5.11.2010 | 21:31
Nú kemur pressan!
Efnilegur piltur Guðmundur Þórarinsson. Gleður mig að fá hann til Eyja. Faðir pilts uppalinn Eyjamaður þó hann hafi búið á Selfossi í sennilegast ein 33 ár. Við reyndum á sínum tíma að fá bróðir Guðmundar Ingólf, Ingó veðurguð, til liðs við okkur en hann vildi ekki ganga til liðs við okkur á þeim tíma sem Guðlaugur Baldursson var þjálfari hjá okkur og fór í Fram og endaði sem trúbador. Ekki viss um að það hefði orðið niðurstaðan hefði hann komið hingað til Eyja, hahaha.
Það verður gaman að sjá hvernig Guðmundi tekst að fóta sig hér í Eyjum. Hann er nú ekki að fara um langan veg en það er samt ákveðið stökk að fara að spila með ÍBV. Liði þar sem í dag eru gerðar meiri kröfur heldur en gert hefur verið hingað til í herbúðum nágranna okkar á Selfossi, en það er nú að breytast.
EN ég bíð pilt velkominn og vona að hann blómstri í hvíta fallega búningnum. Ekki verður verra fyrir hann ef að hann dvelur eitthvað hjá afa sínum og ömmu að þá er hann í húsinu hérna beint fyrir neðan mig en þar hefur maður í gegnum árin séð þá bræður báða leika sér í fótbolta bak við hús á milli snúru stauranna.
![]() |
Guðmundur Þórarinsson til ÍBV |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Pepsi-deildin | Breytt s.d. kl. 21:33 | Facebook
Athugasemdir
Til lukku með að vera komnir með Gumma Tóta, eins og við Selfyssingar köllum hann, í ykkar herbúðir. Hann á eflaust eftir að styrkja ykkar lið talsvert.
Kristján Eldjárn Þorgeirsson, 5.11.2010 kl. 22:56
Takk fyrir það Kristján Eldjárn er viss um að piltur mun reynast okkur vel. Furða mig reyndar á því að samnignurinn er sagður til aðeins eins árs.
Gísli Foster Hjartarson, 5.11.2010 kl. 23:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.