Hrikaleg þróun

Samúðarkveðjur til allra þeirra sem eru að lenda í tjóni með þetta. Þetta er íraun með ólíkindum hvða þetta hefur hækkað og þetta dæmi eftir einkavæðingu bankanna þegar að menn slógu sér á brjóst og kepptust við að bjóða fólki lán á góðum kjörum er svo sannarlega að taka margann lántakandann í boruna. Mig minnir að þegar ég tók lánið fyrir mínu húsi fyrir einum 9 árum borgaði ég um 38 þús á mánuði í dag er þetta rúmlega 52 þús ef að ég man rétt, og ekki tók ég hátt lán. Skyldum við vera að fara að horfa upp á stórslys í fjárhagsvandræðum fólks vegna sífellt hærri vaxta?  Nú er það í raun íhöndum kaupenda íbúða ða ná verðinu á þeim niður úr þessu bulli sem er í gangi, sérstaklega á höfuðborgarsvæðinu, Verðin ættu á eðlilegum markaði að lækka ef að háu tilboðin berast ekki, eða er lögmálið kannski eitthvað annað í þessum geira á Íslandi en annarsstaðar - kaupendur gætu unnið saman að þeirri kjarabót að ná húsnæðisverði aðeins niður úr skýjunum
mbl.is Afborganir lánsins hækka um þriðjung
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ari Guðmar Hallgrímsson

Þó við séum alltaf að hæla okkur af hinu og þessu, getum við sem neytendur ekki hælt okkur af samstöðu,ég er sammál þér að ef við stæðum saman væri þetta lafhægt. En þetta er bara draumur.

Ari Guðmar Hallgrímsson, 3.11.2007 kl. 08:37

2 Smámynd: Gísli Foster Hjartarson

En það er alltaf gott að eiga sér draum/a og það undarlega er að stundum verða þeir að veruleika. Vona að þessi draumur okkar rætist!

Gísli Foster Hjartarson, 3.11.2007 kl. 08:43

3 identicon

Þetta er reyndar hlutur sem öllum mátti vera ljós þegar bönkunum var hleypt út á þennann markað. Þeirra helsta skotmark síðan hefur jú verið íbúðalánasjóður, enda einhver mesti þyrnirinn í þeirra augum. Íbúðalánasjóður er eina bremsan sem er á bönkunum á íslandi gegn því að hækka vexti eins og þeim sýnist.

Það er ótrúlegt að hugsa til þess að hluti almennings á íslandi sé virkilega svo blindur á góðmennsku þeirra er segjast vera í frjálsri samkeppni að vera raunverulega sammála bönkunum í því að best væri að horfa á bak íbúðalánasjóði.

Þegar fólk hættir að geta borgað af íbúðarlánum, þegar vextirnir verða fólki ofviða, þann dag vinna bankarnir lottóvinninginn stóra, það er eins og það gleymist alveg í þessari umræðu að þegar þjóðfélagið lendir í fjárhagslegri lægð eða kreppu, að þá eyðast ekki auðæfi, þau skipta bara um eigendur. Fólkið í landinu hættir að eiga húsin sín, því að það reynist almúganum ómögulegt að standa undir fáránlegum afborgunum sökum okurvaxta bankanna. Bankarnir koma síðan og bjóða þér, svona fyrst að greyið þú getur ekki borgað af láninu, að þeir taki eignina yfir, og þú leigir bara af bankanum í staðinn, fyrir eitthvað sem þú ræður við að borga af.

Hver stendur uppi sem sigurvegari? Bankarnir reyna alltaf að telja okkur trú um að þeir séu að tapa peningum, en það gæti ekki verið fjarri sannleikanum.

Thinktank (IP-tala skráð) 3.11.2007 kl. 11:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.