25.3.2011 | 06:54
Nú spyr ég.....
.....er brot að ráða þann sem metinn er hæfastur? Menn búnir að koma upp ákveðnu ferli fjölmargir sækja um þetta fer sína leið og hópurinn minnkaður niður í 5 - þeim styrkleika raðað og sá sem talinn er hæfastur er svo ráðinn. Er það að brjóta lög? Svo kemur einhver önnur stofnun, jafnréttis eitthvað og fer yfir gögnin og sú sem var 5 í röðinni er allt í einu orðin jafnhæf og sá sem fyrstur var. Þá kemur í raun grínið í þessu af því að hún var talin jafnhæf þá á hún að fá starfið. 2 jafnhæfir einstaklingar og því ber að ráða konu hvaða jafnrétti er í því ? - jú það segir svo í lögum er það ekki - hverslags lög eru það eiginlega? Auðvitað hefði Jóhanna auðveldlega geta gert eins og þegar menn réðu son ritstjórans í Hádegismóum embætti fyrir norðan þar sem hann var talinn minnst hæfur af þeim er eftir voru en var samt ráðinn ef því að Árni Matt sagðist hafa um það einhverja vitneskju að hann færi færari en nefndin sem að valinu stóð!!!!! - viljum við hafa samfélagið þannig áfram? Ég held ekki. Já eða vinnubrögðin þegar Jón Bjarna réð bóksalann á Selfossi, ekki var það nú gæfulegt ferli.
M'alið frá 2007 ætla ég ekki að ræða um enda ekki kynnt mér það neitt en mér finnst menn aðeins hafa dýft hendi í vatn að ástæðulausu þarna.
Einnig brotleg 2007 | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Persónulega þá ætti að gera embættismannakerfið nær því sem þekkist erlendis t.d. bretlandi en ég er afar hlyntur því sem þeir gera. þar er óháð nefnd sem fer yfir allt sem tengis embættismönnum. fólk sækir um, ráðherra tilnefnir t.d. einn úr hópnum eða fleiri, sem honum þykir álitlegir. nefndin fer síðan yfir þetta en þarf ekki endilega að ráða þá sem ráðherra tilnefnir því, jú, hún er óháð og fer yfir alla sem sækja um og ræður þann hæfasta, þar með er þetta svo gott sem hafið yfir allan vafa.
Þórarinn (IP-tala skráð) 25.3.2011 kl. 07:40
Málið er ekki bara að hún hafi brotið þessi lög, (ég persónulega er ósammála þessum kynjakvótalögum) heldur mikið frekar að hún er helsti talsmaður þeirra í gegnum tíðina. Það er óþolandi þegar fólk átelur aðra harðlega fyrir hluti sem það stundar sjálft.
Tryggvi, 25.3.2011 kl. 07:59
Já Þórarinn ég held að allir séu sammála um að þessum ráðningarferlum í embættismannakerfinu megi breyta, menn eru að reyna en gengu kannski ekki nógu langt. Við erum líka oft að berjast við þetta kunningjasamfélag vegna fámennis og hvort sem fólk viðurkennir það eða ekki þá er það oft að þvælast fyrir. - Held að tjallarnir séu þarna með ágætis hugmynd
Já en Tryggvi í þessu nýja tilfelli braut hún þá lög? Réð hún ekki samkvæmt því plaggi sem að hún fékk í hendurnar frá hæfnisnefndinni? það getur varla talist til þess að brjóta lög. Ertu kannski að segja að það eigi ekki að treysta nefndinni heldur setja af stað eigin ferli þegar nefndin sem fór í gegnum umsækjendur hefur lokið sér af? Það yrð nú eitthvað.
Gísli Foster Hjartarson, 25.3.2011 kl. 09:00
Jóhanna braut líklega lög um kynfæaratalningar við embættisráðningar. En kynfæragreiningin skiptir af augljósum ástæðum mikið meira máli en hæfnin til að sinna starfinu
Hreinn Sigurðsson, 26.3.2011 kl. 23:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.