23.9.2012 | 18:50
Ömurlegt, eða næstum því
Ömurlegt að vinna ekki þennan leik, en að sama skapi gleðilegt að tryggja Evrópusætið - það hjálpar til við erfiðar reksturinn.
Fyrri hálfleikur var ekki upp á marga fiska og á stundum reikaði hugurinn eitthvað allt annað svo snautt var þetta á köflum. Framan af seinni hálfleik átti fimleikafélagið úr Hafnarfirði ekki möguleika. Þeir voru yfirspilaðir hægri vinstri og geta þakkað sínum besta manni, Róberti Erni markverði, fyrir að ekki fór verr. stóð sig mjög vel drengurinn sá. Síðan skoruðum við mark, reyndar braut Tryggvi aðeins af sér í aðdragandanum en komst upp með það, við héldum boltanum og Tóti kom okkur yfir. Seinni markið kom eftir að flott hornspyrna Gumma Tóta á nærstöng hrökk af fimleikafélagsmanni og í eigið mark. Rétt fyrir seinna mark ÍBV settu þeir Andra Ólafs inn á og upp á topp, en það var engan veginn að gera sig. Á sama tíma setti þjálfari fimleikafélagsins Ólaf Pál Snorrason inn á til að hressa upp á leik sinna manni, ekki veitti af og það gerðist. Ég er svo á því að í nokkuð öruggri stöðu gerir Abel markvörður mistök í fyrirgjöd sem kemur inn - á eftir að sjá þetta aftur - það kemur fimleikafélaginu inn í leikinn og þeir hrökkva í gír og við á hælana ......og þeir jafna svo með góðu marki.
En Evrópusætið er tryggt - vúhú - nú er bara að landa öðru sætinu um næstu helgi.
Evrópusæti í höfn hjá ÍBV | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Pepsi-deildin | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.