Íslendingar hætta að veiða fisk!!!

Sjómenn til hamingju með daginn. 

Er nú ekki alveg að skilja þetta allt saman. Sama við hvern er talað fiskveiðar munu alls staðar dragast saman svo nemur þúsundum tonna. Erum við að fara að hætta að veiða fisk? Hverslags málflutningur er það?

Ég hitti sjómenn sem segja frumvörpin alls ekki góð að mörgu leyti en í þeim séu líka hlutir sem eru góðir,en þá er lítið sem ekkert minnst. Ég veit ekki en í mínum huga er það svo að þegar menn fara fram með þeim hætti að hundsa það sem jákvætt getur þótt og velta sér bara upp úr því neikvæða endalaust og það með stórum upphrópunarmerkjum þó missa þessir sömu menn svolítið fótanna! Hættum að ræða allt með upphrópunarmerkjum?

....flýtum okkur líka hægt í þessari umræðu


mbl.is Segja aflaheimildir á Vestfjörðum skerðast um 3700 lestir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Gunnarsson

Þessi umræða á vegum sjálfstæðismanna , SA og LÍÚ er öllum sem þar eiga hlut að máli til mikillar sneypu.

Útgerðarmaðurinn og skipstjórinn Níels Ársælsson á Tálknafirði hefur látið reikna út áhrif frumvarpsins á Vestfirði og fær út 10 þúsund tonna aukningu á stuttum tíma.

Varla fer Níels að bera lof á aflaskerðingu fremur en aðrir útgerðarmenn.

Árni Gunnarsson, 5.6.2011 kl. 16:05

2 Smámynd: Gísli Foster Hjartarson

Heyri menn líka fagna höftum á framsali. Aukin veiðiskylda. ...og því að ekki verði hægt að færa heilu útgerðarfélögin úr byggðarlaginu án þess að nokkur fái að gert. Aftur á móti veit é gekki sjálfur hvort lagalegar heimildir séu fyrir öllum svona gjörðum.

Dæmi sem ég hef notað í þessari umræðu er að hér í Eyjum hefur t.d. fólk verið með hnút í maganum yfir því að hugsanlega kunni Guðmundur Kristjánsson - oft kallaður sá vinalausi í Eyjum - og hans samstarfsmenn að komast yfir meirihlutann í VSV og þá verði fyrirtækið komið héðan áður en menn ná að slökkva á vekjaraklukkunni!!!! Sporin hræða og þetta hefur Guðmundur leikið annarsstaðar og skiljanlega er megnið af fólki á tánum gagnvart svona vangaveltum. Fólk vill jafnvel ekki selja honum hlutabréf sín, þó vel sé boðið, vegna þeirrar hættu sem að það telur að það geti skapað byggðarlaginu. Mér finnst órtrúleg hvað Eyjamenn hafa lítið tjáð sig um málin út frá þessu sjónarhorni t.d.. Margfeldnis áhrif t.d. VSV eru mikil í Eyjum og þau teygja sig inn á nánast hvert heimili.

Gísli Foster Hjartarson, 5.6.2011 kl. 16:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.