7.2.2009 | 12:44
Jæja gott fólk....
....þá bíð ég eftir að fram á sjónarsviðið komi nýtt fólk í þessu kjördæmi sem hefur áhuga á að starfa með hagsmuni þjóðarinnar, ekki flokksins, að leiðarljósi - hef enga trú á öðru en að þarna sé efnilegt fólk í startholunum. Sumum af þeim sem reyndari eru þarf að víkja úr vegi - klárlega - og það er þörf á nýju blóði íþessum flokki eins og öðrum. Hvað gerir Þórlindur Kjartansson félagi minn t.d.?...svo að ég nefni einhvern.
Hlakka til að sjá hvað menn ætla að gera í mínum kjördæmi, þar þarf að mínu mati klárlega að skipta um 3 efstu og bíð ég bara nokkuð spenntur eftir því að sjá hvað gerist. - Get samt ekki annað en brosað út í annað yfir áhuga Eyþórs Arnalds á framboði, því í mínum huga er þessi ágæti tónlistarmaður ekki með margar sterkar brýr að baki sér - en það er væntanlega með það eins og svo margt annað að sitt sýnist hverjum, og öllum þykir sin fugl fegurstur og þar fram eftir götunum.....
Prófkjör um miðjan mars | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ég ætla að reyna að öllum mætti að hvetja móður mína til þess að bjóða sig fram, verst að hún geti ekki boðið sig fram á Suðurlandinu, þá myndi ég biðja þig um að koma henni á framfæri!
Nonninn (IP-tala skráð) 7.2.2009 kl. 18:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.