Sorgleg niðurstaða!!!

Alveg finnst mér með ólíkindum að menn skuli ekki hafa getað klárað tímabilið með sömu áhöfn. Hefði nú haldið að stjórn og Maggi hefðu nú getað gengið þannig frá málum að MG kláraði mótið með liðið. Það eru 10 dagar og 3 leikir eftir. Við erum í öðru sæti og í séns á að jafna besta árangur okkar í deildinni í 8 ár - sem er annað sætið sem MG náði með liðið á sinum tíma. Hefði haldið að það hefði ekki átt að vera flókið fyrir menn að sína toppfagmennsku og klára þetta saman af sóma fyrir félagið, sem er jú stærra en allir er þessu máli tengjast.

Sé ekkert að því að menn hafi ætlað að skipta um þjálfara, annað eins gerist, en hvað lá á akkúrat núna? sérstakt að stjórn sem studdi þjálfara í erfiðum ákvörðunum fyrir 7 vikum, já og stóð með honum við þær ákvarðanir gefur í skyn núna að hann sé búinn að missa klefann!!! Hvað er stjórnin þá þá búin að missa? Jújú aeflasut voru einhverjir leikmenn óánægðir en hvenær er það ekki? Leikmenn kvörtuðu undan Heimi líka og ef endalaust á að hlusta á leikmenn þá gerist ekkert. Allir leikmenn eru samningsbundnir út tímabilið og voru ekkert að fara neitt.

Hefði haldið að menn hefðu átt að sigla þessar síðust örfáu sjómílur saman. Hvað svo sem átti að taka við eftir það. Veit ekki betur en allir sem hjá félaginu starfa stefni á toppinn og því hefði þetta ekki átt að vera vandamál fram að annarri helgi.

Við þurfum 9 stig í þremur leikjum eða annað sætið á færri stigum til að klára þetta með sóma. - ég reiknaði með 9 stigum með MG í brúnni og ég geri það en.


mbl.is Magnús Gylfason hættur með ÍBV
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Rétt hjá þér undaleg tímasetning líkt og í fyrra þegar Heimir hætti hjá ykkur.

KR -ingur (IP-tala skráð) 20.9.2012 kl. 12:25

2 identicon

Er þetta ekki bara vegna þess að M fær engan stuðning við agan sem hann vill halda uppi í liðinu og allir að sparka í hann fyrir að setja T út úr liðinu

T (IP-tala skráð) 20.9.2012 kl. 13:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband