Var í eftirspurn er kominn í framboð

Gísli Hjartarson  #3612

 

Giftur Ingibjörgu Heiðdal Friðriksdóttur

Börn: Vigdís Hind og fóstursonurinn Víðir Heiðdal Nenonen

 

Ég er fæddur 1. maí 1967 í Vestmannaeyjum þar sem ég hef alið manninn að mestu síðan. Vann reyndar við þjónustu í höfnunum í Grimsby, Bremerhaven og Cuxhaven 1986-1987 og hafði mjög gaman af. Hér heima hef ég unnið ýmis störf. Var lengi í frystihúsunum hér byrjaði 1980 í Hraðfrystistöðinni, svo í Fiskiðjunni og svo síðast hjá VSV. Hætti síðan þar og tók við starfi framkvæmdastjóra í litlu prentfyrirtæki, prentsmiðjunni Eyrúnu, þar sem ég hef verið í forsvari í um það bil 15 ár. Er á öðru ári sem formaður foreldrafélags Grunnskóla Vestmannaeyja en hef verið í stjórn í 5 ár. Auk þessa hef ég starfað nokkuð fyrir ÍBV. Var t.d. í stjórn knattspyrnudeildar í 5 ár og þrátt fyrir að hafa hætt fyrir 4 árum þá reynir maður að hjálpa til ef eftir því er leitað. Gef út Sjónvarpsvísi hér í Eyjum og hef ritstýrt Þjóðátíðarblaði Vm í 3 af síðustu 4 skiptum.

 

Hef lengi verið samfélagslega þenkjandi og hef verið nokkuð virkur þátttakandi í umræðunni síðustu ár í gegnum bloggið mitt, fosterinn.blog.is, þaðan sem einhverjir gætu kannast við mig.  Ég hef verið ófeiminn við að láta skoðanir mínar í ljós. Það getur verið erfitt í svona litlu samfélagi, eins og þú þekkir eflaust, en ég hef reynt að temja mér að gera það á málefnalegan hátt en ekki með því að ráðast á persónur, í tuðrusparkinu myndi það heita að fara í boltann en ekki manninn, að vilja alltaf sparka í manninn er samfélagslegt mein. Ég tel mig líka hafa þann kost að efast stundum um eigið ágæti og er því til að hlusta eftir því sem aðrir hafa fram að færa og hlusta eftir þeirra pælingum.

 

Ég býð mig fram til stjórnlaga þings í þeirri von um að fá að taka þátt í því sem að ég held að hljóti að vera markmiðið og það er að móta stjórnarskrá sem staldri ekki bara við í nútímanum heldur fylgi þjóðinni inn í framtíðina. Það er í mínum huga lykilatriði að sem breiðastur hópur komi að endurskoðun stjórnarskrárinnar því þannig að endurspeglast þjóðarviljinn.

 

Ég býð fram krafta mína til að taka þátt í þessu verkefni sé áhugi fyrir því. Ég tel að það sé kominn tími á endurskoðun á stjórnarskránni, en ekki það að það þurfi að kollsteypa öllu sem í henni stendur. Mínar hugmyndir varðandi stjórnarskrá snúa t.d. að því að...

 

...almenn mannréttindi verði í fyrirrúmi.

...þríksipting valdsins, hlutverk og ábyrgð æðstu stjórnenda ríkisins séu hrein og klár

...náttúru auðlindir landsmanna verði í eigu þjóðarinnar.

...heimildir Íslands til þátttöku í alþjóðlegu samstarfi séu skilgreindar.

...boðið verði upp á personukjör.

...beinna lýðræði verði komið á, t.d. með kosningum um ákveðin mál.

 

 

Þó mikilvægt sé að skýra stjórnarskránna gerist fátt nema að við breytum hugarfari okkar. Við þurfum að temja okkur meiri sjáflsgagnrýni, aga og virðingu fyrir reglum og umfram allt fyrir hvort öðru. Við erum öll á sama báti og ef allir leggjast á árarnar verður útkoman góð fyrir Ísland.

Nái ég kjöri mun ég mæta til leiks af opnum hug og vinna af heilindum og einset mér um leið að standa undir því trausti sem mér væri sýnt.

 

Það yrði mér mikill heiður ef þú settir mig í eitt af efstu sætunum hjá þér.

 

Bestu kveðjur

Gilli Hjartar - 3612

 

Nánari upplýsingar á bloggi og Facebook

http://fosterinn.blog.is

http://www.facebook.com/home.php?#!/pages/Gisla-Hjartarson-a-stjornlagabing/167086923302392


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband