Kjaftstopp?

Ætla í nokkrum orðum að fjalla um þessa fréttayfirlýsingu. Tek það skýrt fram að ég er þó nokkur áhugamaður um knattspyrnu og hef oft leyft mér að hafa mína skoðun á hlutunum þó að það pirri oft þá er vilja hafa aðra skoðun svo verður örugglega líka að þessu sinni. Feitletraður texti er minn.

„Fyrir um fjórum árum voru teknar út tæpar þrjár milljónir kr. í miðborg Zürich af kreditkorti í eigu KSÍ, en það var í vörslu fjármálastjóra KSÍ.  Fjármálastjórinn gekkst við þeirri ábyrgð sem fylgir því að hafa kort KSÍ undir höndum, greiddi upphæðina beint til kreditkortafyrirtækisins þannig að KSÍ bar ekki fjárhagslegan skaða af þessum úttektum. Fjármálastjórinn baðst afsökunar og fékk áminningu, skv. ákvörðun æðstu stjórnarmanna KSÍ, sömu aðilar ákváðu einnig að hann héldi áfram í starfi enda var ferill hans flekklaus fram að þeim tíma.

Núverandi formaður KSÍ sagði ef að ég man rétt að þetta hefði verið samþykkt af stjórn sambandsins á sínum tíma - er það rétt? Ferill mannsins var vissulega flekklaus. en aðeins fram að þessu atviki, og höfum á hreinu að brotið er alvarlegt afhverju greindi þáverandi formaður, framkvæmdastjóri og stjórn KSÍ, ef hún vissi af þessu,  ekki frá málinu? Fyrst það var ekki gert hvað segir það okkur um hæfni þeirra er héldu félögunum í landinu frá því að vita um málið - var þetta eitthvert einkamál? 

Fjármálastjórinn hefur undangengin ár reynt að leita réttar síns þar sem hann taldi á sér brotið og hefur orðið nokkuð ágengt. M.a. hefur hann fengið um helming fjárins endurgreiddan frá einstaklingum sem voru aðilar að málinu. - Gott hjá honum en réttlætir ekki notkunina á kortinu

Stjórn KSÍ hefur móttekið afsökunarbréf fjármálastjórans, dags. 17. nóvember 2009 þar sem hann harmar að nafn KSÍ hafi fengið neikvæða umfjöllun vegna málsins en jafnframt ítrekar hann sakleysi sitt hvað varðar notkun kortsins.  Eftir að hafa rætt málavexti á fundi sínum þann 19. nóvember 2009 og í ljósi þess að starfsmaðurinn var áminntur á sínum tíma mun stjórnin ekki aðhafast frekar í máli hans. -

Afsökunarbréfið er dagsett 17. nóvember 2009, mörgum árum eftir atburðinn, hann ítrekar jafnframt sakleysi sitt varðandi notkun kortsins!!!!!!! Ætli beðist hefði verið afsökunnar ef Svissneskir fjölmiðlar hefðu ekki fjallað um málið - þeir sem vissu um málið hjá KSÍ ætluðu sér aldrei að segja frá - eru svoleiðis menn hæfir til að fara með ferðina í sambandinu?

Samkvæmt lögum KSÍ ber því að vera leiðandi afl fyrir íslenska knattspyrnu og fulltrúum þess ber að koma fram af heiðarleika og sýna gott siðferði. Í því tilfelli sem hér um ræðir missteig fjármálastjórinn sig og hlaut refsingu sem metin var hæfileg á þeim tíma. Það er staðföst skoðun KSÍ að gott siðferði sé mikilvægt veganesti í starfi íþróttahreyfingarinnar en það er ekki síður mikilvægt að þegar menn hafa misstigið sig og tekið út sinn dóm að horfa fram á veginn, fyrirgefa og læra af þeim mistökum sem gerð voru.

Þarna brjóta menn lög KSÍ hægri vinstri ekki satt: Var heiðarleiki að þegja yfir málinu? Var það/ er það til marks um gott siðferði? Hlaut refsingu sem var talin hæfileg á þeim tíma!!!!!! Hver var sú refsing? Gaman væri að heyra hver hún var - er hún kannski leyndó? Flott ef KSÍ kallar þetta að koma fram af heiðarleika gagnvart þeim er þeir starfa hjá - munum að KSÍ starfar á vegum félaganna en ekki öfugt.

Stjórn KSÍ hefur í dag ákveðið að skipa starfshóp með það að markmiði að nýjar siðareglur KSÍ taki gildi 1. janúar nk., en slíkt er í samræmi við kröfur FIFA til aðildarsamtaka sinna. Stjórn KSÍ mun síðan standa fyrir kynningu á þeim reglum en markmiðið er ávallt að fulltrúar KSÍ séu til sóma á innlendum sem erlendum vettvangi.

Ha ha ha ha - ákveðið í dag að skipa starfshóp til að starfa í samræmi við siðareglur FIFA!!! Hvaða siðareglur voru eiginlega í gangi áður voru menn að ganga til liðs við FIFA núna? Flott að ætla líka að kynna þær, er ekki rétt að félögin í landinu, já eða æðstu yfirmenn íþróttamála í landinu semji siðareglurnar og kynni þær fyrir stjórn KSÍ er það ekki eðlilegra? Hvað finnst ykkur?

Ég velti fyrir mér eftir allt þetta fjör, hvað hafi gengið þarna á í gegnum tíðina og hvort að formaður sambandsins þurfi ekki að stíga niður, þarna virðist mér hafa verið unnið með hag stjórnarinnar að leiðarljósi en hreyfingin sem menn vinna hjá var skilin eftir úti á túni. 

Ég varð nú samt að segja það að ég er ekki kjaftstopp á þessari niðurstöðu, hún er eins og pöntuð hjá þessum herrum er þarna sitja.


mbl.is Stjórn KSÍ aðhefst ekki frekar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Takk kærlega fyrir þennan pistil Gísli.

Jenný Anna Baldursdóttir, 19.11.2009 kl. 20:26

2 identicon

Þetta er nú meiri móðursýkin í þér og Jennýju.

Get a life!

Ég held að það sé ekki hægt að verða brjóstumkennanlegri en þið eruð.

Einar (IP-tala skráð) 19.11.2009 kl. 21:00

3 identicon

Heyr heyr Foster..

Hver er annars þessi Einar, skyldmenni kannski??

Birkir (IP-tala skráð) 19.11.2009 kl. 21:23

4 identicon

Þessi yfirlýsing er bara eins og viðtalið við formann KSÍ í Kastljósinu síðasta föstudag.

Betur allt ósagt, og ógert !!!

Auðvitað á einhver að stíga til hliðar , þetta er móðgun við alla !

JR (IP-tala skráð) 19.11.2009 kl. 21:30

5 identicon

Þessi yfirlýsing er í takt við allt sem er að gerast á Íslandi í dag...fólk talar í kringum hlutina og dettur ekki í hug að taka ábyrgð á gjörðum sínum. Maður vissi það allan tímann að þessi einstaklingur yrði ekki látinn víkja vegna þess að hann er í mafíunni þarna hjá KSÍ greinilega. Til hamingu Ísland því ruglið virðist ná til allra sambanda og einstaklinga sem koma nálægt einhverju sem við borgum í eða fyrir...

Nonninn (IP-tala skráð) 19.11.2009 kl. 22:29

6 identicon

Sammála, þeir samrotta sig um þetta. Hættum að styrkja KSÍ þar til stjórnin hefur sagt af sér! Það átti að reyna samstöðu um að þegja yfir þessu, þar til það komst í hámæli. Svei!

Egill (IP-tala skráð) 19.11.2009 kl. 22:34

7 identicon

Nú eiga aðildarfélög KSÍ að láta heyra í sér.

Þeir verða að muna að þögn er sama og samþykki.

Vona að ráðherrann geri eitthvað í málinu.

Guðrún Óladóttir (IP-tala skráð) 19.11.2009 kl. 23:27

8 Smámynd: Grétar Ómarsson

Flottur pistill hjá þér Gísli, það er varla hægt að koma þessu rugli betur frá sér, hrein snilld.

þeim tókst að halda þessu leyndu í 4 ár hvað segir það okkur?, get ekki annað en hugsað um sektirnar sem berast inn á borð félagsliða fyrir algjör aula agabrot innan sem utan vallar frá sambandinu, og svo sér maður þessa sömu menn reyna að fela sína eigin skömm með öllum ráðum og segja síðan að þeir ætli ekki að aðhafast frekar með málið.

Þetta er nákvæmlega sama ruglið og annað sem er að gerast í þessu hand-ónýta þjóðfélagi sem við búum í.

Á ég að bera traust til þeirra? sorry.. ég bara get það ekki.

Grétar Ómarsson, 19.11.2009 kl. 23:40

9 Smámynd: Gísli Foster Hjartarson

Veit ekki hvað öðrum finnst en mér finnst nú þetta mál sýna karakterleysi formanns sambandsins. Hann er framkvæmdarstjóri þegar brotið á sér stað, var með fjármálastjóranum í Sviss, sér til þess ásamt þáverandi formanni að málið leki ekki út,  maður getur leyft sér að efast um að hann sé alveg saklaus þarna úti. Hann heldur málinu niðri þegar han nær kjöri til formanns, segir svo í beinni út sendingu að kannski hafi fjármálastjórinn bara sofnað á skemmtistaðnum - gerir sem sagt fjármálastjórann að algjörum lúser, en fríar sjálfan sig og veltir öllu yfir á fjármálastjórann ....og svo framvegis og toppar það svo með því að taka þátt í að samþykkja þessa yfirlýsingu.  Hver er ábyrgð þessa manns gagnvart félögunum í landinu, gagnvart iðkendum, gagnvart þeim mikla fjölda fyrirtækja og einstaklinga sem styðja sambandið á hverju ári? í mínum augum á hann að víkja. 

Einhver sagði einhversstaðar á blogginu að fjármálastjórinn hefði verið þarna á ferðinni á einhverjum atkvæða veiðum gagnvart einhverju sambandinu!!!!!!! Veit ekkert um það en er rétt að það sé kannað?

Grétar: Já það er grátlegt að horfa upp á þessa afgreiðslu málsins eftir öll þau samtöl og samskipti sem að maður sem félagsmaður hafur átt við sambandið og hótanirnar sem að sambandið hefur sett á félög og jafnvel bæjarfélög. - Grátleg svo ekki sé meira sagt - en íslenski stíllinn er að taka aldrei á þeim sem mest bullið hafa að segja.

Gísli Foster Hjartarson, 20.11.2009 kl. 06:48

10 Smámynd: Einar Ben

Góður pistill Gísli.

Þessi yfirlýsing frá KSÍ er djók, það var augljóslega aldrei ætlun þeirra að segja frá þessu, þannig að maður spyr sig hvað hefur gengið á í ferðum á vegum KSÍ fyrir og eftir þetta atvik.

kv.

Einar Ben, 20.11.2009 kl. 09:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband