24.3.2011 | 16:54
Frábærar fréttir
Þetta eru nú aldeilis sérdeilis frábærar fréttir sem þarna eru settar fram. Ég er eiginlega mest hissa á að mbl.is skuli hafa birt þetta, svona jákvæðar fréttir sem tengjast pólitík og ekki af þeirra væng - ja hérna hér. En kannski er það svo að blaðamaður mbl.is heldur, eins og sennilega megnið af þjóðinni, að þarna sé aðeins um gabb að ræða! EN það á allt eftir að koma í ljós. En ég ætla eins og svo oft áður að vera bjartsýnn og trúa því að skattalækkun muni eiga sér stað og þá að sjálfsögðu með hækkun persónuafsláttar.
Stefnt að lækkun skatta | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
þetta hefur alltaf staðið til, kemur til framkvæmdar 30011,,,,,,,,,,
eins og það er löngu búið að setja lög um 110 prósent regluna hjá íbúðarlánasjóði það var gert í 15 des í fyrra, en ekki hægt að framkvæma löginn
Sigurður Helgason, 24.3.2011 kl. 17:21
hahaha - Fyrst þetta kemur ekki til framkvmda fyrr en þá Sigurður, þá legg ég mig bara og leyfi mér ekki einu sinni að dreyma um þetta.
Gísli Foster Hjartarson, 24.3.2011 kl. 18:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.