Valsmenn en og aftur!!

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Valsmenn eru sakaðir um þessi vinnubrögð. Ef eitthvað sannast í þessu þá hlýtur að koma að refsingu í garð Valsmanna, og það einhverri meiri en smásekt. Hlakka til að sjá hvernig þessu máli vindur fram. En það þarf enginn að efast um að hug Ingólfs Sigurðssonar í garð KR, það var nóg að lesa pistilinn á fotbolti.net í gær.  Ekki kannski beint sú afmælisgjöf sem Valsmenn hefðu viljað fá en við hverju máttu búast í afmælisgjöf frá erkifjendunum?

....en til hamingju með daginn Valsmenn


mbl.is Valsmenn hafna kvörtun KR-inga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Skarfurinn

Valsmenn hafa því miður löngum haft það orð á sér að fara óhefðbundnar leiðir til að lokka til sín leikmenn, og þar er ekki um neinn drengskap að ræða, sem er leiðinlegt því þetta er jú gamla félagið hans sr. Friðriks.

Heldur er nú lúalegt af Valsmönnum að reyna að skýla sér á bak við afmælið eins og það komi málinu eitthvað við.

Skarfurinn, 11.5.2011 kl. 13:03

2 identicon

Byrjar hið árlega væl Fostersins í garð Vals.

Vonum að þú vælir jafn mikið kl. 22 í kvöld.

Óli (IP-tala skráð) 11.5.2011 kl. 13:18

3 Smámynd: Gísli Foster Hjartarson

Óli minn - hér er ekkert verið að væla heldur fara með staðreyndir. Vil Valsmönnum ekkert illt frekar en öðrum en vinnubrögðin í kringum fótboltann þarna hafa síðustu ár því miður boðið upp ýmis leiðindi - því miður. Er ansi hræddur um að ég taki ekki fram vasaklútinn þó mínir menn tapi. Annað hvort erum við nógu góðir til að landa einhverju eða ekki og engin ástæða til að gráta ef að við töpum - þetta er jú bara leikur, eins og sr. Friðrik hefði örugglega sagt, ekki satt?

Gísli Foster Hjartarson, 11.5.2011 kl. 15:05

4 identicon

Þú vælir árlega í garð Vals.

Staðreyndirnar tala sínu máli.

Óli (IP-tala skráð) 11.5.2011 kl. 16:22

5 Smámynd: Óðinn Þórisson

Þú greynilega þekkir ekkert til málsins

Óðinn Þórisson, 11.5.2011 kl. 16:56

6 identicon

Sama ruglið í kr-ingum og var í ykkur 2005 smjörklípa.

Rauður (IP-tala skráð) 11.5.2011 kl. 17:11

7 Smámynd: Gísli Foster Hjartarson

Get alveg tekið undir að ég hef haft gaman af að skjóta á Valsmenn Óli mikið rétt....og það hefur farið fyrir brjóstið á sumum. Nú er góður kunningi minn þjálfari þar og því óska ég Valsmönnum hins besta og hjá Valsmönnum er líka en einn af mínum uppáhaldsleikmönnum í gegnum árin Sigurbjörn Hreiðarsson - þannig að ég ber ekki kala til félagsins, hefur bara leiðst þetta baktjaldamakk sem menn virðast alltaf missa úr höndunum

Óðinn ég held með stráknum í þessu máli en það eru samningar í gangi geri ég ráð fyrir og því þarf að fara með málin eftir ákveðnum leiðum. Það er ekkert ömurlegra en að sjá unga efnilega pilta sitja af sér fjörið við það að spila. Held að það hljóti að hafa verið hægt að leysa  þetta án þess að fara þess leið. ....en ef að það er rétt sem Ingólfur segir að KR-ingar hræðist það að hann muni standa sig hjá öðru liði í deildinni þá þykir mér það dapurt. Hann er klárlega ekki inni í myndinni hjá KR. Þeir hljóta þá að sjá hag sinn í því að láta hann fara til annars liðs gegn greiðslu. Svo getur líka vel verið að strákurinn sé óþolinmóður og að menn séu aðeins að láta reyna á þlrifin hjá honum, ef það var ætlunin þá er það klárlega sprungið. Veit að við vonum allir að piltur verði fljótlega innan vallar alveg sama hjá hvaða liði það verður.

Ef þetta var rugl í okkur því sáu KSÍ menn þá ástæðu til að sekta Valsmenn fyrir framferðið? og með þeim fyrirmælum að harðar yrði tekið á málinu næst? Er hræddur um að ef að sömu menn eru enn í brúnni að Hlíðarenda þá gætu menn þurft að taka á þeim, ef ásakanir KR-inga eru réttar.

En eins og ég sagði áðan þá vonast ég til þess að í þessu máli fáist farsæl lausn og að við sjáum pilt bráðum innanvallar.

.....svo verður forvitnilegt að sjá hvað lærisveinar félaga míns Kristján Guðmundssonar gera gegn mínu liði í kvöld. Sagan segir Valur en ég vona að mínir menn nái allavega stigi.  ...en ef þið farið á völlinn peyjar góða skemmtun

Gísli Foster Hjartarson, 11.5.2011 kl. 17:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband