Dropi í hafið

Það verð ég að segja að þetta er dropi í hafið og ég er þess fullviss að þetta er hverrar krónu virði - vitið til. Það held ég að það sé nú meira vit í að verja einhverjum milljónum í þetta heldur en sumum þessum milljörðum sem verið er að henda í t.d. suma Sparisjóðina. tala menn ekki um 15 milljarða í Sparisjóð Keflavíkur!! Menn fóru á einkaflipp með það sem þeir töldu orðið sína eign og við eigum að girða upp um þetta lið - mætti ég þá frekar biðja um stjórnlagaþing. Það er engin að æsa sig yfir þessum milljörðum - athyglisvert. Hvað kostuðu illa ígrundaðar ákvarðanir í Seðlabankanum okkur fyrir hrun? Hvað fá stjórnmálaflokkarnir í styrk á ári? 

En að ætla að fá þessu ágæta fólki það hlutverk að endurskoða stjórnarskrána og koma með tillögur að vonandi betri stjórnarskrá og allt fer á hliðina. Sú afstaða finnst mér alveg með ólíkindum. Þó svo að þessar kosningar hafi verið dæmdar ógildar, sökum framkvæmdagalla, ekki svindls, þá lít ég á það fólk sem þarna sem þá aðila sem leita á til og skipa í starfshóp um tillögur að nýrri stjórnarskrá. Þetta fólk er fullfært um að koma með tillögur sem yrðu þjóðinni til sóma og hægt væri svo að leggja fyrir hana og alþingi til samþykktar, þó svo að tillögur þeirra yrðu ekki allar endanlegar þá gætu þær verið góð viðbót og endurskoðun á þeim grunni er við nú höfum.

Ekki gleyma að stjórnarskráin er hornsteinn hvers samfélags.  


mbl.is Fjögurra mánaða þinghald kostar 408 milljónir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband