Fjárfestir í jakkafötum!

money_tree5Hér fyrir neðan eru pælingar um hlutabréfamarkaðinn og hvernig er skynsamlegast að fjárfesta 1000 krónur.

Ef þú hefðir keypt hlutabréf í Nortel fyrir þúsund kall fyrir ári þá væru þau 49 kr. virði í dag.

Ef þú hefðir valið Enron þá væru bréfin þín 16,5 kr. virði.

Ef WorldCom hefði orðið fyrir valinu væru aumar 5 kr eftir.

Ef þú hefðir eytt 1000 kalli í Delta Air Lines væri verðmæti þeirra 49 kr. í dag.

En ef þú hefðir bara farið í Ríkið og eitt þúsund kalli í bjór í dós, drukkið hann og farið með dósirnar í endurvinnslu, þá ættir þú 54 krónur.

fékk þetta sent frá góðum aðila, sem reyndar er ekki mikill fjárfestir


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Og við þetta má bæta ef þú hefðir notað 1000 kallinn í P/F Atlantic Petrol þá stæði 1000 kallinn í rúmum 2500 krónum. Ef þú hefðir sett hann í Vinnslustöðina þá stæði hann í 1847 krónum.

En skemmtileg samlíking hér á ferðinni. Því ekki er á vísan að róa í þessum efnum.

Halldór (IP-tala skráð) 13.2.2008 kl. 12:19

2 Smámynd: Gísli Foster Hjartarson

Já já þetta gengur upp og ofan á í Vinnslustöðinni þannig að slembilukkan kannski með manni en það er sárt að heyra hvernig sumir virðast vera að fara út úr þessum viðskiptum og þá oftast þeir sem síst máttu við því - stundum gott að eiga bara gott að eiga aldrei krónu - he he

Gísli Foster Hjartarson, 13.2.2008 kl. 12:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband