Vinnuna í dóm hjá þjóðinni

Sá möguleiki er fyrir hendi hjá komandi stjórnlagaþingi að senda niðurstöðu þingsins, sem væntanlega verður fullmótuð ný stjórnarskrá, til afgreiðslu hjá þjóðinni. Þetta finnst mér mikilvægt, Mér finnst að stjórnlagaþing eigi hiklaust að leita til þjóðarinnar með þá stjórnarskrá er þar verður samin. Ég tel að það sé mikilvægt að þingið fái klapp á bakið frá þjóðinni um þá vinnu er þar hefur verið unnin. Samþykki þjóðarinnar ættu að vera sterk skilaboð til Alþingis um að þarna telji þjóðin að komið sé plagg sem hún vill nota. Alþingi ætti því ekki að missa sig í því að bylta innihaldi skjalsins.

Við skulum ekki gleyma að á undan stjórnlagaþinginu hefur starfað 1000 manna þjóðfundur, núna í byrjun nóvember, og hann mun leggja ákveðin skilaboð í á borð stjórnlagaþings. Þar verða komnar ákveðnar grunnhugmyndir fyrir stjórnlagaþing að vinna í og fara yfir.

Hvort sem ég næ kjöri eða ekki þá finnst mér lykilatriði að þjóðin fái að segja hug sinn um starf það er liggur fyrir að afloknum þjóðfundi og stjórnlagaþingi, og það áður en plaggið fer fyrir Alþingi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband