Bið að heilsa Jóni

Veit aldrei hvað ég á að halda með Jón Bjarnason og hans ákvarðanir. 

Finnst þetta með fæðuöryggi landsmanna alveg frábært. Minnir mig svolítið á reglugerðina um heimabaksturinn og þá umræðu sem farið hefur fram um það. Konan mín má baka heima í eldhúsi en ef einhver borðar þetta utan heimilis þá stafar honum hætta af bakstri hennar. En við heimilisfólkið erum aldrei í hættu. Kjöt sem keypt er t.d. í Noregi hefur ekki skaðað norðmenn en gæti gengið af okkur dauðum!!!

Held stundum að Jón sé flón!


mbl.is Tók mið af gjaldeyrishöftum og fæðuöryggi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eggert Sigurbergsson

Ég held að þú sért að misskilja fæðuöryggið.

Fæðuöryggi snýst ekki um öryggi fæðunnar sjálfrar.

Fæðuöryggi snýst alfarið um að þjóðir séu sér sem mest nægar um lágmarks fæðu í allt að ár komi til drepsóttir styrjaldir eða önnur óáran sem kemur í veg fyrir, að hluta eða öllu leyti, innflutning á lágmarksfæðu fyrir landsmenn ef innlend framleiðsla er sama og engin.

Fæðuöryggi getur aldrei verið innflutt fyrir eyþjóð eins og Ísland.

Innflutningur á sambærilegri fæðu og frammleidd er hér stuðlar að hnignum innlendrar fæðuframleiðslu og þar með ógnar öryggi þjóðarinnar.

Engin þjóð er 100% sjálfbær um sitt fæðuöryggi til langs tíma en allar þjóðir beita landbúnaðatstyrkjum eða innflutningshömlunum til að sem mest sé framleytt af fæðu fyrir íbúana innanlands enda stórskaðar innfluttur niðurgreiddur matur innra fæðuöryggi landa eins og Íslands.

Stærsti liður Evrópusambandsins er einmitt að tryggja fæðuöryggi Evrópu með sínum gríðarlegu styrkjum (40% af fjárlögum ESB eru til landbúnaðar), það sem vantar á hjá Evrópusambandinu er að tryggja fæðuöryggi einstakra svæða innan Evrópu og þá sérstaklega jaðarsvæða og eyþjóða sem mundu verða mjög ílla úti ef aðfengi yrði stórlega skert þ.e hér yrði hungursneyð ef flutningar til landsins yrðu stöðvaðir vega stríðs og innlendur landbúnaður væri að mestu horfin fyrir innfluttu niðurgreyddum matvælum.

Það besta sem við getum gert fyrir öryggi þjóðarinna er að auka fæðuöryggið með t.d framleiðslu á Metanól og öðrum innlendum orkugjöfum.

Gott dæmi um þá hnignum sem verður í landbúnaði er saga Nýfundnalands síðustu 60ári, eða síðan þeir gengu í sambandsríkið, en síðan þá hefur framleiðsla á landbúnaðarafurðum að mestu lagst af og allir hlutir eru innfluttir. Þetta kemur vel fram í heimildarmyndinni "Hard Rock and Water" þar sem borin eru saman örlög Nýfundnalands og íslands.

MATVÆLAÖRYGGI ER DAUÐANS ALVARA FYRI ÞJÓÐ EINS OG ÍSLAND OG JÓN ER AÐ SINNA ÞVÍ!

Eggert Sigurbergsson, 22.8.2011 kl. 19:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband