Nýdönsk magnað kvikindi

Alveg þótti mér þeim félögum í Nýdönsk takast frábærlega til á tónleikunum í gærkvöldi - magnað prógramm vægast sagt - eins og að hlusta á Best of....bara lifandi - alveg magnað og ég tala nú ekki um þgar maður snéri sér við og horfði upp í brekkuna og sá mannhafið sem þakti brekkuna sem aldrei fyrr - ótrúleg sjón - alveg hreint mögnuð.

Mikið hafði verið gert úr innkomu Í svörtum fötum og það fannst mér illa gert því innkoman var ósköp venjuleg að mínu mati. reyndar voru nokkrar bombur en ekkert til að æsa sig yfir - á meðan ég var að horfa á þá voru þeir í eigin lögum og því miður þá er kunnátta mín á þeirra lögum ekki mjög mikil og ég því ekki dómbær á það sem ég sá en það höfðaði ekki sterkt til mín - ég hef svo andskoti gaman af þeim þegar þeir eru í coverlögum - finnst þeir alveg frábærir þar. Dans á Rósum voru þarna líka og slógu ekki af á Tjarnarsviðinu en ég sá ekki nema háfl lag með Magna og félögum og því get e´g ekki tjáð mig. Raggi Bjarna og Jónsi voru líka flottir á kvölddagskránni.

Flugeldasýningin var frábær en það sem helst háði henni var að það var logn í Dalnum og reykurinn settist yfir Dalinn. - Mögnuð sýning - takk takk

Mannhafið er gríðarlegt og það verður gaman að sjá hvað gerist í kvöld. Hér er planið - hrikalega verður gaman að sjá Bubba en ég verða ðsegja ða mig hlakkar lang mest til að sjá Pál Óskar - held að það verði frábært og mér skilst að þegar að hann byrjar eftir miðnættið verður eitthvað magnað mér hefur verið sagt að tjóðra mig við stein í brekkunni til að missa ekki af því - gæti orðið eftirminnilegt svoekki sé meira sagt - ég bíð spenntur - farinn í Dalinn í kaffi í tjaldinu.

20:30   Á Móti Sól og Magni

21:00   Eyþór úr bandinu hans Bubba

21:20   Logar

21:50   Páll Óskar

22:10   Bubbi Morthens

...svo Brekkusóngur, sá stærsti hingað til án nokkurs vafa

og svo dansað þar til fæturnir detta af manni.........eða konu...en þá verð ég löngu farinn heim!
mbl.is Metfjöldi á þjóðhátíð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Nei hvað sé ég ;) kallinn búinn að blogga um frétt á mbl :)

hahah... nú varð ég að skjótaá þig ;) 

Hjördís Yo (IP-tala skráð) 3.8.2008 kl. 15:18

2 identicon

Ný Dönsk klikka seint gamli minn      -   Í svörtum fötum eru þolanlegir svosem en ég hefði viljað fá SS SÓL eða Sálina frekar hehe

Bjössi Einars (IP-tala skráð) 3.8.2008 kl. 15:42

3 Smámynd: Árni Sigurður Pétursson

Ný Dönsk var vægast sagt frábært, stórkostlega æðislegt performance hjá þeim.

missti alveg af jónsa gog í svörtum fötum, en félgar mínir sögðu það sama um þá, að þeir hefðu tekið of mikið af eigin lögum.

Magni klikkar sjaldan á sviðinu og gerði það ekki núna frekar en fyrri dagin

Árni Sigurður Pétursson, 3.8.2008 kl. 16:37

4 Smámynd: Gísli Foster Hjartarson

Sæl Hjördís mín og takk fyrir síiðast

Vissi ekki ða þú værir ein af þeim sem alltaf læsir það sem ég bloggaði!!! Hvert sendi ég vasaklútinn? - he he

Gísli Foster Hjartarson, 3.8.2008 kl. 19:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband