Keiko - ævintýrið

Hver man ekki fárið sem var í kringum komu þessarar elsku hingað til Eyja - það get nú aldeilis á ýmsu uss uss - en hvalurinn gerði okkur Eyjamönnum margt gott og gerir en blessuð sé minning hans. Auðvitað eru alltaf umdeilanlegar þessar tilraunir mannskepnunar til þess að koma dýrum sem hafa verið í haldi aftur út í náttúruna, það hefur nú gengið á ýmsu varðandi þá þætti og andi oft hefur allt mistekist.

Keikó er nú einn frægasti Eyjamður allra tíma og við vorum einmitt að ræða þetta um daginn ég og Smári Harðar sem vann mikið í kringum blessaðan háhyrninginn hvað þetta hafi í raun verið einstök vinna og eitthvað sem mun aldrei líða honum úr minni - hugsið ykkur að vinna ofan í sjónum með hval sem kallaður er "Killer-Whale" sífellt að ýta í bakið á sér og biðja mann að koma að leika - bara tilhugsunin ein getur fengið fólk til að efast um ágæti starfans. - ótrúleg og ógleymanleg lífsreynsla klárlega.


mbl.is „Rangt að frelsa Keikó"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Manneskjan stritar við að leggja heimskunni lið, enda þótt stritið sé í raun og veru óþarft því heimskan tengir sig auðveldlega við tímann. Hver tími virðist eiga sér sína útgáfu af heimsku sem er brothætt og þróttmikil í senn.

Sveinbjörn (IP-tala skráð) 28.4.2009 kl. 13:00

2 identicon

Það er rétt. Í fyrsta lagi átti aldrei að fanga dýrið. Til hvers?

Háhyrningar eru ekki húsdýr!

V. Jóhannsson (IP-tala skráð) 28.4.2009 kl. 13:15

3 identicon

Glæsilegt að Keikó sé frægasti Eyjamaðurinn en ekki Árni J.

Stefán (IP-tala skráð) 1.5.2009 kl. 00:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband