Atvinnumótmælendur

Já já mótmæla gott og vel, það versta er að margir ráðamenn eru bara með korktappa í eyrunum. Þetta er búið að vera kröftugt hjá bílstjórum og félögum og svo sannarlega hafa þeir fengið stuðning frá þjóðinni, þó meira í orði en gjörðum. Kapparnir eru farnir að líta út eins og atvinnumótmælendur - he he

Nú er þetta allt orðið ólöglegt og menn yfirheyrðir og ég veit ekki hvað og á meðal þeirra sem segja aðgerðir bílstjóra ólöglegar er fólk sem réttlætir það að forsætisráðeherra og utanríkísstýra fari með leiguflugi erlendis fyrir milljónir, á eitthvert fundarkjaftæði,  þegar svo augljóslega hefði verið hægt að gera hlutina mun ódýrari og hagkvæmari fyrir þjóðarbúið en við eigum náttúrulega ekkert að vera að tjá okkur um það og gagnrýna er það?? Væri ekki rétt að yfirheyra þetta lið og spyrja hvað þeim gekk til með þessum vinnubrögðum?


mbl.is Bílstjórar mótmæla við Hlemm
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heyr heyr!  Styð þessa trukkara heilshugar! 

Ásta (IP-tala skráð) 9.4.2008 kl. 11:10

2 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Vörubílamenn mótmæla því að þurfa að hvíla sig að viðlögðum háum sektum, rétt hjá næstu sjopppu, og ráðamenn gera EKKERT.

En á meðan eru þeir að ströggla við að komast í öryggisráðið.  Hver vill það?  Enginn sem ég þekki eða hef heyrt í - annar en Imba Solla og co.

Kjaftæði!  Hvar er forgangsröðunin?

Ásgrímur Hartmannsson, 9.4.2008 kl. 12:32

3 Smámynd: Gísli Foster Hjartarson

Það verð ég að segja Ásgrímur að ég er nú hneykslaður á þessu blessaða brölti í sambandi við þetta öryggisráð - og bull kostnaðurinn í kringum þetta ó mæ god

Gísli Foster Hjartarson, 9.4.2008 kl. 13:36

4 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Þetta er meira en hneiksli, þetta er beinlínis ógnvekjandi.  Og allt þetta tal um öryggi, síðan 2001.  Skerí stöff.

Það væri vænlegra fyrir þjóðarhag - og öryggi, þegar maður hugsar almennilega út í það, að bara gefa mér þessa milljarða sem fara í þetta brölt.  Í fullri alvöru: Ég mun ekki senda nokkurn mann í stríðshrjóð land.  Engan.  Sé ekki ástæðu til þess.  Og ég mun heldur aldrei stofna öryggislögreglu með rafbyssur.  Mun ekki gerast.  Og fengi ég milljarðana, þá væri stærra hlutfalli af peningnum eytt hér heima.  Sem er hagvöxtur hvar sem ég er.

Ásgrímur Hartmannsson, 9.4.2008 kl. 23:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.