Regluverk eða ekki...

Sagt er að samningslausir leikmenn eigi að geta gengið til samninga við lið og fengið leikheimild einn, tveir og þrír. Auðvitað verða menn líka að skoða formála málsins það gengur náttúrulega ekki að leikmaður segi bara upp samningi og ætlist til þess að geta gengið til liðs við annað lið og fá leikheimild strax, þ.e.a.s. utan félagsskipta glugga - hitt er svo í mínum huga annað mál ef bæði félag og leikmaður eru sammála um að rifta samningi við leikmann - t.d. vegna langvarandi meiðsla eða einhvers slíks, þá sé ég ekkert því til fyrirstöðu að leikmaður fái leikheimild strax. Eins finnst mér að ef að leikmaður sem spilað hefur erlendis, hvort sem um er að ræða á langtíma samningi eða skammtíma samningi, losnar undan samningi, verður atvinnulaus, eða er að flytja heim til Íslands af einhverjum ástæðum fái leikheimild þó svo að utan félagsskiptaglugga sé. Guðmundur hefði samkvæmt minni skoðun átt að fá leikheimild. Hvernig hefði þetta mál t.d. verið tæklað í Englandi? - Ég hélt að þar væri það þannig að samningslausir leikmenn fá leikheimild strax að því að ég best veit - er samt ekki viss hvort einhver tími þurfi að líða frá uppsögn samnings til undirritunar nýs samnings.
mbl.is Guðmundur ósáttur við KSÍ
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sammála, það á að vera ljóst að hann er ekki að misnota þetta ákvæði. Til hvers er þetta undanþáguákvæði ef menn hreinlega vilja ekki beita því. Mér þykja þetta skrítnar ákvarðanir hjá viðkomandi nefnd hjá KSÍ. Það er svo sem ekki í fyrsta skipti sem maður setur spurningamerki við ákvarðanatökuna þarna niður Laugardal.

Gestur Páll (IP-tala skráð) 30.6.2009 kl. 10:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.