Já svo virðist vera

Ég er ekki alveg að fatta hvað þingmenn þurfa að vera líka á kafi í viðskiptum samhliða þingstörfum. Ég hefði haldið að þá væru menn æði oft að velta fyrir sér of miklum hagsmunahlutum. Hef lengi talið Lúðvík einn af langskástu kostum Samfylkingarinnar en kannski hefur nú fjarað undan honum - hver veit. Verð líka að segja að ég hef ekkert heyrt í umræðunni hvað hann hyggst fyrir fyrir komandi kosningar! Framboð eða hvort hann hyggst draga sig í hlé að svo stöddu. Víst er að Samfylkingin í Suðurkjördæmi, sem og annarsstaðar, verður að bjóða upp á meiri endurnýjunar möguleika en t.d. Sjálfstæðisflokkurinn virðist ætla að bjóða upp á miðað við síðustu fréttir sem gáfu í skyn að 3 efstu ætluðu sér allir sæti áfram - en auðvitað þurfa þeir að komast í gegnum prófkjör og það kæmi mér á óvart ef að þeir kæmu allir vel frá slíkri keppni.

Róbert Marshall er búin að tilkynna sig inn í prófkjör, eru einhverjir aðrir komnir?


mbl.is Fjármál Lúðvíks komu í veg fyrir ráðherrastól
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Jóhannsson

Já,ég skil ekki hvað þingmennirnir eru að bjástra í öðru.Segjast hafa nóg að gera í þingmannsstörfum....held að Lúðvik hætti... ekki lýst mér á mína menn í D ef ekki aðrir sem gefa kost á sér þar..þarf að vera mikil endurnýjun allsstaðar...kv

Halldór Jóhannsson, 7.2.2009 kl. 23:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.