Komu fagnandi......

Þrjú góð stig á Hásteinsvelli í dag. Stjörnumenn byrjuðu nú leikinn aðeins betur og hefðu getað komist yfir en Albert varði mjög vel þegar ein leikara stjarnan komst ein í gegn. Skömmu síðar skoraði Sytnik gott mark og kom ÍBV yfir. Aðeins sterkari voru Eyjamenn og Þórarinn Ingi kom þeim í 2ö1 með marki eftir frábæran undibúningi frá Arnóri Eyvari og Eyþóri Helga. Tvö núll og mann fannst fjara undan Stjörnumönnum en þá urðu mínir menn pínu kærulausir og það var eins og við manninn mælt þeir fengu á sig mark rétt fyrir hálfleik. Seinni hálfleikur var svona la la og á köfæum fannst mér mínir menn ekki líklegir til neins, og manni fannst eins og slysið gæti gerst og við fengjum á okkur jöfnunarmark en það gerðist ekki. Ekki taka þessu samt þannig að Stjörnumenn hafi verið með einhverja svakapressu og við ekki komið boltanum yfir miðju. Það var ekki svo. Þeir leið á hálfleikinn var nokkuð jafnvægi með liðunum og niðurstaðan 2-1 sigur ÍBV alls ekki ósanngjörn úrslit. Ljótur blettur á seinni hálfleik var að Tryggvi Guð fékk gult spjald, og fer í leikbann, og það fyrir leikaraskap. Þaðan sem ég sat virtist mér þetta vera hárréttur dómur. Synd að missa Tryggva í bann svona í síðasta leiknum í sumar. Kannski þarf það ekki að vera svo slæmt því ég hef grun um að Keflvíkingar myndu nánast leggja hann í einelti í leiknum um næstu helgi ef hann hefði verið með. Betra að hafa hann utanvallar og láta hann pirra þá þaðan.

Gaman var að sjá í dag að annan leikinn í röð eru yfir 1000 manns í kringum Hásteinsvöll, ekki slæmt í 4000 manna byggðarlagi. Stuðningsmenn Stjörnunnar voru fáir en samt nokkrir. Nú er bara að vona að Landeyjahöfn verði í gír næsta sumar og þá hef ég þá trú að við fáum að meðaltali svona 150-200 stuðningsmenn annarra liða per leik. Það er búbót sem við höfum ekki haft  aðgang að áður.

Það vakti einnig sérstaka athygli fastagesta á Hásteinsvelli að rödd Geirs Reynissonar ómaði ekki um völlinn fyrir leik, hálfleik eða þegar skoruð voru mörk eða skipt inná. Það tók mig nú ekki margar sekúndur að átta mig á að þarna var um að ræða hljómfagra rödd Gunnars Friðbergs eldgleypis, blikksmiðs og allt múligt manns. En fyrir þá sem ekki vita að þá er það álíka viðburður að mæta á völlinn og heyra ekki rödd Geirs Reynis og það var á sínum tíma að sjá einhvern annan en Sigga Reim halda á kyndlinum til að tendra bálið á Fjósakletti á föstudegi í Þjóðhátíð, afar sérstök upplifun. EN piltur stóð sig vel og verður jafnvel kallaður til aftur síðar skilst mér.

En nú er bara að bíða eftir fjörinu um næstu helgi.  Áfram ÍBV alltaf allsstaðar 


mbl.is Eyjamenn unnu Stjörnuna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Gísli það vantar alla gestrisni nú orðið í Eyjum. Strákarnir mínir koma í heimsókn og þið skellið þeim. Heldurðu að það hefði ekki orðið skemmtilegra að fá að sjá 3-4 alvöru fögn?

Annars fór það eins og þú spáðir, toppliðin unnu og gætu alveg eins unnið í næstu umferð líka. Það er hins vegar ekkert sjálfgefið að Blikar taki Stjörnuna á teppinu í Garðabænum. Ef IBV tekur annað sætið þá eru það líka stórglæsileg frammistaða. 

Ég vil fá 1-2 unga leikmenn upp úr yngri flokkunum upp í meistaraflokk árlega næstu árin. Kem örugglega út í Eyjar á næsta ári 

Sigurður Þorsteinsson, 19.9.2010 kl. 22:25

2 Smámynd: Gísli Foster Hjartarson

Sæll Sigurður Víst skelltum við ykkur í gær í þokkalegum leik. Hefði alveg viljað sjá fögn, en þá hjá mínum mönnum - he he.   Það er ekkert gefið í þessu og þó Blikar teljist líklegri sem sigurvegarar á teppinu í Garðabæ þá byrja allir leikir 0-0 og svo framvegis eins og við vitum báðir og því eiga enn 3 lið möguleika á að verða Íslandsmeistarar um næstu helgi

Ég hlakka til að sjá hvað Stjörnumenn gera í þjálfaramálum. Líftími Bjarna með lið er yfirleitt ekki meiri en 2 ár, og menn eru komnir lengra en það, og því spurning hvort kominn sé tími á breytingar í þeirri deild hjá félaginu. Vona svo innilega að hjá Stjörnunni, rétt eins og öðrum liðum, verði gott flæði af ungum og efnilegum strákum upp í meistaraflokk.

Sigurður þú ert ávallt velkominn til Eyja rétt eins og aðrir og það væri bara gaman að fá þig á völlinn næsta sumar.

Gísli Foster Hjartarson, 20.9.2010 kl. 08:28

3 identicon

Gilli mér finnst alveg vanta að þú minnist á frábæran vallarþul sem stóð í vanfylltu skarði geirs reynis í gær ;)

Gunnar Friðberg Hoffman Jóhannsson (IP-tala skráð) 20.9.2010 kl. 14:03

4 Smámynd: Gísli Foster Hjartarson

Gunnar Friðberg - ég biðst innilegrar afsökunnar á þessu en þú stóðst þig vel. Bæti inn smá innleggi.

Gísli Foster Hjartarson, 20.9.2010 kl. 14:46

5 identicon

Gísli, varst þú ekki á þeim 3-4 leikjum sem ég hef verið vallarkynnir á undanfarin ár?

Eða næ ég Geir bara svona vel? ;)

Bjarni Ben (IP-tala skráð) 20.9.2010 kl. 15:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband