Liðsstyrkur?

Jæja þá er frændi genginn til liðs félaga Bjarna Jóh.. Hitti þar fyrir félaga sinn Tryggva Bjarna KR-ing sem lék með ÍBV á sínum tíma, er ekki frá því að það hafi haft svolítið með ákvörðun Atla að gera. Það er fengur fyrir Stjörnumenn að fá Atla til liðs við sig, á góðum degi eru fáir vinstri fótarmenn á Íslandi eins öflugir og Atli. Stjarnan er náttúrulega núna að fara verjast hinu alræmda öðru ari í deildinni, ásamt mínum mönnum í ÍBV, en það hefur oft reyndt liðum þrautin þyngri að verja sig seinna árið eftir oft ágætt fyrsta ár í efstu deild, og þetta á ekki aðeins við um í Íslensku deildinni.

Nú verður gaman að sjá hvort Garðbæingar landi Marel eins og mikið hefur verið rætt um síðustu misseri, og eflaust eru þeir á eftir einum til tveimur í viðbót, því það er næsta víst að Bjarni Jóh. ætlast til þess að þegar tímabilið 2011 hefst þá verði Stjarnan en í efstu deild. - VIð sjáum hvað setur  en að sjálfsögðu óska ég Atla alls hins besta en bið hann að hafa sig hægan gegn ÍBV


mbl.is Atli Jóhannsson í Stjörnuna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Jóhannsson

Já vona að frændi þinn hafi sig hægan á móti ÍBV...:)

Marel....hann má fara í utandeildina mín vegna...

Halldór Jóhannsson, 30.10.2009 kl. 21:34

2 Smámynd: Gísli Foster Hjartarson

Marel í utandeildina - þú segir nokkuð - tímir nokkurt lið þar að eyða peningunum sínum í svona spilara?

Gísli Foster Hjartarson, 30.10.2009 kl. 22:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.