Tölu eða tölvuleikir?

þarna segir:

Tækni & vísindi | mbl.is | 18.11.2011 | 11:57

Tengsl á milli töluleikjanotkunar og fíknar

Reuters

Rannsóknir benda til þess að mikil notkun á tölvuleikjum geti haft hliðstæð breytingaráhrif á heilann og til að mynda spilafíkn. Umrædd rannsókn var framkvæmd af evrópskum vísindamönnum sem rannsökuðu samtals 154 börn á fjórtánda aldursári.

Börnunum var skipt niður í tvo hópa eftir því hversu mikið þau höfðu skipað töluleiki. Í öðrum hópnum voru 24 stúlkur og 52 drengir sem spiluðu tölvuleiki a.m.k. í níu klukkustundir á viku. Í hinum hópnum voru 58 stúlkur og 20 drengir sem spiluðu tölvuleiki sjaldnar en það.

Niðurstöðurnar þykja benda til þess að tölvuleikjanotkunin hefði breytingaráhrif á heila þeirra sem spiluðu tölvuleiki oftar með því að örva svæði í heilum þeirra sem tengist hegðunarmynstri og tilfinningum.

Þá kom í ljós að heilar þeirra brugðust með hliðstæðum hætti við og t.a.m. hjá fjárhættuspilurum þegar leikur var settur á svið og þeim síðan tilkynnt að þeir hefðu tapað.

Niðurstöðurnar voru þó birtar með þeim fyrirvara að ekki væri endanlega ljóst hvort tölvuleikjanotkunin hefði þessi áhrif á heilann eða hvort notkunin væri afleiðing þess að heili fólks væri með þessum hætti.

Frekari rannsókna væri þörf í þeim efnum að mati vísindamannanna en rannsóknin nú hefði engu að síður sýnt fram á að tengsl væru þarna á milli.

Bandaríska dagblaðið Los Angeles Times greinir frá þessu.

----hvort ætli menn vilji hafa þetta tölu eða tölvuleikjanotkun?og þýðingin í miðri grein er líka snilld.

 


mbl.is Tengsl á milli tölvuleikjanotkunar og fíknar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Enn ein rugl"ransóknin" á mbl whoopdedoo

DoctorE (IP-tala skráð) 18.11.2011 kl. 13:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.