, 7 gul spjöld á lofti?
Gísli Sigurðsson, 25.6.2010 kl. 22:43
Sæll og bless félagi góður:)
Ég er búinn að vera útúr kú síðan á Sunnudagsmorgunn,reyndar alltaf verið svoleiðis:):)
Var í hringferð með hóp af þjóðverjum,var að koma í kvöld:)
Góð ferð og ég sá margt nýtt:)
Já eru Eyjamenn bara á toppnum:)
Skyldu þeir kunna það til loka:)?????
Mér skyldist að Stína frænka mín Har hafi skellt sér á meginlandið og keyrt sjálf eins og herforingi í Reykhólasveitina fríðu:)
Ég set á Enska liðið:)
Bestu kveðjur:)
Halldór Jóhannsson, 25.6.2010 kl. 22:48
Þú nefndir þarna Gunnar Sig, meintirðu ekki örugglega Gunnar undir Sig?? hehe Maður gleymir seint markinu góða sem Gestur Gylfa skoraði hér um árið, einmit undir téðan Gunnar. Það var sko í bikarúrslitaleik ef þú skyldir ekki vera með þetta.
Maður verður bara að ylja sér við svona minningar, trúin á liðið manns er nú ekki meiri þessa dagana, því miður, eins og þetta byrjaði vel.
Gísli Sigurðsson, 25.6.2010 kl. 22:55
Nafni hann var stundum kallaður þetta pilturinn, en þú heyrir mig ekki segja það. Öðlingspiltur hann Gunni, hann hefur átt sína slæmu daga á lífsleiðinni eins og við hinir.
Já minningarnar verður maður að eiga, en man maðu rþegar maður fór niður á bryggju 1979 þegar liðið kom með Íslandsmeistaratitilinn í fyrsta skipti til Eyja, einn af þeim sem fór með mér niður á bryggju þá er í dag þjálfari ÍBV liðsins.
Þú segir nokkuð Halldór, hringferð með Þjóðverjum það hlýtur að hafa verið gaman? Hef alltaf kunnað vel við ÞJóðverja síðan ég bjó þar í hálft ár og svo hefur maður aðeins ferðast umþarna - fyrirtaks þjóð sem að við getum lært margt af. Þú segir nokkuð Stína bara á rúntinum um landið!!!
Ég set á Úrúgvæ á morgun - bið með spádóma um hitt ;-)
Gísli Foster Hjartarson, 26.6.2010 kl. 00:14
Blessadur og säll Gísli. Gódur sigur hjá okkar mönnum í gärkvöldi og sanngjarn eftir thví sem lýsing Moggans greindi frá. Thetta er ansu mikil áreynsla ad vera í fjarlägd og fylgjast med lidinu sínu. En gladur er ég og verd hress thar til nästi leikur verdur. Pistillinn thinn um leikinn og thad sem thú skrifadi í kjölfar leiksins var gaman ad lesaog hafdu thökk fyrir.. Bestu kvedjur frá ÍBV studningsmanninum í Svíthjód.
Þorkell Sigurjónsson, 26.6.2010 kl. 08:44
Sæll Keli
Stuðningsmaður númer 1 bara staddur í Svía ríki. Fáninn þinn var á svæðinu og annar minni ÍBV fáni. Við langtum betri. Hlakka til að sjá þig og heyra rödd þína aftur á vellinum. Þakka hlý orð í minn garð. Bestu kveðjur til Svíþjóðar, eigðu góðar stundir þar og slappaðu vel af.
Gísli Foster Hjartarson, 26.6.2010 kl. 10:29
Nafni, fyrst við erum farnir að róta í minningunum, verð ég að minnast á undarlegan úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn árið 1971. Undarlegan segi ég vegna þess að þá var ekki búið að taka upp regluna um markahlutfall, sem þið höfðuð betra, og einnig vegna þess að við unnum ef ég man rétt þennan leik 4-0. Í kjölfarið urðu miklar deilur vegna þess að Vestmannaeyingar vildu meina að okkar besti leikmaður í þessum leik Birgir Einarsson hefði átt að taka út leikbann í þessum leik. Það var ekki tekið til greina og úrslitin stóðu.
Gísli Sigurðsson, 26.6.2010 kl. 15:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.