Flott úrslit

Það var nú ekki leiðinlegt að menn náðu að innbyrða þessi 3 góðu stig. Framan af var nú ekkert á milli liðanna og Keflvíkingar jafnvel aðeins sterkari ef eitthvað var. En við skoruðum og héldum út fram að hálfleik. Snemma í seinni hálfleik skoruðu strákarnir af suðurnesjunum frábært mark. Leikmenn ÍBV dottuðu augnablik eftir að dæmt var aukaspyrna en Keflvíkingar voru snöggir upp á lagið og jöfnuðu. En eftir ða Heimir gerði þá góðu skiptingu að setja Aaron Spear og Guðmun Þórarinsson inná bættu Eyjamenn leik sinn verulega og sérstaklega var Guðmundur skæðir, alveg frábær í raun sívinnandi og ógnaði stöðugt. Eyjamenn náðu  betri og betri tökum á leiknum. Voru orðnir miklu betri. Það var svo Þórarinn Ingi sem tryggði stigin þrjú með skallamarki eftir frábæra sendingu Tryggva G.

Sérstök tilnefning í þessum leik fer til Willums Þórs sem var hreint augnkonfekt langtímum saman á hliðarlínunni. Held að menn ættu að taka sig til og fylgja honum heilan leik - er ansi hræddur um að það gæti orðið bráðskemmtilegt sjónvarpsefni.

En stigin fóru til ÍBV og menn halda upp áframhaldandi pressu á KR, FH og Val í baráttunni um efstu sætin.


mbl.is ÍBV heldur áfram að þjarma að KR
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Þorkelsson

já einu stigi á eftir en leikið 2 leikjum meira... ha ha ha ha þvílík bull fréttamennska er þetta.

Óskar Þorkelsson, 21.8.2011 kl. 20:00

2 Smámynd: Gísli Foster Hjartarson

þetta er ekki flókið Óskar. Eyjamenn þurfa að vinna rest til að eiga möguleika.  Hvort það gerist verður tíminn að leiða í ljós.

Gísli Foster Hjartarson, 21.8.2011 kl. 20:04

3 Smámynd: Óskar Þorkelsson

og KR þarf að tapa rest ?

Óskar Þorkelsson, 21.8.2011 kl. 20:48

4 identicon

Endilega gleymið Val he he.

Rauður (IP-tala skráð) 21.8.2011 kl. 22:06

5 Smámynd: Gísli Foster Hjartarson

Enginn að gleyma Val, já eða FH. Vorum bara ekkert að blanda þeim í þessar pælingar. Þau þurfa líka bæði að vinna allt sitt og KR og aðrir að misstíga sig.

Gísli Foster Hjartarson, 22.8.2011 kl. 07:51

6 identicon

Engar áhyggjur Risinn FH kann að vinna og vinnur mótið kr tapar í kvöld og blaðran springur og í beinu framhaldi hjá ÍBV og Val.

Gaflari (IP-tala skráð) 22.8.2011 kl. 12:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.